Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2021 11:37 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og þingmaður. Vísir/Stöð 2 Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár. Umræða skapaðist um húsnæðismál Ingu eftir að hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Gagnrýnisraddir voru þá uppi vegna þess að hún leigði íbúð af Brynju, leigufélagi Öryrkjabandalags Íslands, þrátt fyrir að vera vel yfir tekjuviðmiðum til að eiga rétt á slíkri íbúð. Langur biðlisti hefur verið eftir íbúðum Brynju um árabil. Inga sagðist þá ætla að halda áfram að leigja íbúðina en að hún hafi gert samkomulag um að greiða tvöfalda húsaleigu, alls 236 þúsund á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð. Stjórn Brynju, sem er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja, samþykkti að selja Ingu íbúðina í desember og var gengið frá kaupsamningnum í febrúar, að sögn Björns Arnars Magnússonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins. Kaupverðið var 58 milljónir króna. Íbúðin er 120 fermetrar og fylgir henni 28 fermetra bílskúr. Fasteignamat á íbúðinni var í kringum 54 milljónir króna í ár. Björn segir að fasteignasali hafi verið fenginn til þess að sjá um söluna og meta fasteignina. Leigufélagið hafi síðan rekið sig á að fasteignaverð hafi verið á þvílíkri siglingu. Ekki er algengt að leigufélagið selji íbúðir enda breytist hagur skjólstæðinga félagsins yfirleitt lítið. Björn áætlar að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin þrjú til fjögur ár, ef svo oft. Sjóðurinn sé þó nýbúinn að selja aðra eign á Akranesi. „Menn hafa alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vill kaupa. Þá er það bara verðmat fasteignasala sem liggur fyrir,“ segir hann. Íbúðir hafa þannig meðal annars verið seldar þegar leigjandi á erfitt með að flytja annað vegna fötlunar sinnar. Óhentug íbúð fyrir eignasafnið Hvað íbúð Ingu varðar segir Björn að hún hafi verið frekar óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé frekar stór. Um 70% af leigjendum félagsins vilji tveggja herbergja íbúð. „Stundum hafi gengið vel hjá okkur að koma þessum stærri íbúðum út en svo koma tímabil þar sem við eigum í erfiðleikum með að leigja þessar íbúðir út af stærðinni. Auðvitað eru þetta dýrir íbúðir í leigu og rekstrarkostnaði,“ segir Björn. Brynja hætti að taka við nýjum umsóknum um íbúðir í október árið 2018 en þá voru 610 manns á biðlista. Björn segir að ekki hafi þótt verjandi að láta fólk bíða í fleiri ár eftir leiguíbúðum. Nú sé unnið að því að stytta biðlistann en engu að síður eru um 280 manns á honum ennþá. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til þess að kaupa íbúðir annars staðar, að sögn Björns. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju.Vísir/Stöð 2 Ómentanlegt fyrir Ingu Inga segir í samtali við Vísi að það hafi verið auðsótt við stjórn Brynju að fá íbúðina keypta þar sem félagið hugsi um hag fólksins sem býr hjá því. „Þau vita það að ég er lögblind og er mjög háð umhverfi mínu. Það tekur mig mjög langan tíma að aðlagast umhverfi mínu til að ég sé örugg með sjálfri mér,“ segir Inga sem hefur búið í íbúðinni í Grafarholti í um tíu ár. Hún segist alveg hafa getað keypt sér íbúð fyrir sextíu milljónir annars staðar en í blokkaríbúð í Grafarholti. „En fyrir mig er þetta alveg ómetanlegt,“ segir hún. Flokkur fólksins Félagsmál Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Umræða skapaðist um húsnæðismál Ingu eftir að hún tók sæti á Alþingi árið 2017. Gagnrýnisraddir voru þá uppi vegna þess að hún leigði íbúð af Brynju, leigufélagi Öryrkjabandalags Íslands, þrátt fyrir að vera vel yfir tekjuviðmiðum til að eiga rétt á slíkri íbúð. Langur biðlisti hefur verið eftir íbúðum Brynju um árabil. Inga sagðist þá ætla að halda áfram að leigja íbúðina en að hún hafi gert samkomulag um að greiða tvöfalda húsaleigu, alls 236 þúsund á mánuði fyrir fjögurra herbergja íbúð. Stjórn Brynju, sem er sjálfseignarstofnun sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja, samþykkti að selja Ingu íbúðina í desember og var gengið frá kaupsamningnum í febrúar, að sögn Björns Arnars Magnússonar, framkvæmdastjóra leigufélagsins. Kaupverðið var 58 milljónir króna. Íbúðin er 120 fermetrar og fylgir henni 28 fermetra bílskúr. Fasteignamat á íbúðinni var í kringum 54 milljónir króna í ár. Björn segir að fasteignasali hafi verið fenginn til þess að sjá um söluna og meta fasteignina. Leigufélagið hafi síðan rekið sig á að fasteignaverð hafi verið á þvílíkri siglingu. Ekki er algengt að leigufélagið selji íbúðir enda breytist hagur skjólstæðinga félagsins yfirleitt lítið. Björn áætlar að það hafi gerst tvisvar til þrisvar sinnum undanfarin þrjú til fjögur ár, ef svo oft. Sjóðurinn sé þó nýbúinn að selja aðra eign á Akranesi. „Menn hafa alltaf tekið jákvætt í það ef fólk vill kaupa. Þá er það bara verðmat fasteignasala sem liggur fyrir,“ segir hann. Íbúðir hafa þannig meðal annars verið seldar þegar leigjandi á erfitt með að flytja annað vegna fötlunar sinnar. Óhentug íbúð fyrir eignasafnið Hvað íbúð Ingu varðar segir Björn að hún hafi verið frekar óhentug í eignasafni Brynju þar sem hún sé frekar stór. Um 70% af leigjendum félagsins vilji tveggja herbergja íbúð. „Stundum hafi gengið vel hjá okkur að koma þessum stærri íbúðum út en svo koma tímabil þar sem við eigum í erfiðleikum með að leigja þessar íbúðir út af stærðinni. Auðvitað eru þetta dýrir íbúðir í leigu og rekstrarkostnaði,“ segir Björn. Brynja hætti að taka við nýjum umsóknum um íbúðir í október árið 2018 en þá voru 610 manns á biðlista. Björn segir að ekki hafi þótt verjandi að láta fólk bíða í fleiri ár eftir leiguíbúðum. Nú sé unnið að því að stytta biðlistann en engu að síður eru um 280 manns á honum ennþá. Hagnaður Brynju af sölu íbúðarinnar til Ingu verður notaður til þess að kaupa íbúðir annars staðar, að sögn Björns. Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju.Vísir/Stöð 2 Ómentanlegt fyrir Ingu Inga segir í samtali við Vísi að það hafi verið auðsótt við stjórn Brynju að fá íbúðina keypta þar sem félagið hugsi um hag fólksins sem býr hjá því. „Þau vita það að ég er lögblind og er mjög háð umhverfi mínu. Það tekur mig mjög langan tíma að aðlagast umhverfi mínu til að ég sé örugg með sjálfri mér,“ segir Inga sem hefur búið í íbúðinni í Grafarholti í um tíu ár. Hún segist alveg hafa getað keypt sér íbúð fyrir sextíu milljónir annars staðar en í blokkaríbúð í Grafarholti. „En fyrir mig er þetta alveg ómetanlegt,“ segir hún.
Flokkur fólksins Félagsmál Húsnæðismál Alþingi Leigumarkaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira