Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2021 13:00 Leikmenn ástralska landsliðsins þvertaka fyrir það að kynferðisleg áreitni, einelti og önnur óviðeigandi hegðun líðist innan liðsins. getty/Tim Clayton Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM. Fótbolti Ástralía Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Lisa De Vanna, sem er næstleikjahæst og næstmarkahæst í sögu ástralska landsliðsins með 150 leiki og 47 mörk, steig fram á dögunum og greindi frá eitraðri menningu innan landsliðsins. Hún sagðist hafa verið kynferðislega áreitt, lögð í einelti og útskúfuð og svona hegðun væri enn við lýði innan landsliðsins. Núverandi leikmenn ástralska landsliðsins hafa nú svarað fyrir ásakanir De Vannas, bæði sameiginlega og í sitt hvoru lagi. Þær segja leiðinlegt að heyra að henni hafi ekki þótt hún geta stigið fram fyrr og ætla að vinna með ástralska knattspyrnusambandinu, leikmannasamtökunum og öðrum aðilum til að tryggja að leikmenn geti greint frá óviðeigandi hegðun í sinn garð. Kerr, sem er án vafa stærsta stjarna ástralska liðsins og ein besta fótboltakona heims, sagði að landsliðið hafi verið öruggur staður fyrir sig í gegnum tíðina. „Ég hef verið hluti af þessu liði í tólf stórkostleg ár, síðan ég var fimmtán ára og til dagsins í dag. Í gegnum þann tíma hefur landsliðið verið griðarstaður fyrir mig og hjálpað mér að þroskast og verða sú manneskja og sá leikmaður sem ég er í dag. Ég tel mig lánsama að vera hluti af þessum ótrúlega hóp,“ sagði Kerr sem er fyrirliði ástralska landsliðsins. Lisa de Vanna lagði skóna á hilluna í síðasta mánuði. Hún bar fyrrverandi samherjum sínum í ástralska landsliðinu ekki vel söguna.getty/Craig Mercer Aðrir leikmenn ástralska liðsins sem hafa tjáð sig taka í sama streng og Kerr og sagði andrúmsloftið innan liðsins sé gott og þeim líði vel þar. Varafyrirliðinn Steph Catley segist til að mynda hafa varið meiri tíma með félögum sínum í landsliðinu en fjölskyldu sinni og það hafi hjálpað sér á þroskabrautinni. Hún segist alltaf hafa upplifað sig örugga innan landsliðsins og fundist hún tilheyra hópnum. Catley kvaðst vera stolt af því að vera hluti af þessari fjölskyldu eins og hún kallar ástralska liðið. Ástralía endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í sumar sem er besti árangur liðsins á Ólympíuleikum frá upphafi. Þarnæsta sumar verður Ástralía á heimavelli á HM.
Fótbolti Ástralía Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira