Hannes Þór hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2021 21:05 Hannes Þór Halldórsson eftir síðasta landsleikinn sinn í kvöld. Getty/Alex Grimm Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland. HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hannes kom inn í byrjunarliðið fyrir leikinn á móti Þýskalandi í kvöld eftir að hafa verið á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum í þessum glugga. „Ég bjóst við að spila fleiri leiki í þessum glugga en ég var klár í þennan slag og ég var mjög ánægður með að fá þennan leik,“ sagði Hannes Þór í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur á RÚV eftir leikinn. „Þetta var mjög tilfinningaþrunginn gluggi en við urðum að einbeita okkur að því sem við vorum komnir hingað til að gera. Það er að spila fótbolta og það eru fullt af ungum leikmönnum að koma inn og spennandi tímar fram undan,“ sagði Hannes. Hann tók af allan vafa um framhald sitt með landsliðinu. „Ég er búinn að spila með landsliðinu í tíu ár, nánast upp á dag. Ég er mjög stoltur af því og búinn að eiga ótrúlegar stundir í þessari landsliðstreyju. Þar liggja margar af mínum bestu minningum. Það er komið að kynslóðaskiptum og við eigum fullt af frábærum markvörðum. Mér finnst rétti tímapunkturinn fyrir mig að stíga til hliðar og leyfa þeim af taka við keflinu án þess að ég sé að anda ofan í hálsmálið á þeim,“ sagði Hannes og bætti við: „Ég var að spila minn síðasta landsleik hér í kvöld og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði Hannes. „Þetta er búið að vera að gerjast í svolítinn tíma og ég er mjög sáttur með allt sem við höfum gert og með þennan landsliðsferil minn. Ég er sáttur í eigin skinni og það er ekkert eftir. Ég hélt að þetta væri komið eftir Wembley en svo ákváðum við að taka slaginn í þessari keppni. Mér líður bara þannig núna að þetta sé komið gott. Ég held að ég verði að elta þá tilfinningu og finnst þetta rétt í stöðunni,“ sagði Hannes. Þetta var 77. landsleikur Hannesar og er hann sá markvörður sem hefur spilað flesta landsleiki fyrir Ísland.
HM 2022 í Katar Tímamót Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira