Pepsi Max tölur: Allir þrír miðverðir Víkinga á topp tíu í skallaeinvígum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 15:31 Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson lyfta Íslandsbikarnum um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Þrír Víkingar lyftu saman Íslandsbikarnum eftir að liðið tryggði sér fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Þar fóru þrír öflugir miðverðir sem töpuðu ekki mörgum skallaeinvígum í sumar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121 Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Allir þrír miðverðir Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, Halldór Smári Sigurðsson og Kári Árnason, eru inn á topp tíu listanum yfir þá sem unnu hlutfallslega flest skallaeinvígi í leikjum sínum í sumar. Sá sem er efstur á listanum er þó HK-ingurinn Örvar Eggertsson sem vann 75,6 prósent þeirra skallaeinvíga sem hann fór í sumar. Sölvi Geir er í öðru sæti með 71,8 prósent árangur og Halldór Smári er þriðji með 70,9 prósent árangur. Kári er síðan í níunda sætinu með 62,9 prósent árangur í skallaeinvígum. Kári er sá eini sem er bæði meðal átta efstu á listunum yfir heildarskallaeinvígi og besta gengið í skallaeinvígum. Það þarf því ekki að koma á óvart að Víkingur er efst félaga í deildinni þegar kemur að gengi í skallaeinvígum en Vikingar unnu 51,9 prósent skallaeinvíga sinna í vetur. Aðeins þrjú önnur félög voru yfir fimmtíu prósent eða HK (51,6%), KR (50,6%) og ÍA (50,1%). Það var líka leikmaður Víkings sem fór í flest skallaeinvígi í deildinni en það var framherjinn og markakóngurinn Nikolaj Hansen. Hansen fór alls í 205 skallaeinvígi í sumar eða fjórtán fleiri en Stjörnumaðurinn Egill Atlason sem kom næstur. Kári er í áttunda sæti listans. Leiknismaðurinn Brynjar Hlöðversson og Skagamaðurinn Alexander Davey fóru í flest skallaeinvígi í eigin vítateig eða 36 hvor. Kári Árnason fór í einu færra en hann tók út leikbann í lokaleik tímabilsins. HK-ingurinn Martin Rauschenberg vann hæsta hlutfall skallaeinvíga í eigin teig af miðvörðunum eða 84,2 prósent en hann var aðeins hærri en KA-maðurinn Brynjar Ingi Bjarnason sem vann 82,4 prósent. Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Hæsta hlutfall unninna skallaeinvíga í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Örvar Eggertsson, HK 75,6% 2. Sölvi Geir Ottesen, Víkingi 71,8% 3. Halldór Smári Sigurðsson, Víkingi 70,9% 4. Ísak Snær Þorvaldsson, ÍA 69,9% 5. Birkir Valur Jónsson, HK 67,3% 6. Alexander Davey, ÍA 66,4% 7. Torfi Tímoteus Gunnarsson, Fylki 64,9% 8. Guðmann Þórisson, FH 64,3% 9. Kári Árnason, Víkingi 62,9% 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 62,8% - Flest skallaeinvígi í Pepsi Max deild karla 2021: 1. Nikolaj Hansen, Víkingi 205 2. Egill Atlason, Stjörnunni 191 3. Ægir Jarl Jónasson, KR 178 4. Josep Arthur Gibbs, Keflavík 174 5. Matthías Vilhjálmsson, FH 169 6. Viktor Jónsson, ÍA 165 7. Stefan Alexander Ljubicic, HK 150 8. Kári Árnason, Víkingi 140 9. Haukur Páll Sigurðsson, Val 139 10. Brynjar Hlöðversson, Leikni 121
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira