Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 14:52 Bora þurfti meðal annars í klöpp undir húsinu sem leigjandinn sagðist ekki hafa vitað af. Vísir/Vilhelm Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum. Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Leigjandi sagði að framkvæmdirnar hefðu verið mjög hávaðasamar og stanslaus vinna hafi verið við húsið. Leigjandi hafi því þurft að flýja húsnæðið í tíma og ótíma og hafi mikil vanlíðan fylgt í kjölfarið. Framkvæmdirnar hefðu hafist snemma á morgnana eða rétt eftir klukkan átta á virkum dögum og klukkan tíu um helgar. Leigusali bar fyrir sig að framkvæmdirnar hefðu legið fyrir í upphafi og þeirra getið í leigusamningnum. Leiguverði væri þar að auki stillt í hóf í samræmi við mögulegt ónæði. Enn fremur hafi verið komið til móts við leigjendur, til dæmis með því að geyma hávaðameiri framkvæmdir þar til eftir hádegi. Fram kemur að Veitur hafi einnig byrjað framkvæmdir í nærliggjandi götum en verið var að skipta um jarðstreng vegna Landspítala. Leigusali segir að framkvæmdirnar virðast hafa runnið saman við framkvæmdir í húsnæðinu sjálfu. Leigusali reifar einnig að samskipti hafi torveldast þegar í ljós kom að leigusamningur yrði ekki endurnýjaður við leigjanda en fallið var frá mögulegri endurnýjun leigusamnings, meðal annars vegna meints partýhalds leigjanda. Kvartanir leigjanda hafi aukist jafnt og þétt í kjölfarið. Kærunefnd húsamála segir í úrskurði sínum að leigjanda hafi ekki tekist að sanna að húsnæðið hafi verið í öðru ástandi en lýst hefði verið í leigusamningi, enda hafi verið tekið fram að framkvæmdir stæðu yfir. Leigjanda hafi heldur ekki tekist að færa sönnur á að framkvæmdirnar hæfust óeðlilega snemma á morgnana. Kærunefndin komst því að þeirri niðurstöðu að leigjandi fengi ekki afslátt af leigugreiðslum.
Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Hækkuðu leiguna en aðgengi enn ekki bætt Embætti sýslumannsins í Vík getur ekki með góðu móti tekið við fötluðu fólki. Arion banki, sem á húsið, hækkaði leiguverðið svo fara mætti í framkvæmdir. Nú að fjórum árum liðnum hefur hins vegar enn ekkert gerst. 2. ágúst 2019 07:00