Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 17:42 Lenya Rún Taha Karim var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Píratar Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira
Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Sjá meira