Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2021 15:00 Hér Arna Ýr ásamt Vigni kærasta sínum og nýfæddum syni þeirra, Nóa Hilmari. Arna vill deila fæðingarmyndbandinu sínu með öðrum til þess að miðla sinni jákvæðu reynslu áfram. Anna Maggý Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. Arna Ýr fæddi soninn Nóa Hilmar þann 21. júní síðastliðinn. Fæðingin var afar náttúruleg en Nói Hilmar fæddist í rósabaði uppblásinni sundlaug í stofunni heima hjá þeim. „Að fæða barn í stofunni heima á bjartasta degi ársins eða sumarsólstöðum og á afmælisdegi eldra barnsins okkar er ólýsanlega falleg tilfinning. Kvöldið var kyrrlátt, töfrandi og fullt af sterkri og ákveðinni orku,“ segir Arna um fæðinguna. Nói Hilmar er annað barn hennar og kærasta hennar, Vignis Bollasonar. Fyrir eiga þau hina tveggja ára gömlu Ástrós Mettu sem deilir einmitt afmælisdegi með bróður sínum. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég væri að fara út í og ákvað að njóta fæðingarinnar í stað þess að kvíða fyrir næstu hríð. Það er svo einstakt að fæða barn.“ „Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum“ Arna Ýr er í nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands til þess að geta einn daginn látið draum sinn rætast og orðið ljósmóðir. „Hugmyndafræði ljósmæðra segir að fæðing sé fullkomlega eðlilegt og náttúrulegt ferli þar til annað kemur í ljós. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi fæða heima. Ég er örugg heima hjá mér. Ég er svakalega þakklát fyrir að eiga góðar fæðingar að baki en það er alls ekki sjálfgefið.“ Í kjölfar fyrri fæðingar Örnu sagði hún í viðtali við Vísi að hún upplifði að það væri tabú að ræða vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Sjá: Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Þegar Arna gekk með sitt fyrsta barn segist hún hafa fundið lítið sem ekkert af íslenskum fæðingarsögum sem voru jákvæðar. Þar af leiðandi hafi hún orðið smeyk fyrir fæðingunni. Hún segist þá hafa brugðið á það ráð að skoða frekar erlendar fæðingarsögur á YouTube. „Þá sá ég fljótt að helmingur fæðinganna þar var jákvæður og án vandamála. Ég ákvað því að halda í það og sjá fyrir mér góða fæðingu. Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum.“ Arna vill því deila fæðingarmyndbandinu sínu með öðrum til þess að miðla sinni jákvæðu reynslu áfram. „Mér finnst mikilvægt að pör sem ganga með sitt fyrsta barn fái að sjá góða fæðingu, því eins og gengur og gerist þá heyrist hærra í erfiðum reynslusögum.“ Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu. Myndataka var í höndum Önnu Maggýar, æskuvinkonu Örnu ásamt Dóru Dúnu. Chrissie Guðmundsdóttir, vinkona Örnu leikur á fiðlu undir myndbandinu og Einar Bjartur spilar á píanó. Arna og Vignir eru þeim öllum ævinlega þakklát. Tímamót Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Arna Ýr fæddi soninn Nóa Hilmar þann 21. júní síðastliðinn. Fæðingin var afar náttúruleg en Nói Hilmar fæddist í rósabaði uppblásinni sundlaug í stofunni heima hjá þeim. „Að fæða barn í stofunni heima á bjartasta degi ársins eða sumarsólstöðum og á afmælisdegi eldra barnsins okkar er ólýsanlega falleg tilfinning. Kvöldið var kyrrlátt, töfrandi og fullt af sterkri og ákveðinni orku,“ segir Arna um fæðinguna. Nói Hilmar er annað barn hennar og kærasta hennar, Vignis Bollasonar. Fyrir eiga þau hina tveggja ára gömlu Ástrós Mettu sem deilir einmitt afmælisdegi með bróður sínum. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég væri að fara út í og ákvað að njóta fæðingarinnar í stað þess að kvíða fyrir næstu hríð. Það er svo einstakt að fæða barn.“ „Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum“ Arna Ýr er í nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands til þess að geta einn daginn látið draum sinn rætast og orðið ljósmóðir. „Hugmyndafræði ljósmæðra segir að fæðing sé fullkomlega eðlilegt og náttúrulegt ferli þar til annað kemur í ljós. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi fæða heima. Ég er örugg heima hjá mér. Ég er svakalega þakklát fyrir að eiga góðar fæðingar að baki en það er alls ekki sjálfgefið.“ Í kjölfar fyrri fæðingar Örnu sagði hún í viðtali við Vísi að hún upplifði að það væri tabú að ræða vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Sjá: Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Þegar Arna gekk með sitt fyrsta barn segist hún hafa fundið lítið sem ekkert af íslenskum fæðingarsögum sem voru jákvæðar. Þar af leiðandi hafi hún orðið smeyk fyrir fæðingunni. Hún segist þá hafa brugðið á það ráð að skoða frekar erlendar fæðingarsögur á YouTube. „Þá sá ég fljótt að helmingur fæðinganna þar var jákvæður og án vandamála. Ég ákvað því að halda í það og sjá fyrir mér góða fæðingu. Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum.“ Arna vill því deila fæðingarmyndbandinu sínu með öðrum til þess að miðla sinni jákvæðu reynslu áfram. „Mér finnst mikilvægt að pör sem ganga með sitt fyrsta barn fái að sjá góða fæðingu, því eins og gengur og gerist þá heyrist hærra í erfiðum reynslusögum.“ Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu. Myndataka var í höndum Önnu Maggýar, æskuvinkonu Örnu ásamt Dóru Dúnu. Chrissie Guðmundsdóttir, vinkona Örnu leikur á fiðlu undir myndbandinu og Einar Bjartur spilar á píanó. Arna og Vignir eru þeim öllum ævinlega þakklát.
Tímamót Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30