Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 21:38 Veronika telur að lítið sé gert úr vilja kjósenda Sjálfstæðisflokksins með tilkomu Birgis Þórarinssonar í þingflokkinn. Vísir/Vilhelm Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. Þessa skoðun viðrar Veronika á Twitter-síðu sinni. Birgir greindi frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þá með 17 þingmenn. Í Miðflokknum sitja eftir tveir þingmenn. Leiðinlegt að skemma partyið en nýjustu vendingar gera verulega lítið úr prófkjarabaráttu D og vilja kjósenda.— Veronika (@veronikamagnusd) October 9, 2021 Í samtali við Vísi segir Veronika að hún telji mikilvægt að niðurstöður prófkjara flokksins séu virtar. „Mér finnst að við eigum að styðjast við prófkjörin þegar við veljum þingmenn sem hafa rödd innan þingflokksins. En ég ætla ekki að segja nákvæmlega hver afstaða félagsins er í þessu máli,“ segir Veronika og áréttar að um sé að ræða hennar persónulegu sýn á málið. Veronika bendir á að í málum sem þessum komi inn þingmaður sem enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði, hvorki í prófkjöri né í Alþingiskosningunum. Hún telur að flokkurinn ætti að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. „Fyrir mér þá er þetta aðallega prinsippmál og mér finnst að afstaða flokksmanna komi mjög skýrlega fram í prófkjörinu. Það setur tóninn varðandi það hvar hugur kjósenda liggur. Að fá einhvern fyrir hönd flokksins sem hefur verið kjörinn af kjósendum annars flokks, þar hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekkert um það að segja,“ segir Veronika. „Við viljum beita okkur í prófkjörunum, það er það sem stendur og kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að segja hug sinn í þessu máli.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Þessa skoðun viðrar Veronika á Twitter-síðu sinni. Birgir greindi frá því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, sem er þá með 17 þingmenn. Í Miðflokknum sitja eftir tveir þingmenn. Leiðinlegt að skemma partyið en nýjustu vendingar gera verulega lítið úr prófkjarabaráttu D og vilja kjósenda.— Veronika (@veronikamagnusd) October 9, 2021 Í samtali við Vísi segir Veronika að hún telji mikilvægt að niðurstöður prófkjara flokksins séu virtar. „Mér finnst að við eigum að styðjast við prófkjörin þegar við veljum þingmenn sem hafa rödd innan þingflokksins. En ég ætla ekki að segja nákvæmlega hver afstaða félagsins er í þessu máli,“ segir Veronika og áréttar að um sé að ræða hennar persónulegu sýn á málið. Veronika bendir á að í málum sem þessum komi inn þingmaður sem enginn kjósandi Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði, hvorki í prófkjöri né í Alþingiskosningunum. Hún telur að flokkurinn ætti að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. „Fyrir mér þá er þetta aðallega prinsippmál og mér finnst að afstaða flokksmanna komi mjög skýrlega fram í prófkjörinu. Það setur tóninn varðandi það hvar hugur kjósenda liggur. Að fá einhvern fyrir hönd flokksins sem hefur verið kjörinn af kjósendum annars flokks, þar hafa kjósendur Sjálfstæðisflokksins ekkert um það að segja,“ segir Veronika. „Við viljum beita okkur í prófkjörunum, það er það sem stendur og kjósendur flokksins fengu ekki tækifæri til að segja hug sinn í þessu máli.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. 9. október 2021 18:58