Sértrúarsöfnuður og skuggalegt mótorhjólagengi í nýrri stiklu fyrir Ófærð 3 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. október 2021 16:46 Í sýnishorni úr Ófærð 3 má sjá stórskotalið úr íslensku leikarastéttinni. RVK Studios Í stiklu fyrir þriðju þáttaröðina af Ófærð má sjá lögregluteymið Andra og Hinriku taka höndum saman að nýju við rannsókn á flóknu morðmáli í samstarfi við Trausta, yfirmann Andra. „Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Eftir átakamikla atburði, sem gengið hafa nærri honum, hefur Andri nú fært sig um set innan lögreglunnar og farinn að sinna rannsókn efnahagsbrota. Sestur við skrifborð og telur sig kominn í þægilega innivinnu. En þegar ungur maður finnst myrtur í hópi sértrúarsafnaðar norður í landi, finnur Andri sig knúinn til að leggja rannsókninni lið,“ segir um nýju þáttaröðina. Ólafur Darri Ólafsson og Ilmur Kristjánsdóttir fara sem fyrr með hlutverk Andra og Hinriku. Björn Hlynur Haraldsson leikur Trausta en einnig koma fram leikarar eins og Egill Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Íris Tanja Flygenring, Guðjón Pedersen og Þorsteinn Gunnarsson, sem á nú endurkomu, en Þorsteinn fór á kostum sem tengdafaðir Andra í fyrstu þáttaröðinni. Danski stórleikarinn Thomas Bo Larsen, leikur einnig stórt hlutverk í þáttunum, sem forsprakki dansks mótorhjólagengis, sem kemur til landsins með Norrænu og skapar ótta meðal bæjarbúa. Ófærð er sem fyrr framleidd af RVK Studios. Baltasar Kormákur er aðalframleiðandi þáttanna. Leikstjórar ásamt honum eru þau Börkur Sigþórsson og Katrín Björgvinsdóttir. Þættirnir eru framleiddir í samstarfi við RÚV, ZDF Entertainment og Netflix með stuðningi frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.
Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ást er: Skrifa sína eigin Rómeo og Júlíu Makamál Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein