Metfjöldi rostunga skráður á rússneska heimskautinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. september 2021 09:20 Frá rostunganýlendu á Svalbarða. Getty/Peter Orr. Rússneskir vísindamenn hafa skýrt frá metfjölda skráðra Atlantshafs-rostunga á Frans Jósefslandi, eyjaklasa austur af Svalbarða. Jafnframt segjast þeir hafa fundið stærstu einstöku rostunganýlendu í sögu heimskautsrannsókna á einni af eyjum rússneska eyjaklasans. Norski fréttamiðillinn The Barents Observer fjallar um málið og vitnar til fréttatilkynningar Þjóðgarðamiðstöðvar norðurslóða Rússlands, sem birt var fyrr í mánuðinum. Þar er greint frá leiðangri rússneskra náttúrufræðinga sem kominn væri aftur til Arkhangelsk úr norðuríshafinu eftir umhverfisvöktun annað árið í röð þar sem skráðar voru sjaldgæfar tegundir dýra, jurta og sveppa. Vísindamennirnir skoðuðu 34 eyjar á Frans Jósefslandi, Novaya Zemlya og Victoriu-eyju. Með gögnum úr myndavélum, sem komið hafði verið fyrir árið áður, uppgötvuðu þeir meðal annars nýjar fæðustöðvar rostunganna. Þá voru rostungar merktir og gervitunglasendum komið fyrir á sextán dýrum til að fylgjast með ferðum þeirra. Til að telja fjölda rostunga flugu vísindamennirnir drónum yfir stærstu rostunganýlendur eyjanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum skráðu þeir yfir sjö þúsund rostunga, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þá fundu þeir einnig stærsta einstaka búsvæði rostunga í sögu norðurheimskautsrannsókna, á nyrstu eyju Frans Jósefslands, Eva-Liv eyjunni. Frá vísindaleiðangri til Frans Jósefslands í fyrra. Skip frá rússneska norðurflotanum sigldi þá með leiðangursmenn.Mynd/Rússneski norðurflotinn. Sum svæðanna, sem rannsökuðu voru, eru þjóðgarðar í Rússlandi. Að sögn leiðangursstjórans, Svetlönu Artemyeva, er umráðasvæði þjóðgarðanna ákjósanlegt til að fylgjast með Atlantshafs-rostungnum, þar sem að minnsta kosti einn stór hópur tegundarinnar býr þar. Þá er eyjaklasinn sagður nokkuð þægilegur til að fylgjast með kópum þar sem vegalengdir eru litlar og mikill fjöldi rostungalátra. Rannsóknir benda til að sérstakur stofn rostunga hafi verið við Ísland við landnám, sem fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2018: Hér má sjá rostung á Hornafirði í vikunni: Rostungurinn Valli Norðurslóðir Rússland Dýr Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Norski fréttamiðillinn The Barents Observer fjallar um málið og vitnar til fréttatilkynningar Þjóðgarðamiðstöðvar norðurslóða Rússlands, sem birt var fyrr í mánuðinum. Þar er greint frá leiðangri rússneskra náttúrufræðinga sem kominn væri aftur til Arkhangelsk úr norðuríshafinu eftir umhverfisvöktun annað árið í röð þar sem skráðar voru sjaldgæfar tegundir dýra, jurta og sveppa. Vísindamennirnir skoðuðu 34 eyjar á Frans Jósefslandi, Novaya Zemlya og Victoriu-eyju. Með gögnum úr myndavélum, sem komið hafði verið fyrir árið áður, uppgötvuðu þeir meðal annars nýjar fæðustöðvar rostunganna. Þá voru rostungar merktir og gervitunglasendum komið fyrir á sextán dýrum til að fylgjast með ferðum þeirra. Til að telja fjölda rostunga flugu vísindamennirnir drónum yfir stærstu rostunganýlendur eyjanna. Samkvæmt bráðabirgðatölum skráðu þeir yfir sjö þúsund rostunga, tvöfalt fleiri en í fyrra. Þá fundu þeir einnig stærsta einstaka búsvæði rostunga í sögu norðurheimskautsrannsókna, á nyrstu eyju Frans Jósefslands, Eva-Liv eyjunni. Frá vísindaleiðangri til Frans Jósefslands í fyrra. Skip frá rússneska norðurflotanum sigldi þá með leiðangursmenn.Mynd/Rússneski norðurflotinn. Sum svæðanna, sem rannsökuðu voru, eru þjóðgarðar í Rússlandi. Að sögn leiðangursstjórans, Svetlönu Artemyeva, er umráðasvæði þjóðgarðanna ákjósanlegt til að fylgjast með Atlantshafs-rostungnum, þar sem að minnsta kosti einn stór hópur tegundarinnar býr þar. Þá er eyjaklasinn sagður nokkuð þægilegur til að fylgjast með kópum þar sem vegalengdir eru litlar og mikill fjöldi rostungalátra. Rannsóknir benda til að sérstakur stofn rostunga hafi verið við Ísland við landnám, sem fjallað var um í þessari frétt Stöðvar 2 árið 2018: Hér má sjá rostung á Hornafirði í vikunni:
Rostungurinn Valli Norðurslóðir Rússland Dýr Vísindi Umhverfismál Tengdar fréttir Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21 Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Rostungur sökkti gúmbát rússneska norðurflotans Sjóliðar rússneska norðurflotans og leiðangursmenn frá rússneska landfræðifélaginu voru hætt komnir þegar rostungur réðst á bát þeirra og sökkti þegar þeir reyndu landtöku á eyju í Norður-Íshafi. 29. september 2019 10:21
Sérstakur stofn rostunga hvarf við landnám Íslands Tímamótarannsókn bendir til að sérstakur stofn rostunga hafi verið á Íslandi sem hvergi finnst annars staðar í heiminum og að stofninn hafi horfið við landnám. 22. desember 2018 20:00