Það var ég eða hann segir lögreglumaður sem skaut kollega sinn eftir rifrildi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. september 2021 22:08 Myndin tengist fréttinni ekki beint. Steve Russell/Toronto Star - Getty Images) Réttarhöld eru hafin yfir kanadískum lögreglumanni sem var skotinn af öðrum lögreglumanni eftir rifrildi þeirra á milli úti á vettvangi. Lögreglumaðurinn sem var skotinn er ákærður fyrir mótþróa við handtöku, líkamsárás með vopni og árás á lögregluþjón. Sá sem skaut segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða. Atvikið átti sér stað í Ontario í Kanada árið 2018. Þar voru lögreglumennirnir Nathan Parker og Shane Donovan á vettvangi bílslyss þar sem verið var að endurskapa slysið í þágu rannsóknar á slysinu. Donovan var yfirmaður á vettvangi og skipaði hann Parker að koma í veg fyrir að vegfarendur gætu ekið á veginum þar sem lögregla var við störf. Eitthvað virðist það hafa farið öfugt ofan í Parker sem ætlaði sér að yfirgefa svæðið. Þegar Donovan bað hann um að vera áfram sagðist Parker þurfa að fara á klósettið. Það var þá sem hiti hljóp í leikinn. Donavan ræskti sig og minnti Parker á að hann væri yfirmaður á svæðinu. Samkvæmt frétt Guardian stuggaði Parker þá við Donovan. Tilkynnti Donovan þá Parker að hann væri handtekinn. „Já, þú vilt gera þetta svona“ Í réttarsalnum greindi Donovan frá því að á því augnabliki hafi hann fengið bylmingshögg frá Parker. Við það hafi Donovan ætlað að draga úr spennunni með því að draga sig í hlé en Parker hafi haldið áfram, meðal annars með því að grípa til lögreglukylfu sem hann var með á sér. Sagðist Donovan þá hafa óttast um líf sitt þannig að hann mundaði byssu sína. „Já, þú vilt gera þetta svona,“ er Parker þá hafa sagt er hann dró upp sína eigin byssu. „Ég vissi að ef hann mundi grípa til byssunnar myndi hann drepa mig. Það var ég eða hann,“ sagði Donovan sem alls hleypti af níu skotum. Alls hlaut Parker fjögur skotsár auk annarra sára. Saksóknarar kærði Donovan í fyrstu vegna málsins fyrir tilraun til morðs en ákærurnar voru látnar niður falla, og þess í stað var Parker ákærður fyrir sinn þátt í málinu. Kanada Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Atvikið átti sér stað í Ontario í Kanada árið 2018. Þar voru lögreglumennirnir Nathan Parker og Shane Donovan á vettvangi bílslyss þar sem verið var að endurskapa slysið í þágu rannsóknar á slysinu. Donovan var yfirmaður á vettvangi og skipaði hann Parker að koma í veg fyrir að vegfarendur gætu ekið á veginum þar sem lögregla var við störf. Eitthvað virðist það hafa farið öfugt ofan í Parker sem ætlaði sér að yfirgefa svæðið. Þegar Donovan bað hann um að vera áfram sagðist Parker þurfa að fara á klósettið. Það var þá sem hiti hljóp í leikinn. Donavan ræskti sig og minnti Parker á að hann væri yfirmaður á svæðinu. Samkvæmt frétt Guardian stuggaði Parker þá við Donovan. Tilkynnti Donovan þá Parker að hann væri handtekinn. „Já, þú vilt gera þetta svona“ Í réttarsalnum greindi Donovan frá því að á því augnabliki hafi hann fengið bylmingshögg frá Parker. Við það hafi Donovan ætlað að draga úr spennunni með því að draga sig í hlé en Parker hafi haldið áfram, meðal annars með því að grípa til lögreglukylfu sem hann var með á sér. Sagðist Donovan þá hafa óttast um líf sitt þannig að hann mundaði byssu sína. „Já, þú vilt gera þetta svona,“ er Parker þá hafa sagt er hann dró upp sína eigin byssu. „Ég vissi að ef hann mundi grípa til byssunnar myndi hann drepa mig. Það var ég eða hann,“ sagði Donovan sem alls hleypti af níu skotum. Alls hlaut Parker fjögur skotsár auk annarra sára. Saksóknarar kærði Donovan í fyrstu vegna málsins fyrir tilraun til morðs en ákærurnar voru látnar niður falla, og þess í stað var Parker ákærður fyrir sinn þátt í málinu.
Kanada Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira