Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 15:00 Bryndís Schram bar vitni fyrir dómi í dag í aðalmeðferðinni. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira