„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Snorri Másson skrifar 10. október 2021 17:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiðir fámennasta þingflokk á Alþingi um þessar mundir, en heitir því að beita sér áfram gegn ríkisstjórninni. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. Sigmundur var í viðtali, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, spurður hvað hann teldi að hafi leitt til þess að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið eins snarlega að yfirgefa þingflokkinn og hann gerði. Þar léku sjálfstæðismenn lykilhlutverk, segir Sigmundur. „Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Klippa: Sjálfstæðismenn hafi bruggað Miðflokknum launráð Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks. „Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Eitthvað hljóta þeir að hafa boðið honum“ Hvernig heldur Sigmundur að Birgi gangi að laga sig að Sjálfstæðisflokknum? Sigmundur telur að hið gagnstæða þurfi nú að eiga sér stað. „Nú hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að laga sig að Birgi Þórarinssyni. Eitthvað hljóta þeir nú að hafa boðið honum fyrir að koma svona skyndilega til sín. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig gengur hjá Sjálfstæðisflokknum að laga sig að Birgi,“ segir Sigmundur. Ákvörðun Birgis voru að sögn Sigmundar svik við fólkið sem hjálpaði honum inn á þing fyrir Miðflokkinn. Formaðurinn heitir því að Miðflokkurinn muni láta heyra í sér á komandi þingi þótt það segi sig sjálft að það muni ekki veitast flokknum eins auðvelt að tefja eða koma í veg fyrir mál ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið að sitjandi ráðherrar hafa ekki gefið kost á viðtali um nýjan liðsmann Sjálfstæðisflokks um helgina, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná í nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað veita viðtöl og það hefur Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins á eftir Birgi, ekki heldur gert. Ekki liggur enn fyrir hvort hún fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokk, þótt hans málflutningur hafi allur verið á þá leið. Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07 Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Sigmundur var í viðtali, sem sjá má í heild sinni hér að neðan, spurður hvað hann teldi að hafi leitt til þess að Birgir Þórarinsson hafi ákveðið eins snarlega að yfirgefa þingflokkinn og hann gerði. Þar léku sjálfstæðismenn lykilhlutverk, segir Sigmundur. „Mér heyrðist að það hafi verið einhverjir snillingar í Sjálfstæðisflokknum sem töldu sig geta komið í veg fyrir að Miðflokkurinn næði að stofna þingflokk ef þeir næðu einum manni nógu snemma, en höfðu ekki lesið þingskaparlögin nógu vel,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Klippa: Sjálfstæðismenn hafi bruggað Miðflokknum launráð Í lögunum segir að í þingflokki skuli vera a.m.k. þrír þingmenn. Þar segir þó einnig að tveir þingmenn geti myndað þingflokk ef stofnað er til þingflokksins „þegar að loknum kosningum“ og ef þingmennirnir hafi verið kosnir undir merkjum sama flokks. „Þannig að það er hægt að stofna þingflokk með tveimur mönnum ef það er gert strax eftir kosningar. Þannig að við drifum í því og við erum komnir með þingflokk,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. „Eitthvað hljóta þeir að hafa boðið honum“ Hvernig heldur Sigmundur að Birgi gangi að laga sig að Sjálfstæðisflokknum? Sigmundur telur að hið gagnstæða þurfi nú að eiga sér stað. „Nú hlýtur Sjálfstæðisflokkurinn að þurfa að laga sig að Birgi Þórarinssyni. Eitthvað hljóta þeir nú að hafa boðið honum fyrir að koma svona skyndilega til sín. Þannig að ég hlakka til að sjá hvernig gengur hjá Sjálfstæðisflokknum að laga sig að Birgi,“ segir Sigmundur. Ákvörðun Birgis voru að sögn Sigmundar svik við fólkið sem hjálpaði honum inn á þing fyrir Miðflokkinn. Formaðurinn heitir því að Miðflokkurinn muni láta heyra í sér á komandi þingi þótt það segi sig sjálft að það muni ekki veitast flokknum eins auðvelt að tefja eða koma í veg fyrir mál ríkisstjórnarinnar. Þess skal getið að sitjandi ráðherrar hafa ekki gefið kost á viðtali um nýjan liðsmann Sjálfstæðisflokks um helgina, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir fréttastofu til að ná í nær alla ráðherra ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur ekki viljað veita viðtöl og það hefur Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Miðflokksins á eftir Birgi, ekki heldur gert. Ekki liggur enn fyrir hvort hún fylgi Birgi yfir í Sjálfstæðisflokk, þótt hans málflutningur hafi allur verið á þá leið.
Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07 Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55 Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Líkir Birgi við Júdas Þorsteinn Sæmundsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, er harðorður í garð Birgis Þórarinssonar fyrrverandi samflokksmanns hans, sem tilkynnti óvænt í gær að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn aðeins tveimur vikum eftir kosningar, í skoðanagrein sem birtist á Vísi í dag. 10. október 2021 13:07
Tekur fyrir að Miðflokkurinn sé í krísu og biður kjósendur flokksins afsökunar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hefur beðið kjósendur Miðflokksins í Suðurkjördæmi afsökunar vegna brotthvarfs Birgis Þórarinssonar, nú þingmanns Sjálfstæðisflokksins, úr flokknum. Hann tekur fyrir það að krísuástand ríki innan Miðflokksins. 10. október 2021 11:55
Formaður Heimdallar gagnrýnir vistaskipti Birgis Veronika Steinunn Magnúsdóttir, formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, telur að vistaskipti Birgis Þórarinssonar þingmanns úr Miðflokki yfir í Sjálfstæðisflokkinn geri verulega lítið úr prófkjörsbaráttu síðarnefnda flokksins, sem og vilja kjósenda hans. 9. október 2021 21:38