Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Snorri Másson skrifar 11. október 2021 19:51 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi. Vísir/Vilhelm Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður hafa staðið yfir í tvær vikur og allt í einu var tilkynnt um það um helgina að nýr þingmaður væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. „Þetta á sér mjög skamman aðdraganda og ekki mikil umræða sem fór fram um það. En við bara fögnum því yfir að menn lýsi því yfir að þeir vilji ganga til liðs við okkur og beita sér með Sjálfstæðisflokknum í því sem hann vill setja á oddinn,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Katrín Jakobsdóttir segir vistaskipti Birgis ekki hafa áhrif á stjórnarmyndunarviðræður enda nálgist flokkarnir það verkefni hvort sem er sem jafningjar, þrátt fyrir að fylgi flokkanna sé ólíkt mikið. „Það truflar mig í sjálfu sér ekkert en auðvitað er það kannski óvenjulegt að þingmaður hætti í sínum flokki svona snemma eftir kosningar eins og raun ber vitni,“ segir Katrín. Hún segir þetta sérkennilegt. Birgir Ármannsson var oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, en er nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Miðflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins: „Það hlýtur alltaf að orka tvímælis þegar hlutir gerast svona skömmu eftir kosningar.“ Birgir Þórarinsson hefur talað gegn stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum, hælisleitendamálum og hann mótmælti rýmkun á heimild kvenna til þungunarrofs. Bjarni Benediktsson segist ekki vera sérfræðingur í afstöðu Birgis til einstakra mála. „En það auðvitað liggur í hlutarins eðli að þegar Birgir sækist eftir því að ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins þá telur hann að hann geti rúmast þar inni og að hans sjónarmið rekist ekki um of á við það sem við erum að leggja áherslu á.“ Katrín: „Við vitum það að það eru ýmsar skoðanir í þingflokki sjálfstæðismanna sem ég er alls ekki sammála. Þannig hefur það verið og ég vænti þess að þannig verði það áfram.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira