Sebastian: Bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 20:33 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap fyrir KA, 25-28, í kvöld. Sigur KA-manna var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en HK-ingar skoruðu síðustu sex mörk leiksins. „Við vildum vinna en við gerum okkur grein fyrir því að flestir andstæðingarnir í þessari deild eru betri en við. Við þurfum að gera færri mistök ef við ætlum að eiga möguleika á stigum. Það var margt rosalega jákvætt og miklar framfarir frá síðasta leik á föstudaginn,“ sagði Sebastian og vísaði til tapsins fyrir Fram í Coca Cola bikarnum. „Það er eitthvað til að taka með sér inn í framhaldið, ekki það að ég hlakki brjálæðislega til að mæta Val í næsta leik. En það þarf víst að spila við þá líka,“ sagði Sebastian en HK sækir Íslandsmeistarana heim eftir viku. Þjálfarinn var nokkuð sáttur við varnarleik HK í kvöld. „Mér fannst við standa vörnina á löngum köflum vel. Við lokuðum á margt af því sem KA reyndi að gera en þeir eru bara með svo færa einstaklinga. Þeir fengu höndina oft upp sem var gott hjá okkur. Svo vorum við pínu óheppnir, skutum í stangirnar og slánna. Svo komu nokkrar ákvarðanir sem þarf að endurskoða. Það mun taka okkur smá tíma að ráða við að spila á þessum hraða.“ HK lenti mest níu mörkum undir en hætti ekki og lagaði stöðuna verulega undir lokin. „Af hverju eigum við að hætta? Það eru bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar,“ sagði Sebastian. Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki HK og varði 21 skot. „Hann byrjaði illa, Róbert [Örn Karlsson] fór að hita upp og þá hrökk hann í gang. Svo um leið og hann hætti að verja stóð hinn upp og þá fór hann aftur í gang. Það sýnir vilja til að vera inni á og ég er hrikalega ánægður með það,“ sagði Sebastian. HK átti ekki mikla möguleika í bikarleiknum gegn Fram en frammistaðan í kvöld var öllu betri. „Þá var eins og við værum í miðri loftárás í stríði, alveg í losti. En í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri en Fram þótt þeir hafi kannski slakað aðeins á. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu, verðuga fyrir Olís-deildina og það er hellingur sem við getum bætt okkur í. Þetta er eitthvað til að byggja á en jesús minn, ég ætla ekki að fara að halda eitthvað partí fyrir þetta. Það er brjáluð vinna framundan,“ sagði Sebastian að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
„Við vildum vinna en við gerum okkur grein fyrir því að flestir andstæðingarnir í þessari deild eru betri en við. Við þurfum að gera færri mistök ef við ætlum að eiga möguleika á stigum. Það var margt rosalega jákvætt og miklar framfarir frá síðasta leik á föstudaginn,“ sagði Sebastian og vísaði til tapsins fyrir Fram í Coca Cola bikarnum. „Það er eitthvað til að taka með sér inn í framhaldið, ekki það að ég hlakki brjálæðislega til að mæta Val í næsta leik. En það þarf víst að spila við þá líka,“ sagði Sebastian en HK sækir Íslandsmeistarana heim eftir viku. Þjálfarinn var nokkuð sáttur við varnarleik HK í kvöld. „Mér fannst við standa vörnina á löngum köflum vel. Við lokuðum á margt af því sem KA reyndi að gera en þeir eru bara með svo færa einstaklinga. Þeir fengu höndina oft upp sem var gott hjá okkur. Svo vorum við pínu óheppnir, skutum í stangirnar og slánna. Svo komu nokkrar ákvarðanir sem þarf að endurskoða. Það mun taka okkur smá tíma að ráða við að spila á þessum hraða.“ HK lenti mest níu mörkum undir en hætti ekki og lagaði stöðuna verulega undir lokin. „Af hverju eigum við að hætta? Það eru bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar,“ sagði Sebastian. Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki HK og varði 21 skot. „Hann byrjaði illa, Róbert [Örn Karlsson] fór að hita upp og þá hrökk hann í gang. Svo um leið og hann hætti að verja stóð hinn upp og þá fór hann aftur í gang. Það sýnir vilja til að vera inni á og ég er hrikalega ánægður með það,“ sagði Sebastian. HK átti ekki mikla möguleika í bikarleiknum gegn Fram en frammistaðan í kvöld var öllu betri. „Þá var eins og við værum í miðri loftárás í stríði, alveg í losti. En í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri en Fram þótt þeir hafi kannski slakað aðeins á. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu, verðuga fyrir Olís-deildina og það er hellingur sem við getum bætt okkur í. Þetta er eitthvað til að byggja á en jesús minn, ég ætla ekki að fara að halda eitthvað partí fyrir þetta. Það er brjáluð vinna framundan,“ sagði Sebastian að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Tiger Woods sleit hásin Golf Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Fleiri fréttir Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Sjá meira
Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30