Húsið var byggt árið 1958 og var friðað árið 1999. Í heildina er húsið 426 fermetrar og er á þremur hæðum.
Í auglýsingunni fyrir eignina, sem birt var í september, kemur fram að á jarðhæð sé að finna tvö herbergi, tvö baðherbergi og miklar geymslur. Þar að auki er á jarðhæð sér tveggja herbergja íbúð sem skiptist í forstofu, hol, og herbergi.
Á annarri hæð hússins er síðan að finna forstofu, stórar stofur, borðstofu, eldhús, búr og þvottahús, auk þess sem útgengt er á stóra verönd frá stofunni. Á þriðju hæð eru síðan fjögur herbergi og tvö baðherbergi, þar af hjónasvíta með baðherbergi og útgang út á stórar svalir.
Uppfært 17:34:
Viðskiptablaðið hafði það eftir sínum heimildum fyrr í dag að söngkonan Björk Guðmundsdóttir hafi keypt húsið. Það er rangt að sögn fasteignasalans þar sem eignin hefur ekki verið seld. Frétt Viðskiptablaðsins hefur nú verið tekin úr birtingu.


