Landspítalinn bíður einnig eftir svörum Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2021 20:00 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir er ekki eini sem bíður eftir svörum frá Landspítalanum. Forstjóri spítalans segist sjálf þurfa svör við ákveðnum spurningum áður en næstu skref verða tekin. Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ágætlega í stakk búið til að takast á við faraldurinn í þeirri mynd sem hann er í dag. Öðru máli gegnir ef ráðast á í afléttingar. „Hvað varðar Landspítala þá þurfum við í fyrsta lagi að athuga hvaða getu Landspítalinn hefur til að greina sýni og í öðru lagi hvað Covid-göngudeildin getur annað. Síðan kannski legurýmin og ekki síst gjörgæslan. Allir þessir þættir það er bæði sýnatakan, Covid-göngudeildin og legurýmin kalla á ákveðinn mannskap og það er kannski þar sem að skóinn kreppir, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir stjórnvöld hafa tekið vel í allar umleitanir spítalans hingað til í gegnum faraldurinn. Stærsti vandinn í gegnum faraldurinn hafi verið að láta aðra þjónustu víkja fyrir Covid verkefnum. „Við höfum þurft að loka A7 sem er smitsjúkdómadeildin okkar fyrir öðrum innlögnum. Það hefur kallað á mjög miklar aðgerðir af okkar hálfu til þess að láta hlutina ganga upp,“ segir Guðlaug Rakel. Hún mun eiga fund með sóttvarnalækni um stöðuna á föstudag. Hún telur sóttvarnalækni ekki setja Landspítalann í erfiða stöðu með því að setja ábyrgðina á stjórnendur hans að svara spurningunni hvað spítalinn ráði við mikið, en hingað til hefur svar við þeirri spurningu ekki fengist. „Mér finnst þetta bara eðlilegt samtal og við munum eiga það og við komumst að niðurstöðu,“ segir Guðlaug Rakel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49 Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið ágætlega í stakk búið til að takast á við faraldurinn í þeirri mynd sem hann er í dag. Öðru máli gegnir ef ráðast á í afléttingar. „Hvað varðar Landspítala þá þurfum við í fyrsta lagi að athuga hvaða getu Landspítalinn hefur til að greina sýni og í öðru lagi hvað Covid-göngudeildin getur annað. Síðan kannski legurýmin og ekki síst gjörgæslan. Allir þessir þættir það er bæði sýnatakan, Covid-göngudeildin og legurýmin kalla á ákveðinn mannskap og það er kannski þar sem að skóinn kreppir, segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans. Hún segir stjórnvöld hafa tekið vel í allar umleitanir spítalans hingað til í gegnum faraldurinn. Stærsti vandinn í gegnum faraldurinn hafi verið að láta aðra þjónustu víkja fyrir Covid verkefnum. „Við höfum þurft að loka A7 sem er smitsjúkdómadeildin okkar fyrir öðrum innlögnum. Það hefur kallað á mjög miklar aðgerðir af okkar hálfu til þess að láta hlutina ganga upp,“ segir Guðlaug Rakel. Hún mun eiga fund með sóttvarnalækni um stöðuna á föstudag. Hún telur sóttvarnalækni ekki setja Landspítalann í erfiða stöðu með því að setja ábyrgðina á stjórnendur hans að svara spurningunni hvað spítalinn ráði við mikið, en hingað til hefur svar við þeirri spurningu ekki fengist. „Mér finnst þetta bara eðlilegt samtal og við munum eiga það og við komumst að niðurstöðu,“ segir Guðlaug Rakel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Landspítalinn Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49 Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12
Ríkisstjórnin sögð leggja drög að tilslökunum Í minnisblaði sem forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra hafa lagt fyrir ríkisstjórnina, og fjallar um framtíðarhorfur kórónuveirufaraldursins hér á landi, segir að hættan á óviðráðanlegum faraldri hafi minnkað. Stefnt sé að minni takmörkunum og unnið sé að drögum um slíkar áætlanir. 12. október 2021 22:49
Tveir af þremur sem létust í ágúst voru erlendir ferðamenn Þrír hafa látist á Íslandi frá 1. ágúst vegna Covid-19. Tveir þeirra voru erlendir ferðamenn og einn þeirra Íslendingur. Þetta kemur fram í minnisblaði forsætis- og heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. 13. október 2021 09:57