Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 26-26 | Jafnt í hörkuleik í Mosfellsbæ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. september 2021 21:30 Haukar náðu í stig í Mosfellsbæ með jöfnunarmarki undir lok leiks. Vísir/Hulda Margrét Afturelding og Haukar gerðu jafntefli í 2. umferð Olís-deildar karla í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 26-26. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og minnti þetta nánast á borðtennisleik. Eftir um stundarfjórðung fóru Haukar farnir að gefa í og koma sér þremur mörkum yfir, 5-8. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum setur Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, hendina í andlitið á Ólaf Ægi og lá Ólafur eftir. Dómararnir kíktu í VAR- skjáinn og komust að þeirri niðurstöðu að gefa Bergvin beint rautt spjald. Rauða spjaldið virtist slökkva á leikmönnum Hauka. Þeir hleyptu Aftureldingu inn í leikinn og virtust ekki sjá til sólar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Á hinn boginn tóku leikmenn Aftureldingar við sér og voru einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14-13. Haukastrákarnir í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir gegn „sínu“ liði og varði Andri Sigmarsson tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og Kristófer Máni skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins. Haukar náðu að klóra í bakkann og var staðan 21-21 þegar rúmlega stundarfjóðungur var eftir af leiknum. Leikmenn Aftureldingar voru fljótir að bregðast við og koma sér í tveggja marka forystu. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var Afturelding einu marki yfir 26-25. Adam Haukur Baumruk tekur eina heiðarlega neglu og jafnar metin. Gunnar Magnússon tekur þá leikhlé og stillir upp lokasókninni. Það gekk hinsvegar ekki og lokatölur því 26-26. Af hverju varð jafntefli? Tvö gríðarlega sterk lið að mætast. Það er alltaf spennandi þegar þessi lið mætast og ennþá meira spennandi þegar það eru svona margir á láni frá Haukum í Aftureldingu. Þetta var ekki fallegasti handboltaleikurinn og mikið af klaufalegum mistökum hjá báðum liðum en varnarleikur og sóknarleikur beggja liða var sterkur og það gerði það að verkum að jafntefli varð niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Hjá liði Aftureldingar var það Birkir Benediktsson sem var atkvæðamestur með 5 mörk. Árni Bragi Eyjólfsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru með 4 mörk hvor. Hjá Haukum var það Stefan Rafn Sigurmannsson sem var atkvæðamestur með 8 mörk. Adam Haukur Bamrauk var með 6 mörk. Hvað gekk illa? Það komu kaflar í þessum leik þar sem þetta minnti á fínasta bumbubolta. Liðin að kasta útaf, missa boltann frá sér og vantaði upp á samskipti og aga í leiknum. Hvað gerist næst? Afturelding mætir Val í Coca-Cola bikarnum næstkomandi föstudag. Haukar eiga leik á móti Selfossi 5. október. Það er gott að jafna, miðað við hvernig þetta var orðið undir lokin Aron Kristjánsson, þjálfari HaukaVísir: Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með að ná stigi á móti Aftureldingu er liðin mættust í 2. umferð Olís deildar karla í kvöld. „Það er gott að jafna, miðað við hvernig þetta var orðið undir lokin. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða. Mér fannst við byrja leikinn þokkalega, við náum ágætis forskoti en svo missum við dampinn sóknarlega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik það sama gerast, við misnotum of mörg ákjósanleg færi sem gerir það að verkum að Afturelding fær frumkvæðið í lokin. Við gerðum vel að koma til baka og jafna.“ Haukar voru þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum en eftir rauða spjaldið sem Afturelding fékk virtust þeir missa dampinn. „Mér fannst við missa taktinn sóknarlega í fyrri hálfleik eftir sirka tíu mínútur, korter. Þá spiluðum við utanlega og náðum ekki að slíta þá nægilega í sundur. Sóknarlega vorum við ekki nægilega öflugir og þá erum við að fá of mikið af mörkum í bakið. Það kom þeim aftur inn í leikinn. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur.“ Næsti leikur er á móti Selfoss og vill Aron að strákarnir spili góðan leik. „Við þurfum að spila góðan leik. Ég veit ekki hvað Selfoss endirheimtir mikið af mönnum fyrir næsta leik. Það verður bara hörkuleikur,“ sagði Aron að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Haukar Tengdar fréttir Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli. 24. september 2021 21:45
Afturelding og Haukar gerðu jafntefli í 2. umferð Olís-deildar karla í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 26-26. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur leiksins og minnti þetta nánast á borðtennisleik. Eftir um stundarfjórðung fóru Haukar farnir að gefa í og koma sér þremur mörkum yfir, 5-8. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum setur Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, hendina í andlitið á Ólaf Ægi og lá Ólafur eftir. Dómararnir kíktu í VAR- skjáinn og komust að þeirri niðurstöðu að gefa Bergvin beint rautt spjald. Rauða spjaldið virtist slökkva á leikmönnum Hauka. Þeir hleyptu Aftureldingu inn í leikinn og virtust ekki sjá til sólar það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Á hinn boginn tóku leikmenn Aftureldingar við sér og voru einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks, staðan 14-13. Haukastrákarnir í Aftureldingu gerðu sér lítið fyrir gegn „sínu“ liði og varði Andri Sigmarsson tvö mörk í byrjun seinni hálfleiks og Kristófer Máni skoraði fyrsta mark seinni hálfleiksins. Haukar náðu að klóra í bakkann og var staðan 21-21 þegar rúmlega stundarfjóðungur var eftir af leiknum. Leikmenn Aftureldingar voru fljótir að bregðast við og koma sér í tveggja marka forystu. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var Afturelding einu marki yfir 26-25. Adam Haukur Baumruk tekur eina heiðarlega neglu og jafnar metin. Gunnar Magnússon tekur þá leikhlé og stillir upp lokasókninni. Það gekk hinsvegar ekki og lokatölur því 26-26. Af hverju varð jafntefli? Tvö gríðarlega sterk lið að mætast. Það er alltaf spennandi þegar þessi lið mætast og ennþá meira spennandi þegar það eru svona margir á láni frá Haukum í Aftureldingu. Þetta var ekki fallegasti handboltaleikurinn og mikið af klaufalegum mistökum hjá báðum liðum en varnarleikur og sóknarleikur beggja liða var sterkur og það gerði það að verkum að jafntefli varð niðurstaða. Hverjir stóðu upp úr? Hjá liði Aftureldingar var það Birkir Benediktsson sem var atkvæðamestur með 5 mörk. Árni Bragi Eyjólfsson og Guðmundur Bragi Ástþórsson voru með 4 mörk hvor. Hjá Haukum var það Stefan Rafn Sigurmannsson sem var atkvæðamestur með 8 mörk. Adam Haukur Bamrauk var með 6 mörk. Hvað gekk illa? Það komu kaflar í þessum leik þar sem þetta minnti á fínasta bumbubolta. Liðin að kasta útaf, missa boltann frá sér og vantaði upp á samskipti og aga í leiknum. Hvað gerist næst? Afturelding mætir Val í Coca-Cola bikarnum næstkomandi föstudag. Haukar eiga leik á móti Selfossi 5. október. Það er gott að jafna, miðað við hvernig þetta var orðið undir lokin Aron Kristjánsson, þjálfari HaukaVísir: Hulda Margrét Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með að ná stigi á móti Aftureldingu er liðin mættust í 2. umferð Olís deildar karla í kvöld. „Það er gott að jafna, miðað við hvernig þetta var orðið undir lokin. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða. Mér fannst við byrja leikinn þokkalega, við náum ágætis forskoti en svo missum við dampinn sóknarlega í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik það sama gerast, við misnotum of mörg ákjósanleg færi sem gerir það að verkum að Afturelding fær frumkvæðið í lokin. Við gerðum vel að koma til baka og jafna.“ Haukar voru þremur mörkum yfir þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum en eftir rauða spjaldið sem Afturelding fékk virtust þeir missa dampinn. „Mér fannst við missa taktinn sóknarlega í fyrri hálfleik eftir sirka tíu mínútur, korter. Þá spiluðum við utanlega og náðum ekki að slíta þá nægilega í sundur. Sóknarlega vorum við ekki nægilega öflugir og þá erum við að fá of mikið af mörkum í bakið. Það kom þeim aftur inn í leikinn. Það er eitthvað sem við þurfum að gera betur.“ Næsti leikur er á móti Selfoss og vill Aron að strákarnir spili góðan leik. „Við þurfum að spila góðan leik. Ég veit ekki hvað Selfoss endirheimtir mikið af mönnum fyrir næsta leik. Það verður bara hörkuleikur,“ sagði Aron að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Tengdar fréttir Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli. 24. september 2021 21:45
Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli. 24. september 2021 21:45
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti