Fór sem skemmtikraftur en snýr aftur til að vinna titla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 14:01 Ronaldo kemur inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Manchester United. Alex Livesey/Getty Images Samfélagsmiðlateymi Manchester United hefur unnið yfirvinnu við að sýna öllum og ömmum þeirra að Cristiano Ronaldo sé mættur aftur á Old Trafford í Manchester. Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira
Það þarf vart að segja fótboltaunnendum að Ronaldo sé mættur aftur í raðir Manchester United. Portúgalinn hefur verið einn besti fótboltamaður heims undanfarin ár en margt hefur breyst frá því hann steig fyrst fram á sjónarsviðið haustið 2003. A simply mood @Cristiano #MUFC | #RonaldoReturns pic.twitter.com/o0ifX9vpI0— Manchester United (@ManUtd) September 9, 2021 Aðeins fjórum dögum eftir að hinn 18 ára gamli Ronaldo skrifaði undir hjá Manchester United var hann á bekknum gegn Bolton Wanderers. Hann var á þeim tíma dýrasti táningur í heimi og sýndi af hverju á þeim 30 mínútum sem hann spilaði þann daginn. Staðan var 1-0 Man Utd í vil en Bolton var að færa sig upp á skaftið og Sir Alex Ferguson ákvað því að setja Ronaldo inn á. Portúgalinn ungi setti einfaldlega upp sýningu það sem eftir lifði leiks. „Það var svo erfitt að halda í við hann. Ég var að horfa á fæturna á honum þegar ég hefði átt að vera horfa á boltann. Hann tók þessi skæri og var með allar þessar gabbhreyfingar. Thierry Henry og Ryan Giggs gerðu það sama en ekki á þessum hraða og ekki svona mikið af því. Þetta var endalaust,“ sagði Nicky Hunt, bakvörður Bolton þann daginn - þá 19 ára gamall. „Hann gat notað báða fætur, gat farið til hægri eða vinstri. Það var erfitt að horfa á hann, boltann og mína eigin fætur því maður var við það að detta. Ég spilaði gegn honum fimm eða sex sinnum og átti nokkur skelfileg eftirmiðdegi sem fóru í að reyna elta hann,“ bætti Hunt við. Leik Man Utd og Bolton haustið 2003 lauk með 4-0 sigri Ronaldo og félaga. Ronaldo í leiknum gegn Bolton.Neal Simpson/Getty Images Þegar Ronaldo kom fyrst fram á sjónvarsviðið var hann skemmtikraftur. Hann eyddi miklum tíma í að taka skæri og leika allskyns kúnstir með boltann. Þegar hann skoraði þá voru mörkin oftar en ekki glæsileg. Það hefur nú breyst en Ronaldo er ekki sami skemmtikrafturinn í dag og hefur í raun ekki verið síðan hann fór til Real Madríd. Hans aðalmarkmið er að skora mörk og vinna leiki, það er næg skemmtun fyrir áhorfendur. Hann snýr aftur á Old Trafford sem framherji skorar óstjórnlega mikið af mörkum. Hann snýr ekki aftur sem lunkni vængmaðurinn sem bakverðir hræddust að myndi niðurlægja þá. „Ég er ekki hér til þess að fara í frí. Ég er hér til að vinna aftur, ég og liðsfélagar mínir getum það. Ég er klár í slaginn og ég tel að þetta sé gott tækifæri fyrir mig, stuðningsfólkið og félagið að taka skref fram á við,“ sagði Ronaldo í viðtali við Wes Brown, fyrrum liðsfélaga sinn hjá Man Utd. Alls hefur Ronaldo skorað 674 mörk fyrir Sporting, Manchester United, Real Madríd og Juventus. Það er spurning hvort mörkin verði orðin 675 eftir leik Man Utd og Newcastle United um helgina. Klippa: Ronaldo er klár í slaginn
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Sjá meira