„Við munum alltaf standa upp aftur“ Jakob Bjarnar skrifar 26. september 2021 16:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, á kjörstað. Hann leynir því ekki að niðurstaða kosninganna eru honum mikil vonbrigði. vísir/sigurjón Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir niðurstöðu kosninganna óvæntustu kosningaúrslit sem hann hefur upplifað. Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Sigmundur Davíð sagði í öllum viðtölum í nótt að hann vildi bíða og sjá hver niðurstaðan yrði, því alltaf hafi það verið svo að þeir flokkar sem hann hefur stýrt hafi sótt verulega í sig veðrið þegar á talningu hefur liðið. Nú liggur fyrir að Miðflokkurinn tapaði miklu fylgi og fjórum þingmönnum. „Ég sofnaði með tölvuna í fanginu í morgun en þegar ég vaknaði sá ég að óvæntustu kosningaúrslit sem ég hef upplifað innan lands eða utan hafa ekki breyst,“ segir Sigmundur Davíð í pistli sem hann var að birta á Facebook-síðu sinni. Sluppu ekki ósárir frá kosningunum Hann segir að kjósendur geti ekki haft rangt fyrir sér en úrslitin komi á óvart því hann hafi aldrei upplifað eins mikinn mun á stemmingu fyrir kosningar og svo niðurstöðum. „En stundum fæst ekkert við aðstæðurnar ráðið,"“ segir Sigmundur Davíð. „Stjórnmál eru ekki bara vinnan mín heldur líka áhugamál. Undanfarna mánuði hef ég fylgst með þróuninni í öðrum löndum og síðustu vikur hef ég óttast að það gæti farið eins hjá okkur og hollenska Lýðræðisflokknum sem var stofnaður sama ár og Miðflokkurinn og hefur svipaðar áherslur. Hann var sigurvegari sveitarstjórnakosninganna og fékk flesta fulltrúa kjörna rétt fyrir upphaf Covid og var með hátt í 20% stuðning í könnunum fram að því að faraldurinn hófst. Eftir það sáu þeir vart til sólar og enduðu með 5% fylgi. Í gær taldi ég víst að við slyppum við þau örlög en svo var ekki,“ segir Sigmundur Davíð nú. Niðurstaðan Sigmundi mikil vonbrigði Hann segir að niðurstaðan séu sér mikil vonbrigði vegna hinnar miklu vinnu sem vinir hans í flokksstarfinu inntu af hendi. „Ég varð líka fyrir vonbrigðum með að tveir traustir prinsippmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem hefðu haft góð og mikilvæg áhrif á Alþingi komust ekki inn.“ Sigmundur lýkur máli sínu með því að vitna í Roy Bennett, stjórnmálamann frá Zimbabwe (1957-2018): „En í stjórnmálum eins og lífinu er þetta ekki spurning um hversu oft þú ert sleginn niður heldur hversu oft þú getur staðið upp aftur,“ segir Sigmundur og klikkir út með loforði eða hótun, fer eftir því af hvaða hóli er horft: „Og við munum alltaf standa upp aftur.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40 Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Kynningin frekar en Klaustur sem kostaði Miðflokkinn Miðflokkurinn þarf að kanna hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í kynningarmálum sínum fyrir Alþingiskosningarnar, að mati Karls Gauta Hjaltasonar, eins þriggja fulltrúa hans sem náðu sæti á þingi. Hann telur ekki að Klaustursmálið hafi skemmt fyrir flokknum. 26. september 2021 14:40
Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Sitjandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hélt velli og bætti við sig þingmönnum í Alþingiskosningunum sem fór fram í gær. Framsókn bætti við sig fimm þingmönnum. Endanleg úrslit lágu fyrir rétt rúmlega klukkan níu í morgun. 26. september 2021 09:26