Segist hafa misskilið að Erna vildi í flokkinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2021 14:00 Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmaráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi Vísir Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins segist ekki hafa ætlað að fylgja Birgi Þórarinssyni í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi oftúlkað orð hennar um það. Tilkynningu þar sem Erna var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn var breytt rétt fyrir hádegi. Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“ Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á heimasíðu sinni á laugardag og í Facebook-deilingu flokksins í Suðurkjördæmi að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Tilkynningin var á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins í morgun. Erna tilkynnti hins vegar í morgun í Bítinu á Bylgjunni að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. Ingvar P. Guðbjörnsson formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sagði í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið leiðrétt á heimasíðunni rétt fyrir hádegi. Aðspurður um hvernig þetta hafi komið til segir Ingvar að þetta hafi verið misskilningur, Erna eins og aðrir þurfi svo að eiga við sína samvisku hvernig hún hagi störfum sínum fyrir Alþingi. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins tilkynnti á laugardag að hann hefði gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Fram kom í fjölmiðlum að varaþingmaður hans Erna hefði stutt vistaskiptin. Þá svaraði Birgir því í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðunnar. Erna segir að málið sé byggt á oftúlkun og misskilningi. Aðspurð um hvort það hafi komið upp að hún fylgdi Birgi segir Erna. „Það kom auðvitað allt til tals. Það myndast auðvitað traust milli fólks sem vinnur lengi saman. En ég verð hins vegar að fylgja minni sannfæringu,“ segir Erna Hún segir hins vegar að hann hafi misskilið að hún hafi ætlað að fylgja honum í flokkinn. „Ég tel að hann hafi tekið of sterkt til orða í því. Og hafi ég gefið eitthvað slíkt í skin þá er ég auðvitað frjáls kona að standa með minni sannfæringu þegar ég er búin að gefa mér tíma til að fara yfir spilin,“ segir Erna. Aðspurð um hvaðan misskilningurinn komi þar sem hún var boðin velkomin í Sjálfstæðisflokkinn svarar Erna: „Hann hlýtur að vera kominn frá Birgi.“
Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira