Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Óttar Kolbeinsson Proppé og Snorri Másson skrifa 7. september 2021 12:17 Fylgi flokkanna samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fylgi frá fyrri könnun sést daufar í bakgrunni. vísir/helgi hreinn Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Í umfangsmikilli nýrri Maskínukönnun, þar sem rúmlega 2.000 kjósendur svara, blasir við ný mynd. Þar mælast bæði Flokkur fólksins og Miðflokkurinn með 4,5 prósenta fylgi og því allsendis óvíst hvort þeir nái manni á þing. Fari svo er ljóst að þeim mun fleiri jöfnunarsæti koma í hlut annarra flokka. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður gestur í Kosningapallborðinu, sem verður í beinni á Vísi klukkan 14 í dag. Þar verður hann inntur eftir viðbrögðum við rýru gengi flokksins í síðustu skoðanakönnunum. Ásamt Birgi mæta þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, oddviti Pírata í Suðvesturkjördæmi, og Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík norður, í Kosningapallborðið. VG tapar fylgi Sjálfstæðisflokkurinn er áfram langstærsti flokkurinn á Alþingi með 23,9 prósenta fylgi. Fylgi flokksins breytist ekki mikið milli kannana en í síðustu könnun Maskínu sem birtist fyrir tveimur vikum var flokkurinn með 23,4 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er hér um bil tvöfalt stærri en næsti flokkur fyrir neðan, sem eru Vinstri grænir með 12,5 prósent. Fylgi Vinstri grænna fer niður um tæp tvö prósentustig frá síðustu könnun þegar flokkurinn mældist með 14,2 prósenta fylgi. Hann hefur ekki mælst með minna fylgi í könnunum Maskínu síðan snemma árs. Vinstri græn eru hins vegar á sama reki og næstu fjórir flokkar á eftir. Samfylkingin er með 12,3 prósenta fylgi, Viðreisn með 11,7 prósent, Framsókn með 11,5 prósent og Píratar með 11,2 prósent. Sósíalistar bæta áfram við sig Sósíalistaflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur verið í jöfnum og þéttum vexti á kosningaárinu. Eftir að hafa mælst í kringum fimm prósentin fram á mitt sumar má segja að flokkurinn hafi bætt við sig um tveimur til þremur prósentustigum eftir að listar voru kynntir. Hann stendur nú í 7,9 prósentum og hefur aldrei verið stærri samkvæmt Maskínukönnun. Hann mældist með 6,9 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu og bætir því við sig einu prósentustigi síðan þá. Hér má sjá mat stjórnmálafræðiprófessors á síðustu könnun frá því í lok ágúst: Ríkisstjórnin héldi líklega velli Ríkisstjórnarflokkarnir mælist með samtals 47,9 prósenta fylgi. Þar sem fjöldi atkvæða fellur dauður niður, nái hvorki Miðflokkur né Flokkur fólksins inn, er ekki ólíklegt að það dugi stjórninni til að halda velli. Vinstristjórn virðist þá ekki möguleg án Framsóknarflokks eða Viðreisnar.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Miðflokkurinn nálægt því að þurrkast út af þingi Miðflokkurinn er nálægt því að þurrkast út af Alþingi samkvæmt nýrri könnun og mælist með einungis 5,3% fylgi. Fylgið hefur dregist saman um rúman helming frá síðustu kosningum. 18. apríl 2021 18:31