Siggi nýnasisti látinn Snorri Másson skrifar 4. október 2021 13:01 Siggi, til hægri, á mótmælum í Bielefeld árið 2018, þar sem nýnasistar sýndu samstöðu með hinni 90 ára gömlu Úrsúlu Haverbeck, sem var dæmd fyrir að afneita helförinni. Getty/Finn Grohmann Greint er frá andláti þýsks nýnasista í þýskum miðlum í dag, að nafni Siegfried Borchardt. Hann var landsþekktur sem „SS-Siggi“ og hefur löngum verið eitt helsta andlit þýskra nýnasista. Borchardt lést 67 ára gamall eftir stutta sjúkrahúsinnlögn, eins og flokkur hans Die Rechte (ísl. Hægrið) greindi frá í yfirlýsingu. Sá flokkur er róttækara klofningsbrot úr AfD, sem er fyrir sitt leyti öfgaflokkur á hægrivæng. „SS-Siggi“ átti langan feril að baki sem opinber nýnasisti. Á áttunda áratugnum fór hann fyrir Borussenfront, sem var nýnasísk hreyfing fótboltabulla og stuðningsmanna Borussia Dortmund. Þar tók hann þátt í ofsóknum á hendur minnihlutahópum eins og svartra og gyðinga og var margsinnis handtekinn fyrir óspektir. Ísrael er okkar ólán, segir á skiltum öfgaflokksins, sem hefur mótmælt harkalega stefnu Ísraelsríkis um að skapa gyðingum öruggt athvarf í Ísrael. Siggi er í rauðum bol fyrir miðju.David Speier/NurPhoto via Getty Images Í viðtali við Spiegel árið 2014 var Siggi spurður út í gælunafnið „SS-Siggi“. Þar sagðist hann ekki sáttur við að vera kenndur við SS, sem sagt stormsveitir nasista, heldur grínaðist hann með að vilja raunar heldur vera kallaður „SA-Siggi“ og vera þannig kenndur við brúnstakka, sem var önnur eining innan nasistaflokks Hitlers. Sama ár rataði það í heimsfréttirnar þegar Siggi náði inn í borgarstjórn í Dortmund sem fulltrúi flokks síns, en vegna heiftúðugra mótmæla gegn setu hans þar hrökklaðist hann úr embætti tveimur mánuðum síðar. Á stefnuskrá flokksins í þeim kosningum var meðal annars að stöðva „innrás hælisleitenda“ og að koma því þannig fyrir aftur að hjónaband yrði aðeins á milli karls og konu. Síðast sat Siggi inni í nokkra mánuði árið 2018 fyrir að svívirða lögregluþjóna á mótmælum. Die Rechte er ekki með kjörinn fulltrúa á þýska þinginu en er enn með fulltrúa í sveitarstjórn Dortmund. „Við berjumst fyrir Þýskaland,“ stendur á fánanum á bakvið nýnasistaleiðtogann.Yavuz Arslan/ullstein bild via Getty Images) Þýskaland Andlát Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira
Borchardt lést 67 ára gamall eftir stutta sjúkrahúsinnlögn, eins og flokkur hans Die Rechte (ísl. Hægrið) greindi frá í yfirlýsingu. Sá flokkur er róttækara klofningsbrot úr AfD, sem er fyrir sitt leyti öfgaflokkur á hægrivæng. „SS-Siggi“ átti langan feril að baki sem opinber nýnasisti. Á áttunda áratugnum fór hann fyrir Borussenfront, sem var nýnasísk hreyfing fótboltabulla og stuðningsmanna Borussia Dortmund. Þar tók hann þátt í ofsóknum á hendur minnihlutahópum eins og svartra og gyðinga og var margsinnis handtekinn fyrir óspektir. Ísrael er okkar ólán, segir á skiltum öfgaflokksins, sem hefur mótmælt harkalega stefnu Ísraelsríkis um að skapa gyðingum öruggt athvarf í Ísrael. Siggi er í rauðum bol fyrir miðju.David Speier/NurPhoto via Getty Images Í viðtali við Spiegel árið 2014 var Siggi spurður út í gælunafnið „SS-Siggi“. Þar sagðist hann ekki sáttur við að vera kenndur við SS, sem sagt stormsveitir nasista, heldur grínaðist hann með að vilja raunar heldur vera kallaður „SA-Siggi“ og vera þannig kenndur við brúnstakka, sem var önnur eining innan nasistaflokks Hitlers. Sama ár rataði það í heimsfréttirnar þegar Siggi náði inn í borgarstjórn í Dortmund sem fulltrúi flokks síns, en vegna heiftúðugra mótmæla gegn setu hans þar hrökklaðist hann úr embætti tveimur mánuðum síðar. Á stefnuskrá flokksins í þeim kosningum var meðal annars að stöðva „innrás hælisleitenda“ og að koma því þannig fyrir aftur að hjónaband yrði aðeins á milli karls og konu. Síðast sat Siggi inni í nokkra mánuði árið 2018 fyrir að svívirða lögregluþjóna á mótmælum. Die Rechte er ekki með kjörinn fulltrúa á þýska þinginu en er enn með fulltrúa í sveitarstjórn Dortmund. „Við berjumst fyrir Þýskaland,“ stendur á fánanum á bakvið nýnasistaleiðtogann.Yavuz Arslan/ullstein bild via Getty Images)
Þýskaland Andlát Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Sjá meira