VÍS Bikarinn: Grindavík áfram eftir framlengingu | KR úr leik Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 7. september 2021 22:05 Daníel Guðni þjálfari Grindvíkinga Visir/Bára 16 liða úrslitum í VÍS bikar karla 2021 lauk í kvöld með sjö leikjum. Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Það voru einungis Haukar sem höfðu tryggt sér sæti í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla þegar að leikir kvöldsins hófust en Haukarnir gerðu sér lítið fyrir og slógu út úrvalsdeildarlið Þórs frá Akureyri. Í fyrsta leik kvöldins sigraði ÍR íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn þar sem Collin Pryor og Tomas Zdanavicius fóru á kostum. KR mætti Stjörnunni í Ásgarði. KR mætti með ansi þunnt lið án erlendra leikmanna og byrjaði til að mynda hinn 16 ára Almar Orri Atlason hjá Vesturbæingum. Stjarnan sigraði leikinn nokkuð örugglega 113-92 eftir jafnan fyrri hálfleik. Hilmar Smári Henningsson var mjög sterkur hjá Stjörnunni með 21 stig og Shawn Hopkins skoraði 20. Hjá KR var Þórir Þorbjarnarson með 21 stig. Á Ísafirði fengu heimamenn í Vestra Sindra í heimsókn. Ekki mörg ferðalög lengri. Það stoppaði þó ekki Sindramenn sem unnu auðveldan sigur á úrvalsdeildarliði Vestra 71-95. Nokkuð óvænt úrslit og það er ekki alveg ljóst hversu sterkir Vestramenn mæta til leiks þegar að úrvalsdeildin fer af stað. Gísli Hallsson skoraði 20 stig í jöfnu liði Sindra en hjá Vestra var Nemanja Knezevic með 17 stig og 17 fráköst. Arnar Guðjónsson og hans menn eru komnir áframVísir/Bára Keflvíkingar flugu á Egilsstaði og unnu auðveldan sigur á heimamönnum í Hetti 65-118. David Okeke skoraði 29 stig og tók 12 fráköst fyrir Keflvíkinga en David Ramos var stigahæstur hjá Hetti með 12 stig. Á Sauðárkróki fengu heimamenn í Tindastól Álftnesinga í heimsókn og unnu auðveldan sigur 100-70. Taiwo Badmus skoraði 26 stig fyrir Tindastól og Friðrik Anton Jónsson skoraði 22 stig fyrir Álftanes. Í Grindavík fór fram hörkuleikur milli heimamanna í Grindavík og Breiðabliks. Leikurinn var jafn á flestum tölum og fór að lokum í framlengingu þar sem Grindvíkingar reyndust sterkari og unnu sigur 118-112. Nýji maðurinn sem kom til Grindavíkur frá Akureyri, Ivan Aurrecoechea átti stórleik með 30 stig og 23 fráköst, sannkölluð tröllatvenna. Þá skoraði Ólafur Ólafsson 27 stig. Hjá Breiðablik skoraði Everage Richardsson 28 stig og Hilmar Pétursson 30. Í Njarðvík fengu svo grænir Valsmenn í heimsókn. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá sigu heimamenn framúr og unnu að lokum sigur 97-86. Fotios Lampropoulos var stigahæstur í jöfnu liði Njarðvíkur en hjá Val var Kristófer Acox með 22 stig. Næsta umferð: Tindastóll - Keflavík Stjarnan - Grindavík Njarðvík - Haukar Sindri - ÍR
Körfubolti Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Tuttugu ár síðan KR braut ísinn þykka Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Látinn vegna áverka sem hann varð fyrir í hringnum á föstudaginn Sport Stelpurnar fengu silfur annað Evrópumótið í röð Sport Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 0-3 | Tíu KR-ingar áttu engin svör gegn Stjörnunni Íslenski boltinn