Dómsmálaráðherra gagnrýnir Helga Magnús vararíkissaksóknara Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2021 12:21 Dómsmálaráðherra minnir á að vararíkissaksóknara verði ekki vikið úr starfi nema með dómi. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gagnrýnir vararíkissaksóknara fyrir framgöngu hans á samfélagsmiðlum. Hann megi ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23. Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaðurbirti á Facebook á sunnudagskvöld brot úr skýrslutöku lögreglu af Þórhildi Gyðu Arnardóttur þolanda í ofbeldismáli. Færsla Sigurðar vakti mikla athygli og umræður. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari setti "like" við færsluna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir minnir á að siðareglur ríkissaksóknaraembættisins um ákærendur nái einnig til háttsemi þeirra á opinberum vettvangi.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sem er æðsti yfirmaður dóms- og löggæslumála í landinu er ekki sátt við þetta. „Mér finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að vera að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum nú nýlega. Það má alveg gagnrýna hann fyrir það," segir Áslaug Arna. Dómsmálaráðherra minnir á að sjálfstæði ákæruvaldsins sé grundvallarregla í íslensku réttarkerfi. „Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins og bæði hann og vararíkissaksóknari eru skipaðir ótímabundið rétt eins og dómarar. Dómsmálaráðherra víkur slíkum embættismönnum ekki úr embætti nema að undangengnum dómi," segir Áslaug Arna. Aktívistahópurinn Öfgar vekur athygli á að Helgi Magnús hafi ekki aðeins „lækað“ við færslu Sigurðar heldur einnig deilt henni. Helgi Magnús hefur síðan fjarlægt deilinguna. 🟥‼️Vararíkissaksóknari lét sér ekki nægja að ,like-a" við færsluna, hann deildi henni líka‼️🟥 pic.twitter.com/rZQCVrV8vy— Öfgar (@ofgarofgar) September 7, 2021 Í þessu máli beri að líta til þess að ríkissaksóknari hafi sett siðareglur fyrir ákærendur. „Þar kemur skýrt fram að þeir mega ekki rýra traust og trú almennings með framgöngu sinni á opinberum vettvangi. Þetta gildir einnig um háttsemi þeirra utan starfs. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að þátttaka þeirra á samfélagsmiðlum megi ekki verða til þess að hlutleysi þeirra sem ákærenda verði dregið í efa,“ segir dómsmálaráðherra. Ríkissaksóknari beri stjórnunarlega ábyrgð á því að kynna saksóknurum siðareglurnar og sjá til þess að þeim sé fylgt af þeim saksóknurum sem starfi við embætti hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segist í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis ekki tjá sig um starfsmannamál við fjölmiðla. „Fyrirmæli ríkissaksóknara nr. 14/2017 um siðareglur ákærenda hafa verið rækilega kynnt fyrir öllum ákærendum og um siðareglurnar hefur einnig verið fjallað á námskeiði ríkissaksóknara um siðareglur fyrir ákærendur og faglega breytni.“ Fréttin var uppfærð klukkan 15:23.
Dómsmál Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kynferðisofbeldi Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Vilja nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann líkaði við umdeilda Facebook-færslu Stígamót hafa skorað á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara eftir að hann brást við umdeildri færslu á Facebook þar sem upplýsingar úr lögregluskýrslu í ofbeldismáli Kolbeins Sigþórssonar koma fram. 7. september 2021 20:00