Helena um Evrópuævintýri Hauka: „Höfum engu að tapa og ætlum að stríða þeim eins mikið og við getum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2021 19:00 Helena er spennt fyrir leik morgundagsins. Vísir/Bára Dröfn „Við erum ótrúlega spenntar og það verður skemmtilegt í Ólafssal á morgun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka, sem hefur leik í riðlakeppni Evrópubikar kvenna í körfubolta í Ólafssal í Hafnafirði á morgun. „Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Það var tveggja stiga tap en við vorum fagnandi eins og vitleysingar, eitthvað sem maður hefur aldrei gert á ævinni en þetta var náttúrulega geggjuð tilfinning. Maður tók í raun allt kvöldið að átta sig á að við hefðum náð þessu markmiði,“ sagði Helena um síðari leik einvígisins sem tryggði Haukum þátttöku í riðlakeppni Evrópubikarsins. „Við vissum ekkert hvað við vorum að fara í og þegar við tókum þátt fyrir 15 árum var þetta miklu minni keppni, fórst beint inn í riðlana. Nú eru fleiri og betri lið að taka þátt. Mér finnst frábært að við höfum náð þessum árangri og komið sjálfum okkur mjög á óvart held ég,“ bætti Helena við. Klippa: Helena um Evrópuævintýri Hauka „Við erum með frábæra bakhjarla og vonandi eru þeir að stíga upp eins og aðrir. Við sjálfar erum einnig að reyna safna eitthvað með en eins og ég sagði er þetta frábært tækifæri fyrir okkur Haukastelpur og körfuna á Íslandi yfir höfuð. Vonandi sjáum við fullt af stelpum úr öðrum liðum líka sem horfa á þetta sem tækifæri og önnur félög horfa á þetta sem tækifæri sem lið eiga að vera gera oftar. Asnalegt að lið í fótbolta og handbolta séu alltaf að taka þátt en engin úr körfubolta.“ „Auðvitað er þetta líka spennandi fyrir mig, ég er að taka þátt í þessu á allt öðruvísi hátt núna. Þegar ég var að spila sem atvinnumaður úti tók ég þátt í þessum keppnum og með Haukaliðinu vorum við mjög ungar. Í dag erum við með blöndu af „miðlungsgömlum“ miðað við deildina og fullt af ungum stelpum. Það er ótrúlega skemmtilegt að fá þetta tækifæri og ég held þetta geri gott fyrir liðið okkar og stelpurnar í þeim.“ „Við vitum að við erum að keppa á móti mjög sterkum liðum, atvinnumannaliðum sem æfa tvisvar á dag og vinna við þetta. Það verða auðvitað hörkuleikir og við vitum að við getum hitt á mjög góða leiki. Við reynum að undirbúa okkur vel og koma rétt stemmdar inn í þetta. Við höfum engu að tapa þannig séð, það eru engar væntingar gerðar til okkar. Allir halda að við séum auðveld bráð en við ætlum að koma inn í þessa leiki og stríða þeim eins mikið og við getum,“ sagði Helena en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Leikur Hauka og Villeneuve d'Ascq LM frá Frakklandi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19.20 annað kvöld.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Sportpakkinn Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira