Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Eitt situr eftir með sárt ennið (7.-9. sæti) Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2021 10:02 Fram, Selfoss og KA berjast um að komast í úrslitakeppnina samkvæmt spá okkar. vísir/elín/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 16. september. Í gær voru þrjú neðstu liðin í spá okkar tekin fyrir en nú er komið að liðunum sem við spáum því að endi í 7.-9. deildarinnar. Tvö þeirra komast í úrslitakeppnina en eitt situr eftir með sárt ennið. Fram er farið að lengja eftir sæti í úrslitakeppninni eftir fjögurra ára fjarveru og er komið með manninn sem gerði liðið síðast að Íslandsmeisturum í brúnna. Selfyssingar eru sterkir en meiðslum hrjáðir og verða væntanlega ekki fullmannaðir fyrr en eftir áramót. KA fékk góða sendingu úr Hafnarfirðinum og frá Danmörku og þar á bæ er markið sett hátt. KA-menn gætu hæglega endað ofar en þó eru áhöld um hvort þeir séu betur mannaðir en á síðasta tímabili. Fram í 9. sæti: Leiðinlegur stöðugleiki í Safamýrinni Stefán Darri Þórsson er mikilvægur hlekkur í liði Fram.vísir/vilhelm Eftir að hafa komið mjög á óvart tímabilið 2016-17, þar sem Fram komst í undanúrslit og bikarúrslit, hefur liðið ekki komist í úrslitakeppnina. Undanfarin fjögur tímabil hefur Fram verið í hlutlausu sætunum (númer níu og tíu) sem eru lítið spennandi. Fram spilaði að mörgu leyti vel á síðasta tímabili. Aðeins tvö lið fengu á sig færri mörk og Frammarar voru með þriðju bestu markvörsluna. Fram var mjög öflugt á heimavelli framan af tímabili en tapaði fjölmörgum jöfnum leikjum og átti ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina í lokaumferðinni. Áður en tímabilinu lauk gaf Fram það út að Sebastian Alexandersson myndi hætta sem þjálfari liðsins. Við starfi hans tók Einar Jónsson sem hefur ekki gert miklar rósir í síðustu störfum sínum á Íslandi. Fram varð Íslandsmeistari síðasta tímabilið sem Einar stýrði liðinu en engin hætta er á að það gerist í vetur. Leikmannahópur Fram er svipaður og á síðasta tímabili. Andri Már Rúnarsson er reyndar farinn til Þýskalands en í staðinn fékk liðið Þorstein Gauta Hjálmarsson aftur eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. Innkoma hans er mikilvæg því Þorgrímur Smári Ólafsson, prímusmótorinn í sóknarleik Fram undanfarin ár, er meiddur og verður frá næstu mánuðina. Þá er Ægir Hrafn Jónsson hættur en hann hefur verið kletturinn í vörn Fram undanfarin ár. Frammara þyrstir í að komast í úrslitakeppnina og eru fullfærir um það, sérstaklega ef sóknarleikurinn og árangurinn á útivelli lagast. En liðin fyrir ofan þá virðast sterkari. Gengi Fram undanfarinn áratug 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari 2011-12 5. sæti Færeyingurinn Vilhelm Poulsen verður áfram í Safamýrinni líkt og landi hans, Rógvi Dal Christiansen.vísir/hulda margrét HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð – 26,8 (7. sæti) Mörk á sig – 26,0 (3. sæti) Hlutfallsvarsla – 34,2% (3. sæti) Skotnýting – 60,7% (6. sæti) Tapaðir boltar – 11,6 (10. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson frá Aftureldingu Kristófer Andri Daðason frá HK Farnir: Ægir Hrafn Jónsson hættur Andri Már Rúnarsson til Stuttgart Matthías Daðason hættur Arnór Róbertsson til HK (á láni) Róbert Örn Karlsson til HK (á láni) Lykilmaðurinn Lárus Helgi Ólafsson er búinn að festa rætur í Safamýrinni.vísir/vilhelm Lárus Helgi Ólafsson hefur líklega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Markvarslan hjá Fram var í góðu lagi á síðasta tímabili og rúmlega það. Frammarar þurfa á svipaðri frammistöðu frá Eurovision-geggjaranum að halda í vetur ef þeir ætla að komast í úrslitakeppnina. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Fram. Klippa: Fram 9. sæti Selfoss í 8. sæti: Þurfa að þreyja þorrann fyrir áramót Einar Sverrisson er meðal reyndari leikmanna Selfoss.vísir/hulda margrét Fullmannaðir eru Selfyssingar ekki með lið sem á að enda í 8. sæti. En þeir eru langt frá því að vera fullmannaðir núna og verða það líklegast ekki fyrr en á nýju ári. Þangað til þurfa strákarnir úr Mjólkurbænum að troða marvaðann og halda sér á floti. Selfoss lenti í 4 . sæti á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framan af vetri virtust Selfyssingar jafnvel vera líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu 2019 en meiðsli lykilmanna gerðu þær vonir að engu. Mestu munaði um þegar Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í lok febrúar. Hann hafði spilað mjög vel og var markahæsti leikmaður Selfoss þegar hann meiddist. Guðmundur Hólmar styrkti Selfoss líka á hinum enda vallarins og á síðasta tímabili var vörn liðsins miklu sterkari en tímabilið 2019-20 og með tilkomu Vilius Rasimas fengu Selfyssingar loksins markvörslu. Eftir að hafa fengið á sig flest mörk og verið með verstu hlutfallsmarkvörsluna 2019-20 voru Selfyssingar með næstbestu markvörsluna og fengu á sig næstfæst mörk á síðasta tímabili. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki jafn góður og undanfarin ár enda ekkert grín að fylla sóknarskarðið sem Haukur Þrastarson skildi eftir sig. Þá skoraði ekkert lið færri hraðaupphlaupsmörk en Selfyssingar í fyrra. Í meiðslum síðustu missera hafa margir ungir og efnilegir leikmenn, sem Selfoss á nóg af, fengið tækifæri, öðlast reynslu og stimplað sig inn sem alvöru leikmenn í efstu deild. Þegar lykilmenn týnast inn og með byssurnar fullhlaðnar eru Selfyssingar stórhættulegir en fyrri hluti tímabilsins gæti orðið erfiður. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Vilius Rasimas var einn allra besti markvörður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 26,2 (9. sæti) Mörk á sig - 25,5 (2. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,1 (2. sæti) Skotnýting - 59,1% (8. sæti) Tapaðir boltar - 10,8 (8. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Karolis Stropus frá Þór Farnir: Andri Dagur Ófeigsson til Víkings Lykilmaðurinn Hergeir Grímsson reynir línusendingu á Tryggva Þórisson.vísir/hulda margrét Ekkert virðist bíta á Hergeir Grímsson. Hann er algjör járnkarl, meiðist aldrei og spilar alltaf í fimmta gír í vörn og sókn í sextíu mínútur. Hergeir byrjaði síðasta tímabil í vinstra horninu en var svo færður í stöðu leikstjórnanda sem hann leysti með álíka miklum glans. Hergeir er fyrirliði Selfoss, gríðarlega áreiðanlegur og liðinu ómetanlegur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Selfoss. Klippa: Selfoss 8. sæti KA í 7. sæti: Sterkir leikmenn komnir en er liðið betra en í fyrra? Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson á góðri stund.vísir/hulda margrét KA dreymir um að komast á sinn gamla stall í íslenskum handbolta og metnaðurinn í höfuðstað Norðurlands er svo sannarlega til staðar. KA-menn létu til sín taka á félagaskiptamarkaðnum, fengu Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson frá FH, Óðinn Þór Ríkharðsson frá Team Tvis Holstebro í Danmörku og héldu áfram að sækja á færeysk mið og náðu í línumanninn Pæt Mikkjalsson. KA missti hins vegar Áka Egilsnes og Árna Braga Eyjólfsson sem skoruðu samtals 249 af 587 mörkum liðsins í fyrra. Árni Bragi skoraði 163 mörk, var markakóngur deildarinnar og valinn besti leikmaður hennar. KA hefur einnig misst nokkra rulluspilara. Það er því alls óvíst hvort KA-menn séu sterkari en á síðasta tímabili þrátt fyrir sendinguna úr Hafnarfirðinum og frá Danmörku. Og miðað við frammistöðuna í bikarleiknum gegn Stjörnunni er svarið nei. Hægri vængurinn verður áfram sterkasti hluti KA en Jónatan Magnússon, þjálfari liðsins, myndi eflaust þiggja einn rétthentan útispilara í viðbót enda erfitt að treysta á að skrokkurinn á Ólafi Gústafssyni haldi. Vörn KA var sterk í fyrra og Nicholas Satchwell sýndi að hann er hörkumarkvörður. Hins vegar má, og þarf að, bæta sóknina ef KA ætlar að klífa ofar í töfluna. Það hlýtur að vera markmiðið og spennandi verður að sjá hvort innistæða sé fyrir því. Gengi KA undanfarinn áratug 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19 9. sæti 2017-18 B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Ólafur Gústafsson kom til KA fyrir síðasta tímabil en var mikið frá vegna meiðsla.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 26,7 (8. sæti) Mörk fengin á sig - 26,0 (3. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,9% (6. sæti) Skotnýting - 59,1% (8. sæti) Tapaðir boltar - 10,9 (9. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Einar Rafn Eiðsson frá FH Óðinn Þór Ríkharðsson frá Team Tvis Holstebro Pætur Mikkjalsson frá Nyborg Arnar Freyr Ársælsson frá FH Davíð Svansson frá HK Farnir: Áki Egilsnes til Aue Árni Bragi Eyjólfsson til Aftureldingar Sigþór Gunnar Jónsson hættur Andri Snær Stefánsson hættur Svavar Ingi Sigmundsson til FH Daði Jónsson fluttur erlendis Lykilmaðurinn Einar Rafn Eiðsson leikur í gulu og bláu í vetur.vísir/vilhelm Eftir mörg góð ár í Kaplakrikanum breytti Einar Rafn Eiðsson til í sumar, flutti til Akureyrar og gekk í raðir KA. Einar Rafn hefur verið einn stöðugasti og besti leikmaður Olís-deildarinnar um langt árabil og ljóst að KA keypti ekki köttinn í sekknum þegar félagið samdi við hann. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika KA. Klippa: KA 7. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram UMF Selfoss KA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Í gær voru þrjú neðstu liðin í spá okkar tekin fyrir en nú er komið að liðunum sem við spáum því að endi í 7.-9. deildarinnar. Tvö þeirra komast í úrslitakeppnina en eitt situr eftir með sárt ennið. Fram er farið að lengja eftir sæti í úrslitakeppninni eftir fjögurra ára fjarveru og er komið með manninn sem gerði liðið síðast að Íslandsmeisturum í brúnna. Selfyssingar eru sterkir en meiðslum hrjáðir og verða væntanlega ekki fullmannaðir fyrr en eftir áramót. KA fékk góða sendingu úr Hafnarfirðinum og frá Danmörku og þar á bæ er markið sett hátt. KA-menn gætu hæglega endað ofar en þó eru áhöld um hvort þeir séu betur mannaðir en á síðasta tímabili. Fram í 9. sæti: Leiðinlegur stöðugleiki í Safamýrinni Stefán Darri Þórsson er mikilvægur hlekkur í liði Fram.vísir/vilhelm Eftir að hafa komið mjög á óvart tímabilið 2016-17, þar sem Fram komst í undanúrslit og bikarúrslit, hefur liðið ekki komist í úrslitakeppnina. Undanfarin fjögur tímabil hefur Fram verið í hlutlausu sætunum (númer níu og tíu) sem eru lítið spennandi. Fram spilaði að mörgu leyti vel á síðasta tímabili. Aðeins tvö lið fengu á sig færri mörk og Frammarar voru með þriðju bestu markvörsluna. Fram var mjög öflugt á heimavelli framan af tímabili en tapaði fjölmörgum jöfnum leikjum og átti ekki lengur möguleika á að komast í úrslitakeppnina í lokaumferðinni. Áður en tímabilinu lauk gaf Fram það út að Sebastian Alexandersson myndi hætta sem þjálfari liðsins. Við starfi hans tók Einar Jónsson sem hefur ekki gert miklar rósir í síðustu störfum sínum á Íslandi. Fram varð Íslandsmeistari síðasta tímabilið sem Einar stýrði liðinu en engin hætta er á að það gerist í vetur. Leikmannahópur Fram er svipaður og á síðasta tímabili. Andri Már Rúnarsson er reyndar farinn til Þýskalands en í staðinn fékk liðið Þorstein Gauta Hjálmarsson aftur eftir tveggja ára dvöl hjá Aftureldingu. Innkoma hans er mikilvæg því Þorgrímur Smári Ólafsson, prímusmótorinn í sóknarleik Fram undanfarin ár, er meiddur og verður frá næstu mánuðina. Þá er Ægir Hrafn Jónsson hættur en hann hefur verið kletturinn í vörn Fram undanfarin ár. Frammara þyrstir í að komast í úrslitakeppnina og eru fullfærir um það, sérstaklega ef sóknarleikurinn og árangurinn á útivelli lagast. En liðin fyrir ofan þá virðast sterkari. Gengi Fram undanfarinn áratug 2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari 2011-12 5. sæti Færeyingurinn Vilhelm Poulsen verður áfram í Safamýrinni líkt og landi hans, Rógvi Dal Christiansen.vísir/hulda margrét HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð – 26,8 (7. sæti) Mörk á sig – 26,0 (3. sæti) Hlutfallsvarsla – 34,2% (3. sæti) Skotnýting – 60,7% (6. sæti) Tapaðir boltar – 11,6 (10. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson frá Aftureldingu Kristófer Andri Daðason frá HK Farnir: Ægir Hrafn Jónsson hættur Andri Már Rúnarsson til Stuttgart Matthías Daðason hættur Arnór Róbertsson til HK (á láni) Róbert Örn Karlsson til HK (á láni) Lykilmaðurinn Lárus Helgi Ólafsson er búinn að festa rætur í Safamýrinni.vísir/vilhelm Lárus Helgi Ólafsson hefur líklega aldrei spilað betur en undanfarin tvö tímabil. Markvarslan hjá Fram var í góðu lagi á síðasta tímabili og rúmlega það. Frammarar þurfa á svipaðri frammistöðu frá Eurovision-geggjaranum að halda í vetur ef þeir ætla að komast í úrslitakeppnina. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Theodór Ingi Pálmason fer yfir möguleika Fram. Klippa: Fram 9. sæti Selfoss í 8. sæti: Þurfa að þreyja þorrann fyrir áramót Einar Sverrisson er meðal reyndari leikmanna Selfoss.vísir/hulda margrét Fullmannaðir eru Selfyssingar ekki með lið sem á að enda í 8. sæti. En þeir eru langt frá því að vera fullmannaðir núna og verða það líklegast ekki fyrr en á nýju ári. Þangað til þurfa strákarnir úr Mjólkurbænum að troða marvaðann og halda sér á floti. Selfoss lenti í 4 . sæti á síðasta tímabili og féll úr leik fyrir Stjörnunni í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Framan af vetri virtust Selfyssingar jafnvel vera líklegir til að verja Íslandsmeistaratitilinn sem þeir unnu 2019 en meiðsli lykilmanna gerðu þær vonir að engu. Mestu munaði um þegar Guðmundur Hólmar Helgason sleit hásin í lok febrúar. Hann hafði spilað mjög vel og var markahæsti leikmaður Selfoss þegar hann meiddist. Guðmundur Hólmar styrkti Selfoss líka á hinum enda vallarins og á síðasta tímabili var vörn liðsins miklu sterkari en tímabilið 2019-20 og með tilkomu Vilius Rasimas fengu Selfyssingar loksins markvörslu. Eftir að hafa fengið á sig flest mörk og verið með verstu hlutfallsmarkvörsluna 2019-20 voru Selfyssingar með næstbestu markvörsluna og fengu á sig næstfæst mörk á síðasta tímabili. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki jafn góður og undanfarin ár enda ekkert grín að fylla sóknarskarðið sem Haukur Þrastarson skildi eftir sig. Þá skoraði ekkert lið færri hraðaupphlaupsmörk en Selfyssingar í fyrra. Í meiðslum síðustu missera hafa margir ungir og efnilegir leikmenn, sem Selfoss á nóg af, fengið tækifæri, öðlast reynslu og stimplað sig inn sem alvöru leikmenn í efstu deild. Þegar lykilmenn týnast inn og með byssurnar fullhlaðnar eru Selfyssingar stórhættulegir en fyrri hluti tímabilsins gæti orðið erfiður. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti) Vilius Rasimas var einn allra besti markvörður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.vísir/hulda margrét HBStatz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 26,2 (9. sæti) Mörk á sig - 25,5 (2. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,1 (2. sæti) Skotnýting - 59,1% (8. sæti) Tapaðir boltar - 10,8 (8. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Karolis Stropus frá Þór Farnir: Andri Dagur Ófeigsson til Víkings Lykilmaðurinn Hergeir Grímsson reynir línusendingu á Tryggva Þórisson.vísir/hulda margrét Ekkert virðist bíta á Hergeir Grímsson. Hann er algjör járnkarl, meiðist aldrei og spilar alltaf í fimmta gír í vörn og sókn í sextíu mínútur. Hergeir byrjaði síðasta tímabil í vinstra horninu en var svo færður í stöðu leikstjórnanda sem hann leysti með álíka miklum glans. Hergeir er fyrirliði Selfoss, gríðarlega áreiðanlegur og liðinu ómetanlegur. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika Selfoss. Klippa: Selfoss 8. sæti KA í 7. sæti: Sterkir leikmenn komnir en er liðið betra en í fyrra? Jóhann Geir Sævarsson og Ragnar Snær Njálsson á góðri stund.vísir/hulda margrét KA dreymir um að komast á sinn gamla stall í íslenskum handbolta og metnaðurinn í höfuðstað Norðurlands er svo sannarlega til staðar. KA-menn létu til sín taka á félagaskiptamarkaðnum, fengu Einar Rafn Eiðsson og Arnar Frey Ársælsson frá FH, Óðinn Þór Ríkharðsson frá Team Tvis Holstebro í Danmörku og héldu áfram að sækja á færeysk mið og náðu í línumanninn Pæt Mikkjalsson. KA missti hins vegar Áka Egilsnes og Árna Braga Eyjólfsson sem skoruðu samtals 249 af 587 mörkum liðsins í fyrra. Árni Bragi skoraði 163 mörk, var markakóngur deildarinnar og valinn besti leikmaður hennar. KA hefur einnig misst nokkra rulluspilara. Það er því alls óvíst hvort KA-menn séu sterkari en á síðasta tímabili þrátt fyrir sendinguna úr Hafnarfirðinum og frá Danmörku. Og miðað við frammistöðuna í bikarleiknum gegn Stjörnunni er svarið nei. Hægri vængurinn verður áfram sterkasti hluti KA en Jónatan Magnússon, þjálfari liðsins, myndi eflaust þiggja einn rétthentan útispilara í viðbót enda erfitt að treysta á að skrokkurinn á Ólafi Gústafssyni haldi. Vörn KA var sterk í fyrra og Nicholas Satchwell sýndi að hann er hörkumarkvörður. Hins vegar má, og þarf að, bæta sóknina ef KA ætlar að klífa ofar í töfluna. Það hlýtur að vera markmiðið og spennandi verður að sjá hvort innistæða sé fyrir því. Gengi KA undanfarinn áratug 2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19 9. sæti 2017-18 B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti) Ólafur Gústafsson kom til KA fyrir síðasta tímabil en var mikið frá vegna meiðsla.vísir/hulda margrét HB Statz tölurnar frá síðasta tímabili Mörk skoruð - 26,7 (8. sæti) Mörk fengin á sig - 26,0 (3. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,9% (6. sæti) Skotnýting - 59,1% (8. sæti) Tapaðir boltar - 10,9 (9. sæti) Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Einar Rafn Eiðsson frá FH Óðinn Þór Ríkharðsson frá Team Tvis Holstebro Pætur Mikkjalsson frá Nyborg Arnar Freyr Ársælsson frá FH Davíð Svansson frá HK Farnir: Áki Egilsnes til Aue Árni Bragi Eyjólfsson til Aftureldingar Sigþór Gunnar Jónsson hættur Andri Snær Stefánsson hættur Svavar Ingi Sigmundsson til FH Daði Jónsson fluttur erlendis Lykilmaðurinn Einar Rafn Eiðsson leikur í gulu og bláu í vetur.vísir/vilhelm Eftir mörg góð ár í Kaplakrikanum breytti Einar Rafn Eiðsson til í sumar, flutti til Akureyrar og gekk í raðir KA. Einar Rafn hefur verið einn stöðugasti og besti leikmaður Olís-deildarinnar um langt árabil og ljóst að KA keypti ekki köttinn í sekknum þegar félagið samdi við hann. Sérfræðingur Seinni bylgjunnar segir ... Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir möguleika KA. Klippa: KA 7. sæti Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
2020-21: 9. sæti 2019-20 9. sæti 2018-19 10. sæti 2017-18 10. sæti 2016-17 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2015-16 7. sæti+átta liða úrslit 2014-15 8. sæti+átta liða úrslit 2013-14 5. sæti 2012-13 3. sæti+Íslandsmeistari 2011-12 5. sæti
Mörk skoruð – 26,8 (7. sæti) Mörk á sig – 26,0 (3. sæti) Hlutfallsvarsla – 34,2% (3. sæti) Skotnýting – 60,7% (6. sæti) Tapaðir boltar – 11,6 (10. sæti)
Komnir: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson frá Aftureldingu Kristófer Andri Daðason frá HK Farnir: Ægir Hrafn Jónsson hættur Andri Már Rúnarsson til Stuttgart Matthías Daðason hættur Arnór Róbertsson til HK (á láni) Róbert Örn Karlsson til HK (á láni)
2020-21: 4. sæti+átta liða úrslit 2019-20 5. sæti 2018-19 2. sæti+Íslandsmeistarar 2017-18 2. sæti+undanúrslit 2016-17 5. sæti+átta liða úrslit 2015-16 B-deild (3. sæti-upp í gegnum umspil) 2014-15 B-deild (4. sæti) 2013-14 B-deild (3. sæti) 2012-13 B-deild (5. sæti) 2011-12 B-deild (4. sæti)
Mörk skoruð - 26,2 (9. sæti) Mörk á sig - 25,5 (2. sæti) Hlutfallsvarsla - 35,1 (2. sæti) Skotnýting - 59,1% (8. sæti) Tapaðir boltar - 10,8 (8. sæti)
2020-21: 6. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 10. sæti 2018-19 9. sæti 2017-18 B-deild (2. sæti, upp í gegnum umspil) 2016-17 Hluti af Akureyrarliðinu (10. sæti) 2015-16 Hluti af Akureyrarliðinu (8. sæti) 2014-15 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2013-14 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2012-13 Hluti af Akureyrarliðinu (6. sæti) 2011-12 Hluti af Akureyrarliðinu (3. sæti)
Mörk skoruð - 26,7 (8. sæti) Mörk fengin á sig - 26,0 (3. sæti) Hlutfallsvarsla - 30,9% (6. sæti) Skotnýting - 59,1% (8. sæti) Tapaðir boltar - 10,9 (9. sæti)
Komnir: Einar Rafn Eiðsson frá FH Óðinn Þór Ríkharðsson frá Team Tvis Holstebro Pætur Mikkjalsson frá Nyborg Arnar Freyr Ársælsson frá FH Davíð Svansson frá HK Farnir: Áki Egilsnes til Aue Árni Bragi Eyjólfsson til Aftureldingar Sigþór Gunnar Jónsson hættur Andri Snær Stefánsson hættur Svavar Ingi Sigmundsson til FH Daði Jónsson fluttur erlendis
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram UMF Selfoss KA Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira