Stjórn KSÍ gangi ósátt frá borði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 12:09 Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ. Vísir/Hulda Margrét Fyrrverandi varaformaður KSÍ sagði kröfu um afsögn stjórnar vonbrigði og gengur stjórnin ósátt frá borði. Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir er orðin formaður Knattspyrnusambands Íslands. Hún var sjálfkjörin á aukaþingi sambandsins sem haldið var í dag. Vanda er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embætti formanns KSÍ. Gísli Gíslason, fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd stjórnarinnar. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við undirrituð sem höfum setið í stjórn KSÍ og haft til þess skýrt umboð ársþings sambandsins urðum fyrir vonbrigðum með niðurstöðu formanna og þar með félaga innan ÍTF. En þegar svo stór hluti hreyfingarinnar kallar eftir afsögn stjórnarinnar er að sjálfsögðu ekkert annað í stöðunni en að verða við því ákalli og það varð að sjálfsögðu niðurstaða okkar.“ Brenna fyrir fótboltann Þá sagði hann jafnframt að stjórnin gangi ósátt frá borði enda brennur hún fyrir fótboltann. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann. En að því sögðu höfum við engu að síðar fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin, því það eru heildarhagsmunir knattspyrnunnar og KSÍ sem eru ofar öllu öðru.“ „Við öxlum því okkar ábyrgð og stígum auðmjúk til hliðar svo friður geti skapast um starfsemi hreyfingarinnar og hægt verði að byggja upp traust að nýju. Við bendum jafnframt stolt á þau framfaraskref sem stigin hafa verið í knattspyrnunni á síðustu árum og misserum m.a. við að bæta stöðu kvenna í knattspyrnu og jöfnun ferðakostnaðar aðildarfélaga.“ Viðurkenna mistök Stjórnin viðurkennir að hafa ekki brugðist við ábendingum um ofbeldi innan hreyfingarinnar með afgerandi hætti og biðst afsökunar á því. Fráfarandi stjórn skorar á ráðamenn að byggja upp nýjan þjóðarleikvang í knattspyrnu. „Þrátt fyrir að það sé ekki aðalefni þessa aukaþings er engu að síður tilefni til að taka upp þráðinn frá síðasta aukaþingi KSÍ fyrir 65 árum og skora á ráðamenn í þessu landi að byggja upp nýjan og glæsilegan þjóðarleikvang í knattspyrnu sem við getum öll verið stolt af.“ Ekki náðist í Vöndu Sigurgeirsdóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í morgun.
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira