Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 02:40 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“ Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“
Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira