Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 21:52 GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í söfnunarþættinum. Vísir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. > Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Horfa má á söfnunarþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. >
Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. >
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Tónlist Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00