Ronaldo „busaður“ kvöldið fyrir fyrsta leikinn með Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 11:00 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Manchester United á móti Newcastle United um helgina. AP/Rui Vieira Það þarf ekki að kynna neinn fyrir Cristiano Ronaldo en hann þurfti þó að kynna sjálfan sig fyrir nýju liðsfélögunum í Manchester United. Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo. Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira
Ronaldo snéri aftur á Old Trafford um helgina og skoraði tvívegis í sínum fyrsta leik með United liðinu síðan 2009. Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, henti honum beint inn í byrjunarliðið og portúgalska goðsögnin launaði honum með tveimur mörkum. Solskjær var kátur eftir leik og sagði frá því að Ronaldo var í raun „busaður“ af nýju liðsfélögunum sínum kvöldið fyrir fyrsta leikinn með United. Ole Gunnar Solskjaer reveals what Cristiano Ronaldo said during Man Utd initiationhttps://t.co/woOu0AD0ys pic.twitter.com/ySRPKx6paU— Mirror Football (@MirrorFootball) September 11, 2021 Liðsfélagar létu Ronaldo nefnilega standa upp fyrir framan allt liðið og kynna sig fyrir öllum hópnum sem er náttúrulega mjög fyndið enda þarna á ferðinni einn frægasti íþróttamaður heims. „Allir sem koma inn í liðið okkar þurfa að standa upp, kynna sig og segja frá sjálfum sér. Það þekktu kannski ekki allir nafnið hans en þeir gera það örugglega núna,“ sagði Ole Gunnar mjög léttur eftir Newcastle leikinn. ESPN segir frá. „Hann sagðist heita Cristiano og þar með er það upptalið sem ég er tilbúinn að gefa upp af ræðunni hans,“ sagði Solskjær. „Andrúmsloftið í kringum félagið hefur verið rafmagnað og stuðningsmennirnir hafa notið síðustu tíu daga. Það voru miklar væntingar gerðar til liðsins í dag og hann olli ekki vonbrigðum,“ sagði Solskjær. „Cristiano lyftir öllum upp. Hann fær alla til að einbeita sér og setur kröfur á sjálfan sig sem síðan setur pressu á liðsfélaga hans og okkur sem stjórna. Það er þessa vegna sem hann hefur afrekað svona mikið á sínum ferli,“ sagði Solskjær. He s too old.""The Premier League is too fast.""He's not what Man United need. Never write off Ronaldo pic.twitter.com/tYejE1DglK— ESPN FC (@ESPNFC) September 11, 2021 „Hann hefur vissulega þróast sem leikmaður og er allt annar leikmaður en þegar hann var hér síðast. Hann er samt miskunnarlaus og magnaður markaskorari. Hann er mun betri fótboltamaður en þegar hann var hér. Hann þefar uppi stóru stundirnar í leikjum og veit hvenær á að mæta í vítateiginn. Mér fannst hann spila mjög þroskaðan leik,“ sagði Solskjær. „Ronaldo viðurkenndi í viðtölum að hann hafi verið stressaður fyrir leikinn. Þetta var ótrúlegt. Ég var svo stressaður í byrjun leiks. Ég bjóst ekki við að þeir myndu syngja nafnið mitt allan tímann. Það sást kannski ekki að ég var stressaður en ég sver að svo var raunin. Þetta voru ótrúlegar móttökur en ég er mættur hingað til að vinna leiki og hjálpa liðinu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Þetta var lygileg stund. Ég vildi spila vel og sýna að ég gæti hjálpað liðinu. Þessi klúbbur er magnaður og ég er svo stoltur. Ég ætla að gera allt til að gera alla stolta af mér,“ sagði Ronaldo.
Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Sjá meira