Fyrsti læknirinn ákærður vegna þungunarrofs í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2021 22:45 Læknar hafa að mestu leyti farið eftir lögunum nýju og umdeildu í Texas. AP/LM Otero Búið er að kæra fyrsta lækninn fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas eftir að ný og ströng lög tóku gildi. Alan Braid, læknirinn sem um ræðir, sagði opinberlega frá því í síðustu viku að hann hefði framkvæmt aðgerð sem væri gegn lögunum. Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Braid skrifaði grein í Washington Post á laugardaginn þar sem hann sagðist hafa farið eftir skyldu sinni sem læknir og sagði konuna sem gekkst undir aðgerðina eiga rétt á henni. Hann sagðist meðvitaður um að ákvörðun hans gæti haft afleiðingar en sagði mikilvægt að reyna á lögmæti laganna, sem hann sagði fara gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögin eru gífurlega umdeild og fela í sér algjört bann við þungunarrofi eftir sex vikna meðgöngu. Á þeim tímapunkti eru margar konur ómeðvitaðar um að þær séu óléttar. Þá innihalda lögin engar undanþágur varðandi nauðganir eða sifjaspell. Þau tóku gildi þann 1. september en eru sérstaklega hönnuð til að komast hjá því að vera felld niður í dómstólum. Við hefðbundnar kringumstæður eru embættismenn sem framfylgja nýjum lögum kærðir til að reyna á lögmæti þeirra. Þessi lög eru skrifuð á þann veg að það er í raun enginn sérstakur sem framfylgir þeim og þar af leiðandi er enginn sem hægt er að kæra. Hver sem er getur kært á grundvelli laganna. Hver sem er geti kært lækni fyrir að framkvæma þungunarrof, eða aðra fyrir að koma að þungunarrofi. Jafnvel þann sem keyrir viðkomandi konu til læknis eða greiðir fyrir aðgerðina. Sá sem kærir getur fengið tíu þúsund dala verðlaun frá yfirvöldum í Texas. Sjá einnig: Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur einnig höfðað mál gegn Texas vegna laganna og það mál verður tekið fyrir þann 20. október. Maðurinn sem kærði Braid heitir Oscar Stilley. Hann er fyrrverandi lögmaður sem býr í Arkansas og var dæmdur fyrir skattsvik árið 2010. Samkvæmt frétt Washington Post er hann að afplána fimmtán ára fangelsis dóm sinn í stofufangelsi. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki mótfallinn þungunarrofi en hann vildi fá tíu þúsund dali. „Ef Texas-ríki ákveður að gefa tíu þúsund dala verðlaunafé, af hverju ætti ég ekki að fá það,“ sagði hann. Stjórnarskrárbundinn réttur frá 1973 Réttur til þungunarrofs var tryggður í stjórnarskrá Bandaríkjanna með úrskurði hæstaréttar í máli sem kallast Roe v. Wade árið 1973. Samkvæmt þeim úrskurði má framkvæma þungunarrof innan 24 vikna á meðgöngu. Íhaldsmenn víða um Bandaríkin hafa þó um árabil barist gegn því og hert að læknum og samtökum sem framkvæma þungunarrof eða koma að þeim með öðrum hætti. Meðal annars með mjög takmarkandi reglugerðum varðandi læknastofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Sjá einnig: Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Í frétt AP fréttaveitunnar kemur fram að líklega muni málið gegn Braid verða notað til að kanna lögmæti laganna. Læknirinn muni geta notað það sem vörn að lögin fari gegn stjórnarskránni og þá sé það dómstólsins að ákveða hvort það sé rétt eða ekki.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira