Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 12:31 Það var hlegið og grátið á opnun RIFF í gær. Vísir/Elín Guðmunds RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. Það var fullt út úr dyrum í Gamla bíói í gær. Að loknum fordrykk settust gestir inn í sal þar sem haldnar voru nokkrar ræður. Það var einhver einstakur sjarmi yfir því að opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, væri sýnd í þessu fallega húsi. rönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF. Hátíðin er haldin í átjánda sinn í ár og er dagskráin samanstendur af 85 myndum í fullri lengd frá 61 landi.Vísir/Elín Guðmunds Í gær var svo frumsýnd stuttmyndin Eldingar eins og við, einlæg stuttmynd eftir Kristínu Björk Kristjánsdóttir sem hún tileinkaði móður sinni.Einnig var sýnt verkefnið RIFF Royalle sem frumsýnt var á Vísi fyrr í vikunni. Fólk byrjað að streyma inn í salinn og beðið eftir heiðursgestunum.Vísir/Elín Guðmunds Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, tók að sér RIFF-gusuna í ár þar sem hann gerði grín að kvikmyndagerð á Íslandi. Tók hann meðal annars fyrir verkefni eins og Hvítur, hvítur dagur, Netflix þættina Katla og kvikmyndina Dýrið. Aðstandendur þessara mynda voru margir í salnum og var mikið hlegið. Sveppi hikaði ekki við að gera grín að Kötlu með Baltasar Kormák í salnum. Vísir/Elín Guðmunds Dagskráin endaði svo á því að opnunarmynd hátíðarinnar var sýnd, Versta manneskja í heimi eftir Joachim Trier og eftir sýninguna svaraði hann spurningum gesta úr sal. Myndin hefur vakið mikla athygli síðan á Cannes og upplifðu áhorfendir alls konar tilfinningar enda er söguþráðurinn fyndinn, sorglegur og vandræðalegur allt í bland. Myndin hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta kvenleik, enda er Renate Reinsve frábær í þessari kolsvörtu rómantísku gamanmynd. Frú Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Heiðurgestirnir Debbie Harry (Blondie), Joachim Trier og Mia Hansen-Løve voru öll viðstödd opnunina í gær. Það er óhætt að fullyrða að Joachim og Mia séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans og afhenti Guðni Th. forseti Íslands þeim heiðursverðlaunin á Bessastöðum í gær. Þau voru bæði með nýjar myndir í Cannes í sumar sem fengu afbragðs dóma og verða þær sýndar á RIFF ásamt eldri myndum þeirra. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, sagði að hún væri stolt af því að bjóða Verstu manneskju í heimi til Reykjavíkur. Hló hún að því að Íslendingar fengju að sjá myndina á undan Norðmönnum, þar sem hún er ekki frumsýnd í Noregi fyrr en 15. október næstkomandi. Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir frá opnunarkvöldi RIFF. Hrönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF þakkaði sérstaklega öllu starfsfólkinu og sjálfboðaliðunum sem koma að hátíðinni.Vísir/Elín Guðmunds Baltasar Kormákur mætti með fjölskylduna á opnunarmynd RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir var kynnir kvöldsins. Á miðvikudag fór hún sjálf af stað með þættina Afbrigði á Stöð 2. Vísir/Elín Guðmunds Kira Kira sá um tónlistina á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hún hélt fallega ræðu um kvikmyndagerð í gær.Vísir/Elín Guðmunds Helga E. Jónsdóttir Kolbrún Óskarsdóttir og Ragna Dögg Mósesdóttir og Hilmar Kristinsson Samkvæmislífið RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Það var fullt út úr dyrum í Gamla bíói í gær. Að loknum fordrykk settust gestir inn í sal þar sem haldnar voru nokkrar ræður. Það var einhver einstakur sjarmi yfir því að opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, væri sýnd í þessu fallega húsi. rönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF. Hátíðin er haldin í átjánda sinn í ár og er dagskráin samanstendur af 85 myndum í fullri lengd frá 61 landi.Vísir/Elín Guðmunds Í gær var svo frumsýnd stuttmyndin Eldingar eins og við, einlæg stuttmynd eftir Kristínu Björk Kristjánsdóttir sem hún tileinkaði móður sinni.Einnig var sýnt verkefnið RIFF Royalle sem frumsýnt var á Vísi fyrr í vikunni. Fólk byrjað að streyma inn í salinn og beðið eftir heiðursgestunum.Vísir/Elín Guðmunds Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, tók að sér RIFF-gusuna í ár þar sem hann gerði grín að kvikmyndagerð á Íslandi. Tók hann meðal annars fyrir verkefni eins og Hvítur, hvítur dagur, Netflix þættina Katla og kvikmyndina Dýrið. Aðstandendur þessara mynda voru margir í salnum og var mikið hlegið. Sveppi hikaði ekki við að gera grín að Kötlu með Baltasar Kormák í salnum. Vísir/Elín Guðmunds Dagskráin endaði svo á því að opnunarmynd hátíðarinnar var sýnd, Versta manneskja í heimi eftir Joachim Trier og eftir sýninguna svaraði hann spurningum gesta úr sal. Myndin hefur vakið mikla athygli síðan á Cannes og upplifðu áhorfendir alls konar tilfinningar enda er söguþráðurinn fyndinn, sorglegur og vandræðalegur allt í bland. Myndin hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta kvenleik, enda er Renate Reinsve frábær í þessari kolsvörtu rómantísku gamanmynd. Frú Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Heiðurgestirnir Debbie Harry (Blondie), Joachim Trier og Mia Hansen-Løve voru öll viðstödd opnunina í gær. Það er óhætt að fullyrða að Joachim og Mia séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans og afhenti Guðni Th. forseti Íslands þeim heiðursverðlaunin á Bessastöðum í gær. Þau voru bæði með nýjar myndir í Cannes í sumar sem fengu afbragðs dóma og verða þær sýndar á RIFF ásamt eldri myndum þeirra. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, sagði að hún væri stolt af því að bjóða Verstu manneskju í heimi til Reykjavíkur. Hló hún að því að Íslendingar fengju að sjá myndina á undan Norðmönnum, þar sem hún er ekki frumsýnd í Noregi fyrr en 15. október næstkomandi. Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir frá opnunarkvöldi RIFF. Hrönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF þakkaði sérstaklega öllu starfsfólkinu og sjálfboðaliðunum sem koma að hátíðinni.Vísir/Elín Guðmunds Baltasar Kormákur mætti með fjölskylduna á opnunarmynd RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir var kynnir kvöldsins. Á miðvikudag fór hún sjálf af stað með þættina Afbrigði á Stöð 2. Vísir/Elín Guðmunds Kira Kira sá um tónlistina á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hún hélt fallega ræðu um kvikmyndagerð í gær.Vísir/Elín Guðmunds Helga E. Jónsdóttir Kolbrún Óskarsdóttir og Ragna Dögg Mósesdóttir og Hilmar Kristinsson
Samkvæmislífið RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42