Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. september 2021 13:00 Hólmfríður Árnadóttir oddviti VG í Suðurkjördæmi segir traust sittt á talningu atkvæða rofið eftir atburði gærdagsins. Vísir Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í gær skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Umboðsmaður Vinstri grænna fór því í gær fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi í ljósi þess hversu fá atkvæði vantaði upp á að VG næði inn kjördæmakjörnum þingmanni en þá á kostnað Miðflokksins. Ef kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti út eftir endurtalningu yrði flokkurinn að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þó óljóst. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna segir að eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær hafi traust rofnað. „Tókum þá ákvörðun í gær eftir niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem munaði mjóu á mér og næsta fyrir ofan mig að fara fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi. Ég viðurkenni að niðurstaða endurtalningarinnar í gær voru vonbrigði og mér finnst þetta óljóst. Þetta er hvorki trúverðugt né traustvekjandi þannig að traust mitt á talningunni er rofið ég verð að viðurkenna það,“ segir Hólmfríður. Hún telur aðspurð jafnvel ástæðu til að endurtelja í öllum kjördæmum. „Það væri alveg eðlilegt að gera það. Það þarf líka að fá útskýringar á því hvers vegna ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstjórnin þar var búin að senda frá sér niðurstöðu og talningu var lokið,“ segir Hólmfríður. Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28 „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi í gær skilaði breyttri niðurstöðu sem olli því að fimm jöfnunarþingmenn duttu út af þingi og aðrir komu í þeirra stað. Umboðsmaður Vinstri grænna fór því í gær fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi í ljósi þess hversu fá atkvæði vantaði upp á að VG næði inn kjördæmakjörnum þingmanni en þá á kostnað Miðflokksins. Ef kjördæmakjörinn þingmaður Miðflokksins dytti út eftir endurtalningu yrði flokkurinn að fá annan þingmann inn sem jöfnunarmann. Í hvaða kjördæmi það yrði og á hvaða önnur jöfnunarsæti það hefði áhrif er þó óljóst. Hólmfríður Árnadóttir oddviti Vinstri grænna segir að eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi í gær hafi traust rofnað. „Tókum þá ákvörðun í gær eftir niðurstöðu endurtalningar í Norðvesturkjördæmi þar sem munaði mjóu á mér og næsta fyrir ofan mig að fara fram á endurtalningu í Suðurkjördæmi. Ég viðurkenni að niðurstaða endurtalningarinnar í gær voru vonbrigði og mér finnst þetta óljóst. Þetta er hvorki trúverðugt né traustvekjandi þannig að traust mitt á talningunni er rofið ég verð að viðurkenna það,“ segir Hólmfríður. Hún telur aðspurð jafnvel ástæðu til að endurtelja í öllum kjördæmum. „Það væri alveg eðlilegt að gera það. Það þarf líka að fá útskýringar á því hvers vegna ákveðið var að endurtelja í Norðvesturkjördæmi þegar kjörstjórnin þar var búin að senda frá sér niðurstöðu og talningu var lokið,“ segir Hólmfríður.
Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28 „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Fleiri vilja endurtalningu í Suðurkjördæmi Píratar í Suðurkjördæmi hafa nú tekið undir kröfu Vinstri grænna um að atkvæði í kjördæminu verði endurtalin en þar munar sjö atkvæðum á lista Vinstri grænna, sem náðu ekki inn manni, og Miðflokksins sem fékk síðasta kjördæmakjörna þingmanninn. 26. september 2021 23:28
„Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47
Vinstri græn biðja um endurtalningu í Suðurkjördæmi Yfirkjörstjórn Suðurkjördæmis hefur borist beiðni um endurtalningu atkvæða í kjördæminu. Mjótt var á mununum í kjördæminu og nokkur atkvæði til eða frá geta breytt stöðunni, líkt og endurtalning dagsins í Norðvesturkjördæmi hefur sýnt. 26. september 2021 19:18
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09