Tveir flokkar fá ekki sæti í kjörbréfanefnd Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 19:31 Boltinn er nú í höndum Alþingis. Vísir/Vilhelm Á morgun kemur í ljós hverjir munu sitja í kjörbréfanefnd Alþingis, sem mun þurfa að leysa þá flóknu stöðu sem upp er komin eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Ákall er uppi um að störf nefndarinnar fari fram fyrir opnum tjöldum. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun á fundi sínum klukkan fjögur. Heimildir fréttastofu herma að þar verði stuðst við niðurstöður kosninganna eftir að endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi þó að landskjörstjórnin hafi lýst því yfir að hún telji ekki staðfest að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi á milli talninganna. Fulltrúar verði líklega ekki úr kjördæminu Flestir þingflokkar munu koma saman á morgun til að velja sína fulltrúa eða áheyrnarfulltrúa í nefndinni því hún verður skipuð út frá þingstyrk flokkanna. Því mun Sjálfstæðisflokkurinn fá þrjá fulltrúa, Framsóknarflokkurinn tvo fulltrúa og Vinstri græn, Flokkur fólksins, Samfylking og Píratar einn mann hver. Nefndarmenn kjörbréfanefndar munu skiptast svona á milli flokkanna.vísir Viðreisn og Miðflokkur fá ekki sæti í nefndinni heldur aðeins áheyrnarfulltrúa. Margir flokkar hafa staðfest það að hvorki jöfnunarþingmenn né þingmenn úr Norðvesturkjördæmi fái sæti í nefndinni svo hún haldi hlutleysi sínu í rannsókn á málinu. Nefndin fundi fyrir opnum dyrum Boltinn er nú hjá kjörbréfanefnd en vangaveltur um störf hennar voru ræddar í Pallborðinu í dag og þeirri hugmynd teflt fram að allir nefndarfundir hennar yrðu opnir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni síðan í dag: „Mér finnst allt í lagi að spyrja þá sem sitja í nefndinni af hverju ættu þeir ekki að vera opnir? Af hverju er ekki í lagi að þeir séu opnir og þetta sé allt gert fyrir opnum tjöldum?,“ sagði Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum hjá Feneyjanefnd, tók undir orð Baldurs: „Það á ekki að vera leynd yfir þessu. Þetta er ekki leyndarmál alþingismanna sem þeir lúra yfir. Þetta er réttur almennings að fá úr þessu skorið,“ sagði hún. Gestir Pallborðsins voru Baldur Halldór, Herdís Kjerulf og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm „Af hverju á að funda bak við luktar dyr? Það er kannski spurningin sem má spyrja og sérstaklega þegar málið er svona viðkvæmt og það er tortryggni í samfélaginu í garð ferlisins og hvernig að þessu hefur verið staðið. Þá held ég að hvíli enn þá meiri ábyrgð á þinginu að hafa ferlið opið og gagnsætt,“ sagði Baldur loks.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Pallborðið Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira