Hyundai frumsýnir rafbílinn Ioniq 5 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2021 07:00 Hyundai Ioniq 5. Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardag 2. október milli kl. 12 og 16 rafbílinn Ioniq 5 sem er alveg nýr bíll, hannaður frá grunni; búinn miklum þægindum og tækni sem ekki hafa sést áður í bílum framleiðandans. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Ioniq 5 er rúmgóður fimm manna fjölskyldubíll með ríkulegan staðalbúnað og 7 ára/150 þús. km framleiðsluábyrgð Hyundai. Í Ioniq 5 kristallast framúrstefnuleg hönnun í útliti og farþegarými. Þetta endurspeglast m.a. í innfeldum hurðarhúnum og skellaga vélarhlíf sem eru einkennandi þættir í útlitinu auk sérstæðra afturljósa og ílangra og mjósleginna aðalljósa sem samanstanda af alls 356 díóðum sem varpa björtum ljósgeisla fram á veginn. Undirvagn og fjöðrun Ioniq 5 er á nýjum E-GMP undirvagni Hyundai sem er um 4,6 metrar að lengd. Við undirvagninn er MacPherson fjöðrunarbúnaður að framan og fjölliðafjöðrun að aftan sem framkalla framúrskarandi aksturseiginleika, ekki síst í kröppum beygjum. Ný rafhlaða og 800 V kerfi Hyundai á Íslandi býður Ioniq 5 með vali um tvær rafhlöður, annars vegar 58 kWh og hins vegar 73 kWh. Rafhlöðukerfi bílsins er 800 Volt sem gerir kleift að tengja Ioniq 5 við 220 kW hraðhleðslustöð og hlaða bílinn á aðeins átján mínútum úr 10% í 80%. Það er því ekki að undra þótt erlendir blaðamenn hafi líkt kerfinu í Ioniq 5 við „risastóran orkubanka“ (one giant power bank) enda með öflugustu hraðhleðsluna á markaðnum í sínum stærðarflokki. Aftursæti í Ioniq 5, þar sem innstungu er að finna. Farþegarými Farþegarými Ioniq 5 er hannað með mikil þægindi í huga. Sem dæmi má nefna að gólfið er flatt og þægilegt umgengni, ekki síst í aftursætum og hægt er að halla sætisbaki framsæta á þann veg að setan lyftist svo úr verður hægindastóll. Í glerþakinu er svo innbyggð sólarsella til að hlaða síma og önnur viðtæki og í mælaborði eru tveir hliðstæðir 12,3" skjáir fyrir stjórnmæla, upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem veita einfaldan aðgang að öllum aðgerðum. 1,6 tonna dráttargeta Farangursrýmið er 527 lítrar og stækkanlegt í 1.587 lítra með niðurfelld sætisbök auk þess sem hægt er að færa aftursætin í heild fram um 20 sentimetra. Að lokum má svo nefna að Ioniq 5 getur dregið allt að 1,6 tonn á dráttarkróki. Innra rýmið í Ioniq 5 er smekklega hannað. Comfort, Style og Premium Ioniq 5 fæst í þremur mismunandi búnaðarútfærslum, Comfort, Style og Premium, sem kosta á bilinu frá 5.990 til 8.390 þúsunda króna. Í Ioniq 5 með 58 kwh rafhlöðunni er rafmótor fyrir afturdrif sem skilar 170 hestöflum, 350 Nm togi og 384 km drægni. Með afturhjóladrifnum bíl og 73 kwh rafhlöðu fást 218 hestöfl og 350 Nm tog sem skila bílnum í 100 km/klst á 7,4 sekúndum og er drægni rafhlöðunnar allt að 481 km. Síðast en ekki síst er Ioniq 5 með stærri rafhlöðunni boðinn fjórhjóladrifinn, þar sem rafmótorinn skilar 306 hestöflum, 605 Nm togi og 460 km drægni og er sú útgáfa Ioniq 5 aðeins 5,2 sekúndur í hundrað. Allar útfærslur eru ríkulega búnar staðalbúnaði og með Ioniq 5 Comfort er val um hvora rafhlöðuna sem er og einnig um afturdrif eða fjórhjóladrif. Style og Premium, sem eru með meiri búnaði, eru einungis boðnar með stærri rafhlöðunni og fjórhjóladrifi. Hægt er að kynna sér nánar búnað Ioniq 5 á hyundai.is. Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá BL. Ioniq 5 er rúmgóður fimm manna fjölskyldubíll með ríkulegan staðalbúnað og 7 ára/150 þús. km framleiðsluábyrgð Hyundai. Í Ioniq 5 kristallast framúrstefnuleg hönnun í útliti og farþegarými. Þetta endurspeglast m.a. í innfeldum hurðarhúnum og skellaga vélarhlíf sem eru einkennandi þættir í útlitinu auk sérstæðra afturljósa og ílangra og mjósleginna aðalljósa sem samanstanda af alls 356 díóðum sem varpa björtum ljósgeisla fram á veginn. Undirvagn og fjöðrun Ioniq 5 er á nýjum E-GMP undirvagni Hyundai sem er um 4,6 metrar að lengd. Við undirvagninn er MacPherson fjöðrunarbúnaður að framan og fjölliðafjöðrun að aftan sem framkalla framúrskarandi aksturseiginleika, ekki síst í kröppum beygjum. Ný rafhlaða og 800 V kerfi Hyundai á Íslandi býður Ioniq 5 með vali um tvær rafhlöður, annars vegar 58 kWh og hins vegar 73 kWh. Rafhlöðukerfi bílsins er 800 Volt sem gerir kleift að tengja Ioniq 5 við 220 kW hraðhleðslustöð og hlaða bílinn á aðeins átján mínútum úr 10% í 80%. Það er því ekki að undra þótt erlendir blaðamenn hafi líkt kerfinu í Ioniq 5 við „risastóran orkubanka“ (one giant power bank) enda með öflugustu hraðhleðsluna á markaðnum í sínum stærðarflokki. Aftursæti í Ioniq 5, þar sem innstungu er að finna. Farþegarými Farþegarými Ioniq 5 er hannað með mikil þægindi í huga. Sem dæmi má nefna að gólfið er flatt og þægilegt umgengni, ekki síst í aftursætum og hægt er að halla sætisbaki framsæta á þann veg að setan lyftist svo úr verður hægindastóll. Í glerþakinu er svo innbyggð sólarsella til að hlaða síma og önnur viðtæki og í mælaborði eru tveir hliðstæðir 12,3" skjáir fyrir stjórnmæla, upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem veita einfaldan aðgang að öllum aðgerðum. 1,6 tonna dráttargeta Farangursrýmið er 527 lítrar og stækkanlegt í 1.587 lítra með niðurfelld sætisbök auk þess sem hægt er að færa aftursætin í heild fram um 20 sentimetra. Að lokum má svo nefna að Ioniq 5 getur dregið allt að 1,6 tonn á dráttarkróki. Innra rýmið í Ioniq 5 er smekklega hannað. Comfort, Style og Premium Ioniq 5 fæst í þremur mismunandi búnaðarútfærslum, Comfort, Style og Premium, sem kosta á bilinu frá 5.990 til 8.390 þúsunda króna. Í Ioniq 5 með 58 kwh rafhlöðunni er rafmótor fyrir afturdrif sem skilar 170 hestöflum, 350 Nm togi og 384 km drægni. Með afturhjóladrifnum bíl og 73 kwh rafhlöðu fást 218 hestöfl og 350 Nm tog sem skila bílnum í 100 km/klst á 7,4 sekúndum og er drægni rafhlöðunnar allt að 481 km. Síðast en ekki síst er Ioniq 5 með stærri rafhlöðunni boðinn fjórhjóladrifinn, þar sem rafmótorinn skilar 306 hestöflum, 605 Nm togi og 460 km drægni og er sú útgáfa Ioniq 5 aðeins 5,2 sekúndur í hundrað. Allar útfærslur eru ríkulega búnar staðalbúnaði og með Ioniq 5 Comfort er val um hvora rafhlöðuna sem er og einnig um afturdrif eða fjórhjóladrif. Style og Premium, sem eru með meiri búnaði, eru einungis boðnar með stærri rafhlöðunni og fjórhjóladrifi. Hægt er að kynna sér nánar búnað Ioniq 5 á hyundai.is.
Vistvænir bílar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent