Fylgjast náið með Öskju og biðja ferðamenn að upplýsa um allt óvenjulegt Snorri Másson skrifar 4. september 2021 19:00 Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls á hálendi Íslands. Mikel Bilbao/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images Almannavarnir fylgjast náið með landrisi og jarðskjálftavirkni í Öskju og biðja ferðamenn að láta vita, taki þeir eftir einhverju óvenjulegu á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þetta geta markað upphafið að langtímaferli sem endar með gosi, og telur ástæðu til að taka ástandið alvarlega. Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“ Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961. Eldstöðin hefur lítið látið finna fyrir sér síðan þá og landið hefur sigið jafnt og þétt frá 1983. Núna hefur orðið viðsnúningur og landið er tekið að rísa á ný. Ef gos hefst í Öskju verður það aðeins um 20 kílómetrum frá Holuhrauni, þar sem gos hófst í ágúst árið 2014, síðasta eldgos á landinu á undan því sem nú stendur yfir í Fagradalsfjalli. Þökk sé gosinu í Holuhrauninu búa almannavarnir yfir góðri reynslu þegar kemur að því að tryggja öryggi á hálendinu. Þar er nokkuð um ferðamenn á sumrin en enn þykir ekki ástæða til að ráða fólki frá ferðalögum vegna landrissins. „Það þarf þá að vera í rauninni skýrari merki um breytingar, meiri þenslu, aukna jarðskjálftavirkni. Þegar við höfðum samband við Lögregluna á Austurlandi minntumst við á að ef einhver er þarna á ferðinni taki eftir auknum jarðhita eða öðrum breytingum, að tilkynna það. En þetta er á því stigi að við erum bara frekar róleg yfir þessu og fylgjumst bara með þróuninni,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Öskugos árið 1875 Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar og merki eru um lítillega breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Háskóla Íslands segir að það þurfi ekki endilega að þýða að það sé að koma gos. „Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar.“ Sprengigos eða öskugos eru ólíkleg, þótt meiriháttar öskugos hafi orðið í Öskju árið 1875. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað.“
Eldgos og jarðhræringar Hálendisþjóðgarður Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22 Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. 4. september 2021 12:22
Land rís við Öskju Mælingar Veðurstofu Íslands sýna að þensla hafi hafist í Öskju í byrjun ágúst 2021. 3. september 2021 23:58