Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 11:46 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á stöðu kórónuveirufaraldursins. „Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu. Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira