Dauðsföll vegna ofskammta í nýjum hæðum vestanhafs Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2021 14:01 Fentanýl hefur leitt til fjölmargra dauðsfalla í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Vísir/Getty Dauðsföll vegna ofskammta af verkjalyfjum hafa náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Fíkniefnalögregla Bandaríkjanna (DEA) hefur varað við því að verkjalyf sem ganga kaupum og sölum á svarta markaðinum vestanhafs innihaldi fentanýl eða metamfetamín og það hafi leitt til fjölmargra dauðsfalla. Anne Milgram, yfirmaður DEA, segir í viðtali við Washington Post að Bandaríkin séu í krísu að hennar mati og þessum lyfjum sé að miklu leyti um að kenna. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að gefa út sérstaka viðvörun við þeim í dag. Fíkniefnalögreglan hefur ekki gefið út sambærilega viðvörun frá 2015 þegar varað var við því að heróín sem innihéldi fentanýl væri í dreifingu í Bandaríkjunum. Fentanýl er ópíóði sem er áttatíu til hundrað sinnum öflugra en ópíum. Það var þróað til að draga úr verkjum krabbameinssjúklinga. Á vef DEA segir að fentanýl sé iðulega notað til að auka styrk heróíns eða selt fíklum sem heróín. Það að fíklar telji sig hafa keypt heróín en hafi í raun keypt fentanýl hafi leitt til dauða fjölmargra. Rúmlega 93 þúsund dóu vegna of stórra skammta lyfja í Bandaríkjunum í fyrra. Það var nærri því þrjátíu prósenta aukning frá 2019. Tvær af hverjum fimm bannvænar Í áðurnefndri viðvörun DEA, sem ber titilinn „Ein pilla getur drepið“, segir að frá 2019 hafi magn pilla með fentanýli sem stofnunin hefur lagt hald á aukist um 430 prósent. Rannsóknir hafi sýnt að tvær af hverjum fimm pillum innihaldi mögulega banvænt magn fentanýls. Washington Post segir að á þessu ári hafi stofnunin lagt hald á 9,6 milljónir pilla sem framleiddar hafi verið af glæpasamtökum og innihaldi fentanýl. Það séu fleiri pillur en lagt var hald á árið 2020 og árið 2019 samanlagt. Frá árinu 1999 hafa Bandaríkin gengið í gegnum versnandi lyfjafaraldur, sem í fyrstu lýsti sér í mikilli notkun ópíóða eins og Oxycodone, Vicodin og Percocet. Undanfarin ár hefur dauðsföllum vegna þessa faraldurs farið verulega fjölgandi og þá að miklu leyti vegna aukinnar notkunar fentanýls. Milgram segir að glæpasamtök í Kína og Mexíkó flytji mikið magn lyfja til Bandaríkjanna sem seld séu á netinu sem Oxycodone, Percocet eða Adderall. Pillurnar innihaldi þó í raun fentanýl eða metamfetamín. Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00 Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Anne Milgram, yfirmaður DEA, segir í viðtali við Washington Post að Bandaríkin séu í krísu að hennar mati og þessum lyfjum sé að miklu leyti um að kenna. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að gefa út sérstaka viðvörun við þeim í dag. Fíkniefnalögreglan hefur ekki gefið út sambærilega viðvörun frá 2015 þegar varað var við því að heróín sem innihéldi fentanýl væri í dreifingu í Bandaríkjunum. Fentanýl er ópíóði sem er áttatíu til hundrað sinnum öflugra en ópíum. Það var þróað til að draga úr verkjum krabbameinssjúklinga. Á vef DEA segir að fentanýl sé iðulega notað til að auka styrk heróíns eða selt fíklum sem heróín. Það að fíklar telji sig hafa keypt heróín en hafi í raun keypt fentanýl hafi leitt til dauða fjölmargra. Rúmlega 93 þúsund dóu vegna of stórra skammta lyfja í Bandaríkjunum í fyrra. Það var nærri því þrjátíu prósenta aukning frá 2019. Tvær af hverjum fimm bannvænar Í áðurnefndri viðvörun DEA, sem ber titilinn „Ein pilla getur drepið“, segir að frá 2019 hafi magn pilla með fentanýli sem stofnunin hefur lagt hald á aukist um 430 prósent. Rannsóknir hafi sýnt að tvær af hverjum fimm pillum innihaldi mögulega banvænt magn fentanýls. Washington Post segir að á þessu ári hafi stofnunin lagt hald á 9,6 milljónir pilla sem framleiddar hafi verið af glæpasamtökum og innihaldi fentanýl. Það séu fleiri pillur en lagt var hald á árið 2020 og árið 2019 samanlagt. Frá árinu 1999 hafa Bandaríkin gengið í gegnum versnandi lyfjafaraldur, sem í fyrstu lýsti sér í mikilli notkun ópíóða eins og Oxycodone, Vicodin og Percocet. Undanfarin ár hefur dauðsföllum vegna þessa faraldurs farið verulega fjölgandi og þá að miklu leyti vegna aukinnar notkunar fentanýls. Milgram segir að glæpasamtök í Kína og Mexíkó flytji mikið magn lyfja til Bandaríkjanna sem seld séu á netinu sem Oxycodone, Percocet eða Adderall. Pillurnar innihaldi þó í raun fentanýl eða metamfetamín.
Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08 Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00 Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47
Metfjöldi látinna af völdum ofneyslu fíkniefna í Bandaríkjunum Alls létust 92 þúsund manns í Bandaríkjunum vegna of stórs skammts fíkniefna á Covid-árinu 2020. Það er mesti fjöldi sem látist hefur í Bandaríkjunum á einu ári af völdum fíkniefna. 15. júlí 2021 18:08
Mikil notkun á Fentanýl og aukinn fjöldi ofskammtana Talsvert hefur borið á ofskömmtunum í gistiskýlum borgarinnar, sem rakið er til aukinnar notkunar á Fentanýlplástrum. Kallað er eftir því að neyðarlyfið Naloxon verði aðgengilegt fólki svo hægt sé að koma í veg fyrir dauðsföll. 26. febrúar 2021 20:00
Tvö andlát ungmenna vegna ofneyslu lyfja til rannsóknar Tvö ungmenni hafa látist af völdum ofneyslu lyfseðilsskyldra lyfja á síðustu þremur mánuðum. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar vill auka aðgengi fólks í áhættuhegðun að mótefni sem getur komið í veg fyrir ofneyslu eða jafnvel andláti. 28. febrúar 2020 22:00