Staðan bagaleg að mati formanns landskjörstjórnar sem segir óvissu ríkja þangað til skýrslur berast Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2021 15:37 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur óskað eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum um framkvæmd kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig, en sérstökum skýrslum frá yfirkjörstjórnum í Norðvestur- og Suðurkjördæmum. Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Skýrslurnar eiga að berast fyrir klukkan átta í kvöld. Formaður landskjörstjórnar segir stöðuna sem upp sé komin bagalega og að óvissa sé uppi þangað til skýrslurnar berist. Landskjörstjórn fundaði í Alþingishúsinu eftir hádegi þar sem farið var yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninganna. Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu. Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um. „Þetta er bagalegt mál, þetta er mjög óheppilegt. Trúverðugleiki kosninga er náttúrulega gífurlega mikilvægur,“ sagði Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, við fjölmiðla að loknum fundi nú fyrir stundu. Sagði hún að óskað hafi verið eftir skýrslum frá öllum yfirkjörstjórnum en sérstökum skýrslum frá Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Þar minntist hún á að til staðar væru þrír öryggisventlar sem ættu að tryggja öryggi kosninga hér á landi. „Það er í fyrsta lagi að talning fari fram fyrir opnum dyrum, að allir geti komið og fylgst með. Það eru líka umboðsmennirnir, að þeir geti horft á, komið með athuganir, komið með bókanir og svo er það að sjálfsögðu hvernig gengið er frá kjörgögnum,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn hefur meðal annars það hlutverk að úthluta þingsætum. Kjörstjórnin gefur út kjörbréf til þeirra sem kosnir voru á þing. Aðspurð um hvenær landskjörstjórn gæti gefið út kjörbréfin í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin sagði Kristín það vera óvíst. „Við tökum núna eitt skref í einu, það er farið vel yfir allt. Ég get ekki svarað því hér og nú hvenær þau verða útgefin,“ sagði Kristín. Getur það tafist lengi, vikur eða jafn vel mánuði? „Ég ætla rétt að vona að það verði ekki mánuðir en ég get ekki svarað fyrir það akkúrat núna hér hversu það lengi, hvort það muni dragast, og hversu lengi,“ sagði Kristín. Landskjörstjórn sendi ábendingu um að mjótt væri á munum í Norðvestur- og Suðurkjördæmi Í viðtalinu fór hún einnig yfir atburði kosninganæturinnar og aðkomu landskjörstjórnar að ákvörðum um endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. „Það var þannig að þegar við sjáum á grundvelli þeirra talna sem yfirkjörstjórnir höfði gefið upp fjölmiðlum þegar verið er að lesa upp tölur, þá sjáum við að það munar afskaplega litlu, annars vegar í Norðvestur og hins vegar í Suður. Þá komum við með ábendingu til yfirkjörstjórna um að þetta sé staðan. Frá fundi landskjörstjórnar.Vísir/Vilhelm Þannig að yfirkjörstjórnir geti þá metið það á þeim grunni hvort að það kalli á einhver viðbrögð, hvað þurfi að upplýsa umboðsmenn um þannig að umboðsmenn séu upplýstir og geti þá tekið sínar ákvarðanir á grundvelli þess. Þá ákveður yfirkjörstjórn í Norðvestur að hefja endurtalningu og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi tekur þetta fyrir á fundi sínum og ákveður þá að endurtelja ekki en taka þá þessar stikkprufur,“ sagði Kristín. Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi ákvað svo á fundi í dag að atkvæði í kjördæminu yrðu talin aftur í kvöld. Óvissa til staðar Aðspurð um hversu langan tíma tæki að fá niðurstöðu í þau mál sem komin væru upp í tengslum við framkvæmd kosninganna sagðist Kristín ekki geta svarað því. „Ég get ekki svarað þessu núna, ég er að bíða eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnunum sem við vorum bara að óska eftir. Það er ekki fyrr en við fáum þessar upplýsingar sem við sjáum í raun og veru er hver staðan er og hvað fór fram og hvað gerðist. Ég er ekki tilbúin að svara því núna.“ Þannig að það er óvissa þangað til? „Já, það er óvissa þangað til“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08 „Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04 Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Atkvæði verða talin aftur í Suðurkjördæmi Ráðist verður í endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi eftir að fjórir stjórnmálaflokkar fóru fram á slíkt. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. 27. september 2021 14:08
„Ekkert til sem heitir endurtalning þegar búið er að skila niðurstöðum“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir furðulegt að yfirkjörstjórnin í Suðurkjördæmi sé að velta því fyrir sér hvort hún eigi að boða til endurtalningar, á sama tíma og ekki liggur fyrir hvort hún hefur raunverulega heimild til þess. 27. september 2021 13:04
Vill skýrslu frá öllum yfirkjörstjórnum um kosningarnar Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, segir að óskað hafi verið eftir skýrslum frá yfirkjörstjórnum í öllum kjördæmum um framkvæmd kosninga. Beiðni liggi fyrir um endurtalningu í Suðurkjördæmi en annars sé mat á endurtalningu í höndum yfirkjörstjórna í hverju kjördæmi. 27. september 2021 12:14