Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 20:07 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Vísir/Tryggvi Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. Mistökin urðu ljós eftir að formaður landskjörstjórnar vakti athygli yfirkjörstjórnar í kjördæminu á því að litlu munaði varðandi uppbótarsæti í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Var formaður yfirkjörstjórnar í Norðvestur þá beðinn um að skoða hvort tilefni væri til nánari athugunar. Með hliðsjón af áðurnefndum atkvæðum taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði og yfirfara önnur atriði. Þá birtust fleiri annmarkar: Heildaratkvæðum fjölgaði um tvö vegna innsláttarvillu í lok fyrri talningar. Auðir seðlar voru í fyrri talningu taldir vera 394 en reyndust vera 382 og hafði því fækkað um 12. Að sögn yfirkjörstjórnar er skýringin sú að 11 af þessum seðlum voru ógildir en höfðu fyrir mistök verið taldir með auðum seðlum. Þá var einn seðill sem talinn hafði verið ógildur það í raun ekki. Atkvæði D-lista Sjálfstæðisflokks fjölgaði um 10 en þar af voru átta í atkvæðabunka C- lista Viðreisnar, líkt og áður segir. Tvö önnur höfðu mislagt í aðra bunka en D-lista. Allar aðrar breytingar eru sagðar koma til vegna þess að eitt og eitt atkvæði hafði mislagst í atkvæðabunkum. Þetta kemur fram í greinargerð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi um framkvæmd kosninga og talningu atkvæða sem unnin var að ósk landskjörstjórnar. Að lokinni endurtalningu höfðu orðið breytingar á atkvæðafjölda allra framboðslista í kjördæminu og hafði breytingin mikil áhrif á röðun jöfnunarsæta. „Yfirkjörstjórn tekur fram að þær breytingar sem urðu við endurtalningu eru vegna mannlegra mistaka og harmar yfirkjörstjórn að þær hafi átt sér stað og biðst velvirðingar á þeim. En með endurtalningunni telur yfirkjörstjórn að hún hafi leiðrétt þessi mistök og þar með hafi rétt niðurstaða fengist,“ segir í greinargerðinni. Niðurstöður í Norðvesturkjördæmi fyrir og eftir endurtalningu „Lokatölur“ Endurtalning Breyting Framsókn 4.443 4.448 5 Viðreisn 1.072 1.063 -9 Sjálfstæðisflokkur 3.887 3.897 10 Flokkur fólksins 1.513 1.510 -3 Sósíalistaflokkur 721 728 7 Miðflokkur 1.283 1.278 -5 Frjálsl. lýðræðisfl. 72 73 1 Píratar 1.082 1.081 -1 Samfylking 1.196 1.195 -1 Vinstri græn 1.979 1.978 -1 Auðir seðlar 394 382 -12 Aðrir ógildir 24 35 11 Samtals 17.666 17.668 2 Lítið talað um innsigli Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki innsiglað atkvæðaseðla að lokinni fyrstu talningu líkt og kosningalög kveða á um. Í greinargerðinni er lítið fjallað um meðferð atkvæðanna eftir að fyrri talningu lauk. Einungis kemur fram að kjörgögn hafi verið varðveitt í sal Hótels Borgarness þar sem talning fór fram þegar hlé var gert á fundi yfirkjörstjórnar á sunnudagsmorgun. „Við innganginn í salinn eru öryggismyndavélar. Að lokinni endurtalningu voru kjörgögn þ.m.t. atkvæðaseðlar flutt í innsiglaðan fangaklefa á lögreglustöðinni í Borgarnesi.“ Þá er tekið fram að upptökur úr öryggismyndavélum sem sýni innganginn í salinn þar sem talning fór fram séu komnar til lögreglu. Landskjörstjórn yfirfór greinargerðir frá öllum kjördæmum í gær og tilkynnti í kjölfarið að hún hafi ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, las upp stutta bókun í gær þar sem fram kom að skýringar frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis væru ófullnægjandi. Næstu skref væru í höndum Alþingis sem þurfi að dæma um lögmæti niðurstaðna í kjördæminu.Vísir/Sigurjón Ekki náð í fulltrúa Pírata Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í kjördæminu til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á að kosið verði þar að nýju. Hefur hann meðal annars gagnrýnt að endurtalning atkvæða hafi byrjað án þess að umboðsmönnum Pírata hafi verið gert viðvart. Formaður yfirkjörstjórnar hafi svo ekki orðið við þeirri kröfu umboðsmanna að bíða með endurtalningu þar til þeir kæmu á staðinn. Myndum af óinnsigluðum atkvæðum í sal Hótels Borgarness hefur verið eytt af Instagram.Instagram Í greinargerðinni segir Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, að hann hafi hringt í þá umboðsmenn sem náðist í þegar ákvörðun hafi verið tekin um endurtalningu. „Vegna þessa skal sérstaklega tekið fram að vegna Pírata hringdi ég í þann aðila sem hafði afhent framboðslista þeirra á sínum tíma en hann svaraði ekki. Skömmu seinna hringdi Magnús Norðdahl, sem skipaði fyrsta sæti listans, til mín en hann hafði frétt af fyrirhugaðri endurtalningu. Hann tjáði mér að hann ætlaði að mæta en ég sagði honum að hugsanlegt væri að endurtalning yrði aðeins byrjuð þegar hann myndi koma á staðinn,“ segir í greinargerð Inga. „Þeim umboðsmönnum sem voru mættir var gefinn kostur á að fara inn í salinn og fylgjast með endurtalningunni og Magnús fékk leyfi til að skoða með mér þá atkvæðaseðla sem voru auðir og þá sem höfðu verið úrskurðaðir ógildir.“ Fram kemur í fundargerð yfirkjörstjórnar að auk Magnúsar hafi umboðsmenn frá Flokki fólksins, Sósíalistaflokknum, Viðreisn og Vinstri grænum hafi verið viðstaddir endurtalninguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl NV_greinargerð_yfirkjörstjórnarPDF27KBSækja skjal NV_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF39KBSækja skjal Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29. september 2021 20:30 Svona virka innsigli á kjörkössum Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. 29. september 2021 15:38 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Mistökin urðu ljós eftir að formaður landskjörstjórnar vakti athygli yfirkjörstjórnar í kjördæminu á því að litlu munaði varðandi uppbótarsæti í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Var formaður yfirkjörstjórnar í Norðvestur þá beðinn um að skoða hvort tilefni væri til nánari athugunar. Með hliðsjón af áðurnefndum atkvæðum taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði og yfirfara önnur atriði. Þá birtust fleiri annmarkar: Heildaratkvæðum fjölgaði um tvö vegna innsláttarvillu í lok fyrri talningar. Auðir seðlar voru í fyrri talningu taldir vera 394 en reyndust vera 382 og hafði því fækkað um 12. Að sögn yfirkjörstjórnar er skýringin sú að 11 af þessum seðlum voru ógildir en höfðu fyrir mistök verið taldir með auðum seðlum. Þá var einn seðill sem talinn hafði verið ógildur það í raun ekki. Atkvæði D-lista Sjálfstæðisflokks fjölgaði um 10 en þar af voru átta í atkvæðabunka C- lista Viðreisnar, líkt og áður segir. Tvö önnur höfðu mislagt í aðra bunka en D-lista. Allar aðrar breytingar eru sagðar koma til vegna þess að eitt og eitt atkvæði hafði mislagst í atkvæðabunkum. Þetta kemur fram í greinargerð yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi um framkvæmd kosninga og talningu atkvæða sem unnin var að ósk landskjörstjórnar. Að lokinni endurtalningu höfðu orðið breytingar á atkvæðafjölda allra framboðslista í kjördæminu og hafði breytingin mikil áhrif á röðun jöfnunarsæta. „Yfirkjörstjórn tekur fram að þær breytingar sem urðu við endurtalningu eru vegna mannlegra mistaka og harmar yfirkjörstjórn að þær hafi átt sér stað og biðst velvirðingar á þeim. En með endurtalningunni telur yfirkjörstjórn að hún hafi leiðrétt þessi mistök og þar með hafi rétt niðurstaða fengist,“ segir í greinargerðinni. Niðurstöður í Norðvesturkjördæmi fyrir og eftir endurtalningu „Lokatölur“ Endurtalning Breyting Framsókn 4.443 4.448 5 Viðreisn 1.072 1.063 -9 Sjálfstæðisflokkur 3.887 3.897 10 Flokkur fólksins 1.513 1.510 -3 Sósíalistaflokkur 721 728 7 Miðflokkur 1.283 1.278 -5 Frjálsl. lýðræðisfl. 72 73 1 Píratar 1.082 1.081 -1 Samfylking 1.196 1.195 -1 Vinstri græn 1.979 1.978 -1 Auðir seðlar 394 382 -12 Aðrir ógildir 24 35 11 Samtals 17.666 17.668 2 Lítið talað um innsigli Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa ekki innsiglað atkvæðaseðla að lokinni fyrstu talningu líkt og kosningalög kveða á um. Í greinargerðinni er lítið fjallað um meðferð atkvæðanna eftir að fyrri talningu lauk. Einungis kemur fram að kjörgögn hafi verið varðveitt í sal Hótels Borgarness þar sem talning fór fram þegar hlé var gert á fundi yfirkjörstjórnar á sunnudagsmorgun. „Við innganginn í salinn eru öryggismyndavélar. Að lokinni endurtalningu voru kjörgögn þ.m.t. atkvæðaseðlar flutt í innsiglaðan fangaklefa á lögreglustöðinni í Borgarnesi.“ Þá er tekið fram að upptökur úr öryggismyndavélum sem sýni innganginn í salinn þar sem talning fór fram séu komnar til lögreglu. Landskjörstjórn yfirfór greinargerðir frá öllum kjördæmum í gær og tilkynnti í kjölfarið að hún hafi ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, las upp stutta bókun í gær þar sem fram kom að skýringar frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis væru ófullnægjandi. Næstu skref væru í höndum Alþingis sem þurfi að dæma um lögmæti niðurstaðna í kjördæminu.Vísir/Sigurjón Ekki náð í fulltrúa Pírata Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að kæra kosningarnar í kjördæminu til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á að kosið verði þar að nýju. Hefur hann meðal annars gagnrýnt að endurtalning atkvæða hafi byrjað án þess að umboðsmönnum Pírata hafi verið gert viðvart. Formaður yfirkjörstjórnar hafi svo ekki orðið við þeirri kröfu umboðsmanna að bíða með endurtalningu þar til þeir kæmu á staðinn. Myndum af óinnsigluðum atkvæðum í sal Hótels Borgarness hefur verið eytt af Instagram.Instagram Í greinargerðinni segir Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, að hann hafi hringt í þá umboðsmenn sem náðist í þegar ákvörðun hafi verið tekin um endurtalningu. „Vegna þessa skal sérstaklega tekið fram að vegna Pírata hringdi ég í þann aðila sem hafði afhent framboðslista þeirra á sínum tíma en hann svaraði ekki. Skömmu seinna hringdi Magnús Norðdahl, sem skipaði fyrsta sæti listans, til mín en hann hafði frétt af fyrirhugaðri endurtalningu. Hann tjáði mér að hann ætlaði að mæta en ég sagði honum að hugsanlegt væri að endurtalning yrði aðeins byrjuð þegar hann myndi koma á staðinn,“ segir í greinargerð Inga. „Þeim umboðsmönnum sem voru mættir var gefinn kostur á að fara inn í salinn og fylgjast með endurtalningunni og Magnús fékk leyfi til að skoða með mér þá atkvæðaseðla sem voru auðir og þá sem höfðu verið úrskurðaðir ógildir.“ Fram kemur í fundargerð yfirkjörstjórnar að auk Magnúsar hafi umboðsmenn frá Flokki fólksins, Sósíalistaflokknum, Viðreisn og Vinstri grænum hafi verið viðstaddir endurtalninguna. Fréttin hefur verið uppfærð. Tengd skjöl NV_greinargerð_yfirkjörstjórnarPDF27KBSækja skjal NV_fundargerð_yfirkjörstjórnarPDF39KBSækja skjal
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29. september 2021 20:30 Svona virka innsigli á kjörkössum Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. 29. september 2021 15:38 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Funda áfram á morgun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fleiri fréttir Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Sjá meira
Íslendingar ættu ekki von á góðu í Strassbourg Mannréttindadómstóll Evrópu telur ótækt að þingmenn greiði sjálfir atkvæði um lögmæti eigin kjörs, eins og til stendur hér á landi. Lögfræðiprófessor segir Íslendinga enn geta komið í veg fyrir að kosningin í Norðvesturkjördæmi fari til Strassbourg, en þá þurfi að hafa hraðar hendur. 29. september 2021 20:30
Svona virka innsigli á kjörkössum Innsigli á kjörkössum hafa verið til mikillar umræðu síðustu daga frá því að Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, viðurkenndi í samtali við Vísi síðasta sunnudag að hann hefði ekki innsiglað atkvæði í kjördæminu eftir fyrstu talningu. 29. september 2021 15:38
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31