Hélt að hún væri að deyja þegar hún missti allt hárið Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 23:55 Vilborg Friðriksdóttir sagði sögu sína í Íslandi í dag. Stöð 2 Allt í einu byrjaði hún að fá skallablett og svo fór allt hárið á örskömmum tíma. „Ég hélt ég væri að deyja úr einhverjum hræðilegum sjúkdómi. Sem betur fer var það ekki svo en það breytti því þó ekki að mér leið hræðilega með að missa fallega hárið mitt,“ segir Vilborg Friðriksdóttir sem segir sögu sína í Íslandi í dag. Vilborg Friðriksdóttir er í dag hamingjusöm móðir og í sambúð en hún segir það hafa verið erfitt að komast á þann góða stað sem hún er á í dag. Hún hafi verið lögð í alvarlegt einelti í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó fram á menntaskólaár. Þá hafi hún ákveðið að flytja til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentspróf og próf í táknmálsfræði án þess þó að hún hafi nokkra tengingu við heyrnarlausa. Nú vinnur hún sem táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Vilborg segir það hafa markað líf sitt að hafa verið lögð í einelti enda hafi verið erfitt að heyra alla skólagönguna að hún væri ógeðsleg og vitlaus. „Þetta er það sem ég þarf að vinna í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa unnið sig vel og mikið frá því segir Vilborg að eineltið hafi lengið setið í henni. Fór að missa hárið eftir barnsburð Vilborg kynntist góðum manni og saman eignuðust þau dóttur. Fljótlega eftir fæðingu dótturinnar tók Vilborg eftir því að hún væri að missa hárið. „Þegar hún hefur verið í kringum níu mánaða þá átta ég mig á því að hárlosið sem ég var með var ekki bara venjulegt hárlos af því ég var að eignast barn heldur fór ég að finna skallabletti,“ segir hún. Vilborg segist vel muna eftir því þegar hún hugsaði fyrst að þetta væri eitthvað einkennilegt. Hún hafi fundið áberandi skallablett og beðið manninn sinn að kíkja á hann. Hann hafi staðfest að um skallablett væri að ræða. Vilborg stendur ekki svörunum þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við. „Ég hélt að ég væri að deyja, ég var bara alveg viss um að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi, eða krabbameini,“ segir hún. „Loksins þegar ég væri búin að finna mig í lífinu og komin með þessa fallegu fjölskyldu, þá væri ég bara að fara.“ Daginn eftir fékk Vilborg tíma hjá lækni sem tjáði henni að hún væri ekki að deyja og vísaði henni á húðsjúkdómalækni sem útskýrði stöðuna fyrir henni. Vilborg segir það hafa verið erfitt að missa hárið þar sem það hefði alltaf verið það eina við hana sem henni hefði þótt vænt um. „Fallega brúna, þykka, heilbrigða hárið mitt sem ég þurfti ekkert að hafa mikið fyrir,“ segir hún. Ástæðan reyndist blettaskalli „Þetta kallast á íslensku blettaskalli en almenna orðið sem er notað yfir þetta er alopecia areata og það lýsir sér þannig að hárið bara helst ekki. Þetta er í rauninni sjálfsofnæmissjúkdómur, talinn vera það, þá ráðast hvítu blóðkornin á hársekkina sem veldur því að þeir halda hárunum ekki og þau bara fara,“ segir Vilborg. Hún segir engan vita hvað veldur sjúkdóminum. „Ég er búin að googla af mér allt vit en ég bara veit það ekki. Orsökin eru óljós, þau bara vita ekki hvað þetta er.“ Sjálfstraustið hrundi Vilborg fór að taka eftir hármissi í október en í febrúar hafi ástandið verið orðið þannig að hún gæti engan veginn falið blettaskallann. Þá hafi henni liðið hörmulega. „Þetta sjálfstraust sem ég var búin að vinna svo ógeðslega mikið í að fá og finna innan með mér, það bara hrundi,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið hrædd um að maðurinn hennar myndi ekki þola hárleysið og fara frá henni. „Það er bara óöryggið sem hefur fylgt mér.“ Auðvitað gerði hann það ekki heldur ákvað hann að raka af sér hárið henni til stuðnings. Hún segist afar þakklát fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta hann en áður. Vilborg segir að hún hafi verið smeyk við að fara nokkuð í byrjun þegar hárið var að fara, meira segja til vinnu. Hún hafi notað hatta hvert sem hún fór til að fólk myndi síður taka eftir hárleysinu. Hún segist þó hafa tekið af skarið og sagt vinnufélögum sínum frá sjúkdómnum. Hún hafi fengið góðan stuðning vinnufélaga og eftir það hafi henni liðið töluvert betur. Léttirinn var svo mikill að eftir vinnu fór hún heim og rakaði af sér allt hárið. Viðtalið við Vilborgu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Reykjavík Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Vilborg Friðriksdóttir er í dag hamingjusöm móðir og í sambúð en hún segir það hafa verið erfitt að komast á þann góða stað sem hún er á í dag. Hún hafi verið lögð í alvarlegt einelti í Vestmannaeyjum þar sem hún bjó fram á menntaskólaár. Þá hafi hún ákveðið að flytja til Reykjavíkur þar sem hún kláraði stúdentspróf og próf í táknmálsfræði án þess þó að hún hafi nokkra tengingu við heyrnarlausa. Nú vinnur hún sem táknmálstúlkur á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Vilborg segir það hafa markað líf sitt að hafa verið lögð í einelti enda hafi verið erfitt að heyra alla skólagönguna að hún væri ógeðsleg og vitlaus. „Þetta er það sem ég þarf að vinna í,“ segir hún. Þrátt fyrir að hafa unnið sig vel og mikið frá því segir Vilborg að eineltið hafi lengið setið í henni. Fór að missa hárið eftir barnsburð Vilborg kynntist góðum manni og saman eignuðust þau dóttur. Fljótlega eftir fæðingu dótturinnar tók Vilborg eftir því að hún væri að missa hárið. „Þegar hún hefur verið í kringum níu mánaða þá átta ég mig á því að hárlosið sem ég var með var ekki bara venjulegt hárlos af því ég var að eignast barn heldur fór ég að finna skallabletti,“ segir hún. Vilborg segist vel muna eftir því þegar hún hugsaði fyrst að þetta væri eitthvað einkennilegt. Hún hafi fundið áberandi skallablett og beðið manninn sinn að kíkja á hann. Hann hafi staðfest að um skallablett væri að ræða. Vilborg stendur ekki svörunum þegar hún er spurð hvernig henni hafi orðið við. „Ég hélt að ég væri að deyja, ég var bara alveg viss um að ég væri haldin ólæknandi sjúkdómi, eða krabbameini,“ segir hún. „Loksins þegar ég væri búin að finna mig í lífinu og komin með þessa fallegu fjölskyldu, þá væri ég bara að fara.“ Daginn eftir fékk Vilborg tíma hjá lækni sem tjáði henni að hún væri ekki að deyja og vísaði henni á húðsjúkdómalækni sem útskýrði stöðuna fyrir henni. Vilborg segir það hafa verið erfitt að missa hárið þar sem það hefði alltaf verið það eina við hana sem henni hefði þótt vænt um. „Fallega brúna, þykka, heilbrigða hárið mitt sem ég þurfti ekkert að hafa mikið fyrir,“ segir hún. Ástæðan reyndist blettaskalli „Þetta kallast á íslensku blettaskalli en almenna orðið sem er notað yfir þetta er alopecia areata og það lýsir sér þannig að hárið bara helst ekki. Þetta er í rauninni sjálfsofnæmissjúkdómur, talinn vera það, þá ráðast hvítu blóðkornin á hársekkina sem veldur því að þeir halda hárunum ekki og þau bara fara,“ segir Vilborg. Hún segir engan vita hvað veldur sjúkdóminum. „Ég er búin að googla af mér allt vit en ég bara veit það ekki. Orsökin eru óljós, þau bara vita ekki hvað þetta er.“ Sjálfstraustið hrundi Vilborg fór að taka eftir hármissi í október en í febrúar hafi ástandið verið orðið þannig að hún gæti engan veginn falið blettaskallann. Þá hafi henni liðið hörmulega. „Þetta sjálfstraust sem ég var búin að vinna svo ógeðslega mikið í að fá og finna innan með mér, það bara hrundi,“ segir hún. Þá segist hún hafa verið hrædd um að maðurinn hennar myndi ekki þola hárleysið og fara frá henni. „Það er bara óöryggið sem hefur fylgt mér.“ Auðvitað gerði hann það ekki heldur ákvað hann að raka af sér hárið henni til stuðnings. Hún segist afar þakklát fyrir það og kunni jafnvel enn betur að meta hann en áður. Vilborg segir að hún hafi verið smeyk við að fara nokkuð í byrjun þegar hárið var að fara, meira segja til vinnu. Hún hafi notað hatta hvert sem hún fór til að fólk myndi síður taka eftir hárleysinu. Hún segist þó hafa tekið af skarið og sagt vinnufélögum sínum frá sjúkdómnum. Hún hafi fengið góðan stuðning vinnufélaga og eftir það hafi henni liðið töluvert betur. Léttirinn var svo mikill að eftir vinnu fór hún heim og rakaði af sér allt hárið. Viðtalið við Vilborgu í Íslandi í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Reykjavík Ísland í dag Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira