Pólitískar jólagjafir í atkvæðaskyni hafa tíðkast lengi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2021 09:03 Eiríkur Bergmann tekur skýrt fram að hann sé ekki að vísa til neinnar tiltekinnar embættisfærslu ráðamanna en það sé þekkt, og hefur í raun tíðkast í áratugi, að fjárveitingahafi deili út opinberu fé til þess að hafa áhrif á kosningar. vísir/vilhelm Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir það hafa verið landlægt að útgjöld ríkisstjórna aukist á kosningaári. „Þetta er auðvitað misjafnt eftir ráðherrum. En útdeiling sleikibrjóstsykurs hefur tíðkast nær alla þá tíð sem opinber fjárveiting hefur verið til.“ Eiríkur vill taka skýrt fram að í þeim efnum er hann er ekki að vísa í neinar tilteknar athafnir eða aðgerðir í aðdraganda þessara kosninga. „En samt sem áður, þrátt fyrir að um alvanalega háttsemi sé að ræða, þá er það nú þó talin ein tegund spillingar, að fjárveitingahafi deili út opinberu fé til þess að hafa áhrif á kosningar.“ Skjáskot af vef stjórnarráðsins. Í þessum mánuði eru óteljandi tilkynningar; ráðherrar að skrifa undir samstarfssamninga og liðka til fyrir góðum málum.stjórnarráðið skjáskot Ráðherrar hafa verið áberandi á myndum að undanförnu þar sem þeir hafa verið, í nafni ríkisins, að gangast fyrir einhverju því sem fyrirfram má telja að séu þjóðþrifamál, í það minnsta eitthvað sem höfðar til tiltekins hóps kjósenda. Þannig getur reynst fróðlegt að fara inn á vef stjórnarráðsins og sjá tilkynningarnar þar um. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ekkert væri óeðlilegt þó ganga þyrfti frá málum sem hafa verið lengi í undirbúningi, að þetta væri orðið afturhlaðið. Eggjahljóð í frambjóðendum Í Pallborði Vísis í vikunni voru þingmenn sem nú eru að kveðja, Jón Þór Ólafsson Pírötum, Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki og Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum, sammála um að kjörtímabilið væri að einhverju leyti hálfgert ómark vegna Kórónuveirufaraldursins. Það hafi ekki reynt eins mikið á þær átakalínur sem öðrum kosti hefði mátt ætla að hefðu getað reynst stjórnarflokkunum erfiðar. En nú á lokametrunum hefur soðið uppúr milli stjórnarliða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við nýlegar friðlýsingar. Þetta hafi hann farið með án samráðs eða þinglegrar meðferðar. Dæmi um annað mál sem menn hafa viljað kenna við þetta tiltekna fyrirbæri, að ráðherrar fari um á lokametrum kjörtímabils og slái um sig, er fyrirhugaður styrkur til Þjóðhátíðar í Eyjum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá því í gær, eftir síðasta formlega fund sitjandi ríkisstjórnar, að það hafi verið rætt þar og talið vert að stuðla að því að hátíðir sem fella hefur þurft niður vegna sóttvarnaraðgerða bæri að styrkja. Þar er fyrst og síðast um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Athugasemdakerfið hefur logað vegna þessa og fullyrða ýmsir að þarna sé verið að kaupa atkvæði. „Það kann að vera, að fólk hafi ekki sama þol fyrir augljósum pólitískum jólagjöfum í atkvæðaskyni og áður. En ég hef að vísu engin gögn um það,“ segir Eiríkur spurður hvort greina megi viðhorfsbreytingu gagnvart þessu sem tíðkast hefur svo lengi. Eiríkur telur ekki ósennilegt að komin sé fram meðvitund um það í seinni tíð að slíkt sé ekki heppilegt. Hugtakið kosningafjárlög vel þekkt Þannig getur orðið erfitt að greina á milli stjórnmálamanns í embættiserindagjörðum og svo stjórnmálamanns í framboði. Þegar það er borið undir Eirík hvort í þessu megi ef til vill greina brotalamir í kerfinu, að löggjafarþingið sé fyrst og síðast hugsað sem staður þar sem góssinu er skipt, vill hann setja fyrirvara við slíka nálgun. „Það er yfirleitt ekki þingið sem stendur í þessu á lokametrum fyrir kosningar, heldur einstaka ráðherrar. Hugtakið kosningaársfjárlög er að vísu vel þekkt og þar stendur upp á þingið. En hins vegar er erfiðara fyrir ríkisstjórnir nú að deila út gæðunum í aðdraganda kosninga með nýjum hætti við gerð fjárlaga, með lengri tíma fjármálaáætluninni sem stuðst er við í seinni tíð.“ Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
„Þetta er auðvitað misjafnt eftir ráðherrum. En útdeiling sleikibrjóstsykurs hefur tíðkast nær alla þá tíð sem opinber fjárveiting hefur verið til.“ Eiríkur vill taka skýrt fram að í þeim efnum er hann er ekki að vísa í neinar tilteknar athafnir eða aðgerðir í aðdraganda þessara kosninga. „En samt sem áður, þrátt fyrir að um alvanalega háttsemi sé að ræða, þá er það nú þó talin ein tegund spillingar, að fjárveitingahafi deili út opinberu fé til þess að hafa áhrif á kosningar.“ Skjáskot af vef stjórnarráðsins. Í þessum mánuði eru óteljandi tilkynningar; ráðherrar að skrifa undir samstarfssamninga og liðka til fyrir góðum málum.stjórnarráðið skjáskot Ráðherrar hafa verið áberandi á myndum að undanförnu þar sem þeir hafa verið, í nafni ríkisins, að gangast fyrir einhverju því sem fyrirfram má telja að séu þjóðþrifamál, í það minnsta eitthvað sem höfðar til tiltekins hóps kjósenda. Þannig getur reynst fróðlegt að fara inn á vef stjórnarráðsins og sjá tilkynningarnar þar um. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ekkert væri óeðlilegt þó ganga þyrfti frá málum sem hafa verið lengi í undirbúningi, að þetta væri orðið afturhlaðið. Eggjahljóð í frambjóðendum Í Pallborði Vísis í vikunni voru þingmenn sem nú eru að kveðja, Jón Þór Ólafsson Pírötum, Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki og Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum, sammála um að kjörtímabilið væri að einhverju leyti hálfgert ómark vegna Kórónuveirufaraldursins. Það hafi ekki reynt eins mikið á þær átakalínur sem öðrum kosti hefði mátt ætla að hefðu getað reynst stjórnarflokkunum erfiðar. En nú á lokametrunum hefur soðið uppúr milli stjórnarliða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við nýlegar friðlýsingar. Þetta hafi hann farið með án samráðs eða þinglegrar meðferðar. Dæmi um annað mál sem menn hafa viljað kenna við þetta tiltekna fyrirbæri, að ráðherrar fari um á lokametrum kjörtímabils og slái um sig, er fyrirhugaður styrkur til Þjóðhátíðar í Eyjum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá því í gær, eftir síðasta formlega fund sitjandi ríkisstjórnar, að það hafi verið rætt þar og talið vert að stuðla að því að hátíðir sem fella hefur þurft niður vegna sóttvarnaraðgerða bæri að styrkja. Þar er fyrst og síðast um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Athugasemdakerfið hefur logað vegna þessa og fullyrða ýmsir að þarna sé verið að kaupa atkvæði. „Það kann að vera, að fólk hafi ekki sama þol fyrir augljósum pólitískum jólagjöfum í atkvæðaskyni og áður. En ég hef að vísu engin gögn um það,“ segir Eiríkur spurður hvort greina megi viðhorfsbreytingu gagnvart þessu sem tíðkast hefur svo lengi. Eiríkur telur ekki ósennilegt að komin sé fram meðvitund um það í seinni tíð að slíkt sé ekki heppilegt. Hugtakið kosningafjárlög vel þekkt Þannig getur orðið erfitt að greina á milli stjórnmálamanns í embættiserindagjörðum og svo stjórnmálamanns í framboði. Þegar það er borið undir Eirík hvort í þessu megi ef til vill greina brotalamir í kerfinu, að löggjafarþingið sé fyrst og síðast hugsað sem staður þar sem góssinu er skipt, vill hann setja fyrirvara við slíka nálgun. „Það er yfirleitt ekki þingið sem stendur í þessu á lokametrum fyrir kosningar, heldur einstaka ráðherrar. Hugtakið kosningaársfjárlög er að vísu vel þekkt og þar stendur upp á þingið. En hins vegar er erfiðara fyrir ríkisstjórnir nú að deila út gæðunum í aðdraganda kosninga með nýjum hætti við gerð fjárlaga, með lengri tíma fjármálaáætluninni sem stuðst er við í seinni tíð.“
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira