Navalní fær stöðu hryðjuverkamanns Kjartan Kjartansson skrifar 11. október 2021 11:22 Veggmynd af Alexei Navalní í Genf í Sviss. Hann dúsir nú í rússnesku fangelsi og gæti vel ílengst þar verði stjórnvöldum í Kreml að vilja sínum. Vísir/EPA Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi hafa nú skilgreint Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, sem öfga- og hryðjuverkamann. Dómstóll úrskurðaði samtök Navalní ólögleg öfgasamtök fyrr á þessu ári. Navalní segist í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram hafa verið kallaður fyrir nefnd í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hún hafi síðan samhljóða samþykkt að gefa honum stöðu hryðjuverkamanns, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk yfirvöld fangelsuðu Navalní fyrir að hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut vegna fjárglæpa. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm gerræðislegan. Skilorðið átti Navalní að hafa rofið með því að liggja í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst í fyrra. Navalní sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa þau neitað. Hlaut Navalní tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið leitast við að tryggja að hann verði látinn dúsa enn lengur í steininum. Þau létu skilgreina samtök sem hann stofnaði sem öfgasamtök í sumar en þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að bandamenn Navalní gætu boðið sig fram í þingkosningum í haust. Navalní er nú ákærður fyrir að stofna öfgasamtök sem hafi verið ætlað að koma óorði á Rússland, stefnu stjórnvalda, grafa undan stöðugleika og hvetja til mótmæla almennings. Markmið þeirra hafi verið ofbeldisfull valdataka. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina birt rannsóknir sem hafa varpað ljósi á spillingu Vladímírs Pútín forseta og bandamanna hans. Svæðisskrifstofur samtakanna víða um Rússland hafa svo hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem geta ógnað fulltrúum Sameinaðs Rússlands, flokks forsetans. Stjórnvöld í Kreml hafa gengið sérstaklega hart fram gegn stjórnarandstöðunni, andófsfólki og óháðum blaðamönnum á þessu ári. Fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður og sætt húsleit. Þá hafa nokkrir sjálfstæðir fjölmiðlar verið lýstir útsendarar erlendra ríkja og sæta sérstöku eftirliti. Dmitrí Múratov, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Novaya Gazeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku. Hann tileinkaði sex blaðamönnum sem unnu fyrir hann en voru myrtir verðlaunin. Sjálfur hefði hann veitt Navalní verðlaunin hefði hann eitthvað um það að segja. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Navalní segist í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram hafa verið kallaður fyrir nefnd í fangelsinu þar sem hann er vistaður. Hún hafi síðan samhljóða samþykkt að gefa honum stöðu hryðjuverkamanns, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk yfirvöld fangelsuðu Navalní fyrir að hafa brotið gegn skilorði fangelsisdóms sem hann hlaut vegna fjárglæpa. Mannréttindadómstóll Evrópu taldi þann dóm gerræðislegan. Skilorðið átti Navalní að hafa rofið með því að liggja í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitri í Rússlandi í ágúst í fyrra. Navalní sakar rússnesk stjórnvöld um að hafa staðið að tilræðinu en því hafa þau neitað. Hlaut Navalní tveggja og hálfs árs fangelsisdóm en rússnesk stjórnvöld hafa undanfarið leitast við að tryggja að hann verði látinn dúsa enn lengur í steininum. Þau létu skilgreina samtök sem hann stofnaði sem öfgasamtök í sumar en þannig tókst þeim að koma í veg fyrir að bandamenn Navalní gætu boðið sig fram í þingkosningum í haust. Navalní er nú ákærður fyrir að stofna öfgasamtök sem hafi verið ætlað að koma óorði á Rússland, stefnu stjórnvalda, grafa undan stöðugleika og hvetja til mótmæla almennings. Markmið þeirra hafi verið ofbeldisfull valdataka. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina birt rannsóknir sem hafa varpað ljósi á spillingu Vladímírs Pútín forseta og bandamanna hans. Svæðisskrifstofur samtakanna víða um Rússland hafa svo hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur í kosningum sem geta ógnað fulltrúum Sameinaðs Rússlands, flokks forsetans. Stjórnvöld í Kreml hafa gengið sérstaklega hart fram gegn stjórnarandstöðunni, andófsfólki og óháðum blaðamönnum á þessu ári. Fjöldi þeirra hefur verið fangelsaður og sætt húsleit. Þá hafa nokkrir sjálfstæðir fjölmiðlar verið lýstir útsendarar erlendra ríkja og sæta sérstöku eftirliti. Dmitrí Múratov, fyrrverandi ritstjóri dagblaðsins Novaya Gazeta, hlaut friðarverðlaun Nóbels í síðustu viku. Hann tileinkaði sex blaðamönnum sem unnu fyrir hann en voru myrtir verðlaunin. Sjálfur hefði hann veitt Navalní verðlaunin hefði hann eitthvað um það að segja.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58 Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07 Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Dmitry Muratov, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. 8. október 2021 16:58
Navalní hvetur Rússa til að kjósa af kænsku Rússar ættu að kjósa af kænsku í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði til þess að losa tangarhald Sameinaðs Rússlands á rússneskum stjórnmálum. Þetta segir Alexei Navalní, einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar. 19. ágúst 2021 15:07
Frelsi talskonu Navalní skert í átján mánuði Rússneskur dómstóll dæmdi Kiru Jarmysh, talskonu Alexeis Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, til þess að sæta frelsisskerðingu í átján mánuði fyrir brot á sóttvarnareglum. 17. ágúst 2021 14:34