Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. október 2021 07:55 Sebastian Kaleta, aðstoðardómsmálaráðherra, ræddi við blaðamenn í gær vegna beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að Evrópudómstóllinn sekti stjórnvöld í Póllandi fyrir að vera ekki búin að leggja af eftirlitsnefnd með störfum hæstaréttardómara. epa/Leszek Szymanski Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“. Pólland Evrópusambandið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Fregnirnar hafa valdið nokkrum titringi og hefur Guardian eftir René Repasi, prófessor í alþjóða- og Evrópulögum við Erasmus-háskólann í Rotterdam, að um sér að ræða „lagalega“ uppreisn. Lögmæti dómstólsins hefur verið dregið í efa í kjölfar fjölda pólitískra skipana dómara, sem eru sagðir hallir undir flokkinn Lög og réttlæti, sem nú fer með stjórn landsins. „Vissulega er þetta yfirtekinn dómstóll en þetta er lengsta skrefið sem dómstóll ríkis hefur tekið í átt að lagalegum aðskilnaði frá Evrópusambandinu,“ segir Repasi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar dómstólsins og lýst yfir verulegum áhyggjum af þróun mála. Þá ítrekar hún að Evrópulög gangi framar landslögum, þeirra á meðal stjórnarskrárákvæðum. Í yfirlýsingunni segir einnig að úrskurðir Evrópudómstólsins séu bindandi fyrir stjórnvöld allra aðildarríkja Evrópusambandsins og dómstóla ríkjanna. Framkvæmdastjórnin sagðist ekki myndu hika við að nýta sér vald sitt til að tryggja samfellu í framkvæmd löggjafar sambandsins. Skoðanakannanir í Póllandi sýna að 80 prósent þjóðarinnar styðja aðild að Evrópusambandinu en stjórnvöld í landinu hafa engu að síður staðið í óformlegu stríði við sambandið og gert ýmsar lagabreytingar sem þykja ætlaðar til að koma hömlum á dómstóla og fjölmiðla. Þá hafa þau sömuleiðis tekið afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks og meðal annars greint frá fyrirætlunum um að lýsa landið „hinsegin-laust“ svæði. Paolo Gentiloni, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, sagði í síðasta mánuði að sú vegferð sem Pólland væri á gæti endað með því að hafa áhrif á útgreiðslu endurreisnarsjóðs til handa ríkinu, sem enn hefur ekki verið greiddur út. Stærð sjóðsins eru 57 milljarðar evra. Stjórnvöld í Póllandi brugðust harkalega við yfirlýsingu Gentiloni og sögðu hana „fjárkúgun“.
Pólland Evrópusambandið Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira