Sigmundur Davíð: „Ekki tilefni til að fara á taugum“ Þorgils Jónsson skrifar 26. september 2021 00:51 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er einn inni af frambjóðendum Miðflokksins eins og sakir standa. Þegar fyrstu tölur liggja fyrir í öllum kjördæmum stefnir í að Miðflokkurinn missi alla sína þingmenn fyrir utan formann sinn Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“ Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira
Í ávarpi sínu til stuðningsmanna fyrr í kvöld sagði Sigmundur að þó fyrstu tölur væru ekki góðar væri ekki tilefni til að fara á taugum. „Við höfum séð þetta allt áður. Fyrir síðustu kosningar upplifði maður allt þetta. Fyrstu tölur úr kjördæmum voru ekki heppilegar fyrir okkur og gáfu ekki góðar vísbendingar. Svo leið á nóttina og bættist jafnt og þétt við.“ Sigmundur sagði að frambjóðendur flokksins hefðu fengið góðar móttökur víða um land að undanförnu. „Ég hef engar efasemdir um að við munum bæta við okkur eftir því sem á líður. Við erum ekki að fara að vinna stórkostlegan kosningasigur, og gerðum ekki ráð fyrir því við þessar aðstæður. Það hentar okkur ekki þegar er ekki verið að ræða um pólitík. Það hentar öðrum betur.“ Fyrst og fremst væri Miðflokkurinn ekki flokkur sem léti undan í mótlæti enda væri það mikilvægasta í stjórnmálum þolgæði og þrautseigja. Fyrst og fremst, hvernig sem allt fer, erum við minnug þess að við erum flokkur sem lætur ekki undan mótlæti. Það mikilvægasta í pólitík er ekki lausnir og stefna heldur þolgæði og þrautseigja. „Eftir þessar kosningar munum við halda velli til þess að berjast áfram fyrir skynsemishyggju í pólitík og því sem við trúum á. Ég hef ekki hugmynd um hvernig ríkisstjórn verður mynduð, en hlutverk okkar, hvort sem við verðum í ríkisstjórn eða utan ríkisstjórnar, verður mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Oft var þörf fyrir róttæka skynsemishyggju í pólitík en nú er nauðsyn.“ Fyrr í kvöld talaði Snorri Másson fréttamaður við þingmennina Bergþór Ólason og Karl Gauta Hjaltason sem eru á útleið miðað við núverandi stöðu. Bergþór sagði að þetta væri ekki sú staða sem þau höfðu vonast eftir. Karl Gauti sagði sömuleiðis að þetta liti ekki vel út. „Fólk virðist ekki kunna að meta það að við höfum verið í stjórnarandstöðu, mjög öflugri, t.d. gegn orkupakka þrjú, hálendisþjóðgarði og fleiri málum. Fólk virðist ekki vera að þakka okkur fyrir það í þessum kosningum og það er miður.“ Er þetta vanþakklæti í kjósendum? „Þetta kemur upp úr kjörkössunum. Ég er að vina að þetta lagist þegar líður á nóttina. Vegna þess að ég tel það vera mjög nauðsynlegt að Miðflokkurinn sé á þingi og stundi þar sína öflugu andstöðu gegn stjórnvöldum eins og við höfum gert allt þetta kjörtímabil.“
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Sjá meira