Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs Snorri Másson skrifar 5. september 2021 19:30 Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður var sem betur fer á ferð um Kleifarheiði í gærkvöldi. Vísir Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni. Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum. Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Rúnar Þór Pétursson tónlistarmaður kláraði seint í gærkvöldi að spila fyrir fullu félagsheimili á Patriksfirði með nýju blúsbandi. Hann tók ákvörðun í skyndi um að bruna suður til Reykjavíkur um nóttina þrátt fyrir hræðilega veðurspá. „Ég einhverra hluta vegna ákveð að skella mér af stað þótt veðurspáin væri hræðileg, með brjáluðu veðri og rigningu og roki. Ég er búinn að keyra í 20 mínútur hálftíma og þá er fyrsta heiðin og þá sé ég það sem ég held að sé bara logandi hnöttur eða eitthvað,“ segir Rúnar. Þegar nær dró sá Rúnar að um var að ræða alelda bíl, eða raunar bílgrind, því það var lítið eftir af henni. Hann hugsaði með sér að ef einhver væri þar inni væri gæti hann ekki verið á lífi. Því afréð hann að leita mögulegra farþega í myrkrinu. „Þá var spurningin að fara fram hjá bílnum, því ég gat þá bara kveikt í mínum ef ég hefði lent í bílnum. En ég er Ísfirðingur þannig að ég set bara allt í botn, því að ef einhver er úti í þessu veðri á hann ekki langan tíma,“ segir Rúnar. Alelda Volkswagen-bifreið á Kleifarheiði.Aðsend mynd Eftir nokkurra mínútna akstur fann hann mennina tvo, Rúmena á þrítugsaldri. Þeir voru illa haldnir og skelkaðir og annar þeirra var síhóstandi. Rúnar skildi þá svo að þeir hafi ekki getað hringt á Neyðarlínuna vegna handskjálfta. Að sögn Rúnars höfðu mennirnir heyrt sprengingu og á augabragði varð bíllinn alelda. Þeir hafi rétt komist undan. Eftir að sjúkrabíll sótti þá hélt Rúnar áfram og mætti ekki öðrum bíl fyrr en eftir klukkutíma. Það var því ljóst að ef hann hefði ekki verið þarna fyrir tilviljun hefði líklega verið of langt þar til mennirnir hefðu mætt næsta bíl. Bíllinn var alveg skemmdur eftir eldinn.Aðsend mynd „Svo er ég nú einn af þessum gömlu góðu poppurum. Allir nýir popparar fara að sofa um tíuleytið. Við erum örfáir eftir sem vökum til fimm á nóttinni. Það borgaði sig í þetta skiptið,“ segir Rúnar að lokum.
Vesturbyggð Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Bíllinn alelda og ferðamennirnir blautir og kaldir Tveir erlendir ferðamenn náðu að forða sér úr bíl sínum þegar kviknaði í honum á Kleifaheiði í grennd við Patreksfjörð um miðnætti. 5. september 2021 10:50