Brasilísku stjörnurnar fá ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 13:00 Þessir þrír verða ekki með Liverpool um helgina. Michael Regan/Getty Images Alls verða átta brasilískir leikmenn brasilíska landsliðsins fjarverandi er enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik um helgina. Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sport Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Sjá meira
FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30
Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15