Svona virka innsigli á kjörkössum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. september 2021 15:38 Hér má sjá hvernig innsiglið breytir um lit þegar það er tekið af kassanum. vísir Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. Hann hefði skilið atkvæðin eftir í opnum kössum en læst herberginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum að herberginu og nú reynist erfitt að sannreyna það að enginn hafi komið nálægt atkvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endurtalin um miðjan sunnudag. Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu. En margir velta eflaust fyrir sér hvernig slík innsigli virka. Vísir fékk myndband sem sýnir það á greinilegan hátt hvað gerist ef innsigli á kjörkassa er rofið. Myndbandið var tekið af starfsmanni sveitarfélags í Norðausturkjördæmi á síðasta mánudagsmorgun. Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli Á því má sjá hvað gerist þegar innsiglið, sem lítur út eins og afskaplega venjulegt rautt límband, er tekið af yfirborði kjörkassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki atkvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitarfélaginu. Þegar límbandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó límbandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef innsigli á kjörkassa hefur verið rofið. Þetta má sjá hér að neðan: Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hann hefði skilið atkvæðin eftir í opnum kössum en læst herberginu sem þau voru geymd í. Þá hefur komið fram að starfsmenn hótelsins hafi haft aðgang að lyklum að herberginu og nú reynist erfitt að sannreyna það að enginn hafi komið nálægt atkvæðunum á meðan þau voru skilin eftir, áður en þau voru endurtalin um miðjan sunnudag. Eins og hefur verið reifað í fréttum af málinu síðustu daga stendur skýrt í lögum að kjörgögnin verði að innsigla eftir talningu. En margir velta eflaust fyrir sér hvernig slík innsigli virka. Vísir fékk myndband sem sýnir það á greinilegan hátt hvað gerist ef innsigli á kjörkassa er rofið. Myndbandið var tekið af starfsmanni sveitarfélags í Norðausturkjördæmi á síðasta mánudagsmorgun. Hvítir stafir birtast á rofnu innsigli Á því má sjá hvað gerist þegar innsiglið, sem lítur út eins og afskaplega venjulegt rautt límband, er tekið af yfirborði kjörkassans. Þess má geta að kassinn var ekki notaður í kosningunum, í honum voru ekki atkvæði og hann kominn í geymslu hjá sveitarfélaginu. Þegar límbandið er tekið af birtast um leið á því hvítir stafir. Þeir hverfa svo ekki af þó límbandið sé fest aftur á kassann. Og þannig sést alltaf ef innsigli á kjörkassa hefur verið rofið. Þetta má sjá hér að neðan:
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08
Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. 28. september 2021 18:24