Oddvitaáskorunin: Ólst upp á diskó og nýbylgjutímanum Samúel Karl Ólason skrifar 15. september 2021 09:00 Logi á 1.maí. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Logi Einarsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég er Akureyringur og menntaður arkitekt frá Ósló. Fljótlega eftir nám stofnaði ég arkitektastofuna Kollgátu en er í ótímabundnu leyfi þaðan vegna þingstarfa. Þá var ég um nokkurra ára skeið bæjarfulltrúi á Akureyri. Á yngri árum starfaði ég m.a. sem verkamaður, sjómaður og dansari í hljómsveitinni Skriðjöklum. Ég hef verið tiltölulega stutt á Alþingi miðað við marga kollega mína en ég bauð mig fyrst fram 2016, og varð formaður Samfylkingarinnar á svipuðum tíma og hef gegnt þingmennsku og formannshlutverkinu síðan.“ „Það sem mér finnst heillandi við stjórnmálin er að þau eru lík hópíþróttum. Þú kemst lítið uppá eigin spýtur; þar gildir samvinna margra. Samfylkingin hefur marga frábæra leikmenn sem spila eftir sama leikkerfi; jafnaðarmannahugsjóninni. Þegar þingstörfin kalla ekki á viðveru mína í Reykjavík bý ég á Akureyri ásamt eiginkonu minni Arnbjörgu, dóttur minni Hrefnu og kettinum Pipar. Sonur minn er í háskólanámi í Þýskalandi og ég reyni að heimsækja hann þegar ég get. Helsta áhugamál mitt fyrir utan stjórnmál er myndlist og hönnun en ég hef líka mikinn áhuga á tónlist. Ég er KA maður, með taugar til Þórs og forfallinn stuðningsmaður West Ham." Klippa: Oddvitaáskorun - Logi Einarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Seyðisfjörður er magnaður staður, skapar ekki ólík hughrif og félagsheimilið í Með allt á hreinu: Bærinn virkar lítil ofan af heiðinni en risastór þegar maður er kominn inn í bæinn. Þar er t.d einskonar torg í miðjum bænum við enda aðalgötunnar, sem afmarkast af innkeyrsluna í bæinn og veitingastaðnum Öldunni. Þrátt fyrir að vera einfalt og lítið hannað, hefur það allt sem prýðir góð torg. Mér finnst það flottasta torg landsins með sams konar töfra og mörg suður–evrópsk torg. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég er ekki hrifinn af Bragðaref en fengi mér frekar dollu af vanilluís með lakkrískurli. Uppáhalds bók? Kristnihald undir jökli í augnablikinu Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Boogie Windeland - Earth Wind and Fire. Frábærir hljóðfæraleikara með rætur í djassi. Ég ólst upp á diskó og nýbylgjutímanum og auðvitað lét maður ekki annað spyrjast um sig en að maður hlustaði á óheflaða nýbylgjutónlist en svo laumaðist ég til að hlusta á hitt í einrúmi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég hef vinnu minnar vegna þurft að dvelja mikið í Reykjavík og hef dáðst af þeim ótrúlega jákvæðum breytingum sem þar hafa verið síðustu ár. Áformin eru ekki síður metnaðarfull. Borgarlína, metnaðarfullt borgarlandslag með góðum almenningsrýmum gerir hana því að fýsilegum kosti til búsetu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Fór í oft langa göngutúra og hlustaði mikið á hlaðvörp en vissulega lagðist ég í hámhorf þess á milli. Hvað tekur þú í bekk? Talsvert meira en Trump, mikið minna en Schwarzenegger. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Það er bæði skynsamlegra auk þess að þú vilt ekki að tannkremsbragð smitist yfir í kaffið og ristaða brauðsneið með smjöri, osti og appelsínumarmelaði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég er menntaður arkitekt og veit fátt skemmtilegra en starfa við það. Margir færustu arkitektar eiga sitt blómaskeið býsna gamlir ég vona að ég geti tekið upp þráðinn aftur þar seinna á ævinni starfað við það langt fram á gamalsár. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ætli ég mundi ekki biðla til hans að gera að minnsta kosti eitt góðverk um ævina; gefa frá sér völd og beita sér fyrir lýðræði þannig að hann drepi ekki fleiri samlanda sína beint og óbeint. Uppáhalds tónlistarmaður? Fjölmargir koma upp í hugann en þrír hafa fylgt mér í marga áratugi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Lou Reed, Neil Young og Elvis Costello. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað þarf marga súrelista til að skipta um ljósaperu? Fiskur! Ein sterkasta minningin úr æsku? Björt sumarkvöld við fótboltaiðkun og aðra leiki með vinunum finnst mér einsog hafi einnkennt alla mína æsku. Ég man þó líka allt of vel þegar Arna yngri systir mín ældi í miðstöðina á glænýjum Skoda sem foreldrar mínir voru nýbúin að kaupa. Við vorum nefnilega rækilega minnt á það atbur í fjögur ár, hvert skipti sem bíllinn var ræstur og hækka þurfti í miðstöðinni. Skodinn var þó sem betur fer seldur á endanum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þegar ég stundaði háskólanám í Osló, varð ég smátt og smátt ástfanginn af Gro Harlem Brundtland, a.m.k. pólitískt. Ég nefni hana þótt ég hafi líka hrifist af mörgum öðrum Norrænum leiðtogum jafnaðarmanna, nú síðast Sanna Marin forsætisráðherra Finna. Besta íslenska Eurovision-lagið? Besta og besta? Auðvitað verð ég að Gleðibanka Magga Eiríks. Þar hófst vegferðinn og væntingarnar spenntar í botn. En ég hef líka alltaf verið vandræðalega veikur fyrir Birtu Einars Bárðar. Höfundarnir eru tveir slagarakóngar sem kunna svo sannarlega að leika sér með sálarlíf hlustenda. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll frí með konunni og börnunum eru góð frí en ferðalög okkar um grísku eyjarnar koma samt strax upp í hugann. Uppáhalds þynnkumatur? Á unglingsárum var það örugglega hamborgari en í seinni tíð hefur manni lærst að vatn er ágætt. Í dag mundi ég líklega velja Næturverð jómfrúarinnar á samnefndum stað, ef mikið lægi við. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég þori varla að viðurkenna það en ég hef aldrei farið! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þeir eru fyndnir og líklega bara það sem ég horfi á í það og það skiptið. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þau eru fjölmörg en ég var nokkuð fjörugur unglingur. Á sumrin vann ég við gatnagerð hjá Akureyrarbæ og einn föstudagsmorgunin vorum við að skipta um jarðveg í götu og endurnýja lagnir. Við eitt húsið bjó virðuleg kona sem hafði eitthvað verið að finna að verklagi okkar unglinganna, þannig að ég og félagi minn ákvaðum að hrekkja hana svolítið. Við hringdum dyrabjöllunni hjá henni, síðar um daginn vopnaðir málmleitartæki, heyrnartólum og gulum og rauðum borðum sem hafðar eru ofan við háspennulagnir. Við sögðum að það væru ákveðnar vísbendingar um að það væri biluð háspennulögn einmitt undir húsinnu hennar. Hún hleypti okkur með semingi inn; við létumst hlusta með tækinu og þóttumst merkja bilaðan streng undir endilangri stofunni. Við þyrftum að merkja staðsetninguna og svo kæmu menn og söguðu saga rás í gólfið eftir helgi. Við ýttum húsgögnumum til hliðar og strengdum svo gulan borðann frá horni til horns í stofunni. Konan var hálf miður sín; sagðist vera að fá gesti um helgina en við sögðum að hún yrði bara að taka á móti þeim í eldhúsinu. Hún sætti sig með semingi við það og með það fórum við. Auðvitað staðráðnir í því að láta konuna vita að klukkustund síðar að þetta hafi verið hrekkur. En líklega hefur spenningur fyrir komandi helgi gert það að verkum að það fórst fyrir. Það var svo um hádegi á mánudag að yfirverkstjórinn kom brunandi inn götuna á gulum jebba, snarhemlaði og skipaði okkur upp í bílinn undir eins! Blessaðri konunni var farið að lengja eftir mönnunum sem áttu að saga gólfið og hringdi í hann. Hann sendi okkur rakleiðis til að biðja konuna afsökunar og laga til eftir okkur. Það voru býsna lágt á okkur risið þegar við bönkuðum upp á og bjuggumst að sjálfsögðu við hinu versta. En þvert á hrakspár okkar var konan hin yndislegasta og virkilega glöð yfir því að þetta væri allt tóm vitleysa. Mig minnir að hún hafi gefið okkur mjólk og nýbakaðar kleinur þegar við vorum búnir að laga til í stofunni. Og Marri verkstjóri, sem var mikill ljúflingur, fylgdist með málalyktum; húðskammaði okkur aftur hló svo að vitleysunni í okkur. Rómantískasta uppátækið? Ætli það hafi ekki bara verið á þriðja degi í 24 ára sambandi okkar Öbbu. Við höfðum kynnst á kaffi Karólínu á föstudagskvöldi og eytt stórum hluta helgarinnar saman. Á sunnudegi þegar hún þurfti að fljúga suður í skólann ákvað ég að skutlqa henni á völlinn á eldrauðum Saab 96. Þegar ég renndi upp að innganginum snérist mér hugur, reykspólaði út af af planinu og skutlaði henni til Reykjavíkur. Síðan höfum við verið saman. Mér fannst ég a.m.k. svolítill kavalér þá. Og nefni ég kannski líka þegar ég 15 árum seinna gaf henni harmónikku í jólagjöf. Það fannst mér svakalega rómantískt og henni líka - held ég. Oddvitaáskorunin Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Logi Einarsson leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég er Akureyringur og menntaður arkitekt frá Ósló. Fljótlega eftir nám stofnaði ég arkitektastofuna Kollgátu en er í ótímabundnu leyfi þaðan vegna þingstarfa. Þá var ég um nokkurra ára skeið bæjarfulltrúi á Akureyri. Á yngri árum starfaði ég m.a. sem verkamaður, sjómaður og dansari í hljómsveitinni Skriðjöklum. Ég hef verið tiltölulega stutt á Alþingi miðað við marga kollega mína en ég bauð mig fyrst fram 2016, og varð formaður Samfylkingarinnar á svipuðum tíma og hef gegnt þingmennsku og formannshlutverkinu síðan.“ „Það sem mér finnst heillandi við stjórnmálin er að þau eru lík hópíþróttum. Þú kemst lítið uppá eigin spýtur; þar gildir samvinna margra. Samfylkingin hefur marga frábæra leikmenn sem spila eftir sama leikkerfi; jafnaðarmannahugsjóninni. Þegar þingstörfin kalla ekki á viðveru mína í Reykjavík bý ég á Akureyri ásamt eiginkonu minni Arnbjörgu, dóttur minni Hrefnu og kettinum Pipar. Sonur minn er í háskólanámi í Þýskalandi og ég reyni að heimsækja hann þegar ég get. Helsta áhugamál mitt fyrir utan stjórnmál er myndlist og hönnun en ég hef líka mikinn áhuga á tónlist. Ég er KA maður, með taugar til Þórs og forfallinn stuðningsmaður West Ham." Klippa: Oddvitaáskorun - Logi Einarsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Seyðisfjörður er magnaður staður, skapar ekki ólík hughrif og félagsheimilið í Með allt á hreinu: Bærinn virkar lítil ofan af heiðinni en risastór þegar maður er kominn inn í bæinn. Þar er t.d einskonar torg í miðjum bænum við enda aðalgötunnar, sem afmarkast af innkeyrsluna í bæinn og veitingastaðnum Öldunni. Þrátt fyrir að vera einfalt og lítið hannað, hefur það allt sem prýðir góð torg. Mér finnst það flottasta torg landsins með sams konar töfra og mörg suður–evrópsk torg. Hvað færðu þér í bragðaref? Ég er ekki hrifinn af Bragðaref en fengi mér frekar dollu af vanilluís með lakkrískurli. Uppáhalds bók? Kristnihald undir jökli í augnablikinu Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Boogie Windeland - Earth Wind and Fire. Frábærir hljóðfæraleikara með rætur í djassi. Ég ólst upp á diskó og nýbylgjutímanum og auðvitað lét maður ekki annað spyrjast um sig en að maður hlustaði á óheflaða nýbylgjutónlist en svo laumaðist ég til að hlusta á hitt í einrúmi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Ég hef vinnu minnar vegna þurft að dvelja mikið í Reykjavík og hef dáðst af þeim ótrúlega jákvæðum breytingum sem þar hafa verið síðustu ár. Áformin eru ekki síður metnaðarfull. Borgarlína, metnaðarfullt borgarlandslag með góðum almenningsrýmum gerir hana því að fýsilegum kosti til búsetu. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Fór í oft langa göngutúra og hlustaði mikið á hlaðvörp en vissulega lagðist ég í hámhorf þess á milli. Hvað tekur þú í bekk? Talsvert meira en Trump, mikið minna en Schwarzenegger. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir. Það er bæði skynsamlegra auk þess að þú vilt ekki að tannkremsbragð smitist yfir í kaffið og ristaða brauðsneið með smjöri, osti og appelsínumarmelaði. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Ég er menntaður arkitekt og veit fátt skemmtilegra en starfa við það. Margir færustu arkitektar eiga sitt blómaskeið býsna gamlir ég vona að ég geti tekið upp þráðinn aftur þar seinna á ævinni starfað við það langt fram á gamalsár. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Ætli ég mundi ekki biðla til hans að gera að minnsta kosti eitt góðverk um ævina; gefa frá sér völd og beita sér fyrir lýðræði þannig að hann drepi ekki fleiri samlanda sína beint og óbeint. Uppáhalds tónlistarmaður? Fjölmargir koma upp í hugann en þrír hafa fylgt mér í marga áratugi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Lou Reed, Neil Young og Elvis Costello. Besti fimmaurabrandarinn? Hvað þarf marga súrelista til að skipta um ljósaperu? Fiskur! Ein sterkasta minningin úr æsku? Björt sumarkvöld við fótboltaiðkun og aðra leiki með vinunum finnst mér einsog hafi einnkennt alla mína æsku. Ég man þó líka allt of vel þegar Arna yngri systir mín ældi í miðstöðina á glænýjum Skoda sem foreldrar mínir voru nýbúin að kaupa. Við vorum nefnilega rækilega minnt á það atbur í fjögur ár, hvert skipti sem bíllinn var ræstur og hækka þurfti í miðstöðinni. Skodinn var þó sem betur fer seldur á endanum. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Þegar ég stundaði háskólanám í Osló, varð ég smátt og smátt ástfanginn af Gro Harlem Brundtland, a.m.k. pólitískt. Ég nefni hana þótt ég hafi líka hrifist af mörgum öðrum Norrænum leiðtogum jafnaðarmanna, nú síðast Sanna Marin forsætisráðherra Finna. Besta íslenska Eurovision-lagið? Besta og besta? Auðvitað verð ég að Gleðibanka Magga Eiríks. Þar hófst vegferðinn og væntingarnar spenntar í botn. En ég hef líka alltaf verið vandræðalega veikur fyrir Birtu Einars Bárðar. Höfundarnir eru tveir slagarakóngar sem kunna svo sannarlega að leika sér með sálarlíf hlustenda. Besta frí sem þú hefur farið í? Öll frí með konunni og börnunum eru góð frí en ferðalög okkar um grísku eyjarnar koma samt strax upp í hugann. Uppáhalds þynnkumatur? Á unglingsárum var það örugglega hamborgari en í seinni tíð hefur manni lærst að vatn er ágætt. Í dag mundi ég líklega velja Næturverð jómfrúarinnar á samnefndum stað, ef mikið lægi við. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Ég þori varla að viðurkenna það en ég hef aldrei farið! Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þeir eru fyndnir og líklega bara það sem ég horfi á í það og það skiptið. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þau eru fjölmörg en ég var nokkuð fjörugur unglingur. Á sumrin vann ég við gatnagerð hjá Akureyrarbæ og einn föstudagsmorgunin vorum við að skipta um jarðveg í götu og endurnýja lagnir. Við eitt húsið bjó virðuleg kona sem hafði eitthvað verið að finna að verklagi okkar unglinganna, þannig að ég og félagi minn ákvaðum að hrekkja hana svolítið. Við hringdum dyrabjöllunni hjá henni, síðar um daginn vopnaðir málmleitartæki, heyrnartólum og gulum og rauðum borðum sem hafðar eru ofan við háspennulagnir. Við sögðum að það væru ákveðnar vísbendingar um að það væri biluð háspennulögn einmitt undir húsinnu hennar. Hún hleypti okkur með semingi inn; við létumst hlusta með tækinu og þóttumst merkja bilaðan streng undir endilangri stofunni. Við þyrftum að merkja staðsetninguna og svo kæmu menn og söguðu saga rás í gólfið eftir helgi. Við ýttum húsgögnumum til hliðar og strengdum svo gulan borðann frá horni til horns í stofunni. Konan var hálf miður sín; sagðist vera að fá gesti um helgina en við sögðum að hún yrði bara að taka á móti þeim í eldhúsinu. Hún sætti sig með semingi við það og með það fórum við. Auðvitað staðráðnir í því að láta konuna vita að klukkustund síðar að þetta hafi verið hrekkur. En líklega hefur spenningur fyrir komandi helgi gert það að verkum að það fórst fyrir. Það var svo um hádegi á mánudag að yfirverkstjórinn kom brunandi inn götuna á gulum jebba, snarhemlaði og skipaði okkur upp í bílinn undir eins! Blessaðri konunni var farið að lengja eftir mönnunum sem áttu að saga gólfið og hringdi í hann. Hann sendi okkur rakleiðis til að biðja konuna afsökunar og laga til eftir okkur. Það voru býsna lágt á okkur risið þegar við bönkuðum upp á og bjuggumst að sjálfsögðu við hinu versta. En þvert á hrakspár okkar var konan hin yndislegasta og virkilega glöð yfir því að þetta væri allt tóm vitleysa. Mig minnir að hún hafi gefið okkur mjólk og nýbakaðar kleinur þegar við vorum búnir að laga til í stofunni. Og Marri verkstjóri, sem var mikill ljúflingur, fylgdist með málalyktum; húðskammaði okkur aftur hló svo að vitleysunni í okkur. Rómantískasta uppátækið? Ætli það hafi ekki bara verið á þriðja degi í 24 ára sambandi okkar Öbbu. Við höfðum kynnst á kaffi Karólínu á föstudagskvöldi og eytt stórum hluta helgarinnar saman. Á sunnudegi þegar hún þurfti að fljúga suður í skólann ákvað ég að skutlqa henni á völlinn á eldrauðum Saab 96. Þegar ég renndi upp að innganginum snérist mér hugur, reykspólaði út af af planinu og skutlaði henni til Reykjavíkur. Síðan höfum við verið saman. Mér fannst ég a.m.k. svolítill kavalér þá. Og nefni ég kannski líka þegar ég 15 árum seinna gaf henni harmónikku í jólagjöf. Það fannst mér svakalega rómantískt og henni líka - held ég.
Oddvitaáskorunin Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira